Barnablaðið - 01.12.1897, Blaðsíða 3

Barnablaðið - 01.12.1897, Blaðsíða 3
Barnablaðið. 1. ár. Reykjavík, desember 1897. Nr. 1. Til kaupenda. egar jeg stofnaöi Kvennabladid fyrir 3 árum, og sá, hvað því var vel tek- kom mjer til hugar, að þörf væri á að koma líka á fót blaði handa börnum og unglingum. En af því jegvissi ekki, hvaða áframhald kynni að verða á vinsældum og kaupendaljölda Kvennablaðsins, vildi jeg ekki ráðast í meira að sinni, en sjá hverju fram færi. I fyrra hafði jeg þetta líka í huga, og var þá svo langt komin, að jeg hafði hugs- að mjer nafn og stærð blaðsins. En lengra komst það þá ekki, og var það af því, að jeg vildi ckki bæta ofan á þann blaðafjölda, sem þá var, og von var á. Nú hafa ýmsir kaupendur Kvennablaðs- ins skrifað mjer, og hvatt mig til að halda út þess konar blaði f sambandi við Kvenna- bladið, því bæði þeir og aðrir vildu gjarna fá eitthvað að lesa handa börnum sfnum og þeir vildu fúslega borga nokkra aura á ári fyrir þann viðauka. Jeg hefi því ráði/.t í, að gefa út þetta blað. Jeg vil fegin stuðla að því eftir mætti, að kaupendur Kvennablaðsins, og aðrir sem vildu, gætu fengið hentugt lesmál handa bönum sínum kostnaðarlítið. Eins og lesendurnir sjá heitir það BARNABLAÐIÐ, og vona jeg það mæli sjálft með sjer. Fyrst um sinn kemur það ut einu sinni í mánuði, hálf örk í senn, og verður scnt lit með Kvennablaðintt. Barnabláðið flytur skemmtisögur og ýms- ar skemmtandi og fræðandi frásögur með myndum, og ýmislegt fleira, sem til saklausr- ar dægrastyttingar má verða. Efni og orð- færi mun verða við hæfi barna á ýmsu reki.. Verð Barnablaðsins er 50 aurar um ár- ið, fyrir þá sem kaupa Kvennablaðið, en 75, aur. fyrir aðra. I Reykjavík kostar blaðið' að eins 60 aura fyrir þá sem ekki kaupa Kvennablaðið. Fyrsta tölublað Barnablaðsins er nú. sent út með nóvemberblaði lCventiablaðsins, og er það blað fyrir desembermánuð. I því hcfir ekki vcrið hægt að hafa neinar mynd- ir, af því það varð svo síðbúið, að prentun þeirra hefði seinkað svo litkomu þess, að- það hefði ekki orðið sent út um land með' þessari síðustu póstferð á árinu. Þetta blað verður sent öllum kaupend- um Kvennablaðsins. og vil jeg vinsamlegast mælast til, að heiðraðir útsölumenn Kvenna- blaðsins láti mig vita með fyrstu póstferðum ef þeir hafa ekki eða gjöra sjer ekki von um jafnmarga kaupendur að báðum blöð- unum árið 1898, og einstaka kaupendur Kvennablaðsins bið jeg einnig að láta mig vita, af þeir kaupa ekki Barnablaðið. Þeir sem engin skeyti gera nijer, álít jeg að kaupi eða hafi kaupendur að báðum blöðununi, og held áfram að senda þeim jafnmörg cin- tök af þeim báðum. Um borgun og uppsögn Barnablaðstns eru sctt sömu skilyrði og gilda um Kventia- blaðið. Jeg vona svo góðs til kaupenda Kventia- blaðsins, sem hafa sýnt mjer sjerstaka vel- vild, að þcir taki einnig vel á móti Barna- blaðinu og láti það ekki gjalda þess, að það er lítið í fæðingunni. Jeg mun gjöra mjer allt far um að gera það svo vel úr garði,

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/410

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.