Barnablaðið - 01.12.1897, Blaðsíða 6

Barnablaðið - 01.12.1897, Blaðsíða 6
98 áOan sáu þeir hana þarna niðri í garðin- uni. Hún var líklega inni í einhverri tunn- unni. Það var leitað inni í hverri einustu tunnu, en ekki var Gerða þar. Barnfóstran mátti nú fara við svo búið, en allt í einu nam hún staðar í garðinum, því henni sýndist hún sjá á ofurlítinn rúð- óttan kjól inni í hundaklefanum. Hún gekk hægt nær, til að sjá hvað um væri að vera. Jú, viti menn:—Leó lá þar við ann- an vegginn og teygði úr sjer, og Gerða lá hjá honum og hjelt höndunum utan um hálsinn á honum. Það var auðsjeð, aðhún var að tala við hann, þvl varirnar hreyfðust á henni. Og rjett hjá stóra trýninu á Leó lágu báðar jólakökurnar alveg heilar. Sein- ast ætlaði Gerða að neyða hann til að fá sjer bita, en það dugði ekki. Leó lá bara kyr, og horfði mórauðu augunum sínum þreytulega út í loftið. Það var auðsjeö, að hann tók viljann fyrir verkið, en hann gat ekki jetið neitt, en lá kyr og rólegur. (Framh.) Kaupstaðardrengurinn Og sveitadrengurinn, \inu sinni var kaupstaðardrengur. -,/ Hann átti að vera í sveitinni um sumarið til að fitna. Hann var ó- sköp grannur og magur og grár í gegn, af því hann hafði drukkið svo miklu minna af mjólk en sveitabörnin. Hann stóð úti við garðinn og horfði ákindurnar semvoru að bíta. Ein kindin var hrútur með ótta- lega stórum hornum. Hann var þá að hugsa um, að það væri gaman að koma á bak hrútnum og hafa hann fyrir hest. Þá kom ofurlítill drengur til hans. Hann var stuttur og gildur, með hnöttóttar kinnan, hann gekk niðurlútur með hendurnar i huxnavösunun, og buxurnar hjengu ofan um hann; þær voru allar stagbættar og skinnbót aftan á ísetunni. Kaupstaðardreng- urinn hjelt að það gæti nú skcð, að þetta væri ekki neitt góður gestur; hann hafði lesið um Indíána í Ameríku og ræningja á Italíu, en vissi ekki hvort þeir voru í sveit- inni. Sveitadrengurinn horfði með stórum- augum á kaupstaðardrenginn og spýtti karl- mannlega út um annað munnvikið. Hann varð nú samt að snúa bakinu undan, svo- bótin á buxunum sæist ekki. „Sæll vertu", sagði sveitadrengurinn. „Kondu sæll“, sagði kaupstaðardreng- urinn. „Ert þú drengurinn úr kaupstaðnum,. sem á að vera á Uppsölum í sumar til að- fitna ?“ »Já«. »Ja, þú lítur út fyrir að þurfa þess með«„ Kaupstaðardrengurinn fór nú að virða sveitadrenginn fyrir sjer og sýndist hann nú ekki vera neitt hræðilegur. (Framh.) Le i ki r. Snjóljósker(„snjólukt“). Eigum við að búa til snjóljósker í kveld? Viðgetumgert Í)að, ef snjórinn er mjúkur og gott að hnoða íann. Við hnoðum fyrst litla snjóköggla fast saman og leggjum þá í hring. Svo setjum við annað lag af snjókögglum ofan á fyrsta lag- ið, þó má ekki þrýsta þeim fast saman, en þeir verða að liggja stöðugt. Innan í miðjan hringinn setjum við dálítinn snjó- köggul og í miðjuna á honutn gerum við holu eins og í kertastjaka og stingum ofan í hana kerti. Nú látum við hringana minka, eftir því sem upp eftir dregur, og efst er' bara dálítið op í toppinum. Svo kveykjum við á kertinu, þegar dimmt er orðið. Þá verðum við nú að gæta að okkur, að ljóskerið hrynji ekki niður. Bezt er að snúa saman dálitla pappírsræmu, binda hana á prik, kveikja svo á ræmunni og seilast með prik- ið ofan í ljóskerið til að kveykja á kertinu. Það kviknar fljótt á því, ef einhvern tíma hefir verið kvcykt á því áður. Þið getið ckki ímyndað ykkur, hvað það cr fallegt, að sjá ljósið skínagegnum ljóskerið langt út á snjó- inn. Útgefandi: Bríet Bjarnhjeðinsdóttir. Prentsmiðja Dagskrár.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/410

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.