Barnablaðið - 01.02.1900, Blaðsíða 5

Barnablaðið - 01.02.1900, Blaðsíða 5
9 löndum. En synir hans vóru honum til lítillar ánægju; þeir vóru metorðagjarnir og vanþakklátir; þeim þótti faðir sinn lifa alt of lengi og leiddist eftir dauða hans og kórónu. Þess vegna lét kóngur- inn þá alla fara í hurtu frá sér, og setti þá sem landstjóra yfir landshluta langt í burtu. Eu hann hafði að eins eftir heima hjá sér dóttur sína, sem hét Ljómalind, og honum þótti vænst um af öllu á jörð- unni, vænna en um öll auðæfi sín og alt ríki sitt. Það var nú reyndar satt, að Ljómalind var ekki persneskt nafn, og hafði aldrei áður heyrst á Persalandi, enda gátu Pers- arnir ekki nefnt það rétt. En móðir kóngsdótturinnar var líka ættuð einhvers- staðar langt norðan úr hoimi, en enginn vissi hvaðan. Hún hafði í æsku sinni verið hertekin af afríkskum víkingum, og af því að hún var svo óviðjafnanlega fögur, þá seldu þeir kónginum í Persa- landi hana. Hann hóf hana til æðstu tignar, gerði hana að drotningu sínni og elskaði hana langtum meira en hinar kon- urnar sínar. Þessi fagra drotning, sem nú var dáin, hafði kallað einkadóttursína Ljómalind, sem þýddi það, að kóngsdótt- irin væri svo fögur og hrein eins og sól- argeislarnir, þegar þeir spegla sig á vorin í blátæru uppsprettulindunum norð- ur í heimi. Það var líka satt, að fegurri og flekk- lausari vera var ekki til á þessari synd- ugu jörðu en Ljómalind kóngsdóttir. Hún var svo tíguleg og konungleg í allri framgöngu og látbragði, eins og kóngur- inn faðir hennar; vöxtinn og hjartagæzk- un# sótti hún til móður sinnar. Hún var svo hörundsbjört sem mjöllin á fjöllunum á íslandi, augun vóru svo blá og mild eins og stjörnur himinsins á tunglskins- lausu ágúst-kveldi. Hún var göfuglynd, viðkvæm og hjartagóð, og því var enginn í öllu hinu víðlenda ríki Nadirs konungs sem elskaði ekki Ljómalind kóngsdóttur, og orðstír hennar fyrir fegurð og gæzku barst út um alt Persaland. Þetta vissi gamli kóngurinn fullvel, og í hvert sinn sem hann leit á þetta eftir- lætisbarn sitt, hitnaði honum um hjarta- ræturnar. Hún var yndi hans og eftir- læti, hans sætasta augnaljós, og um hana dreymdi hann á næturnar. Húngatsefað reiði hans með einu orði síuu; henni gat hann ekki synjað neinnar bænar, þogar hún bað fyrir einhvern aumingja band- ingjann. Og þegar hann mintist sona sinna, óskaði hann að hann gæti valið dóttur sinni góðan mann, og gefið honum og börnum þeirra alt ríkið eftir sinn dag. En af því að allar mannlegar tilfinn- ingar geta orðið afvegaleiddar og synd- samlegar, þá fór einnig svo með föðurást Nadirs konungs. Hann elskaði dóttur sína ofmikið. Hún var honum miklu kærari en allar þær miljónir manna, sem hann átti að ráða yfir, en það er synd, því stjórnendurnir inega ekki setja börn sin í fyrirrúm fyrir þjóðinni. Og hann elsk- aði hana meira en Allah guð sinn.* Hann tilbað hana, en það er synd að tilbiðja dauðlega veru, og þessi syndsamloga ást leiddi yfir hann refsingu frá guði. Það var ekki unt að eiga inndælla heimili cn Ljómalind kóngsdóttir átti. — Höllin hennar var úr fegursta marmara, *) Múhanieöatrúarmenn kalla guð AUah.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/410

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.