Barnablaðið - 01.02.1900, Blaðsíða 6

Barnablaðið - 01.02.1900, Blaðsíða 6
10 sem hávaxin pálmatré skygðu yfir, og gos- bruunarnir þeyttu svalandi blátæru vatni alt í kring. Loftið angaði af ilm þús- hundruð skrautlegra rósategunda og ann- ara blóma. Sólargeislarnir brotnuðu í hailargluggunum, sem vóru úr skygðum fjalla-kristalli. Á nóttunni svaf kóngs- dóttirin á silkisvæflum, og þogar morgun- inn kom, leiddu þcrnur hcnnar hana út í garðinn, sem angaði af ilm blómanna, þar sem inndælir marmara-gosbrunnar veittu hressandi svölun með blátæra vatninu sínu og skemtu eyrum kóngsdótturinnar með Ijúfum niði. Hér átti hún heima og skemti sér með þernum sínum, ogáhver- jum morgni Jeiddu þær hana að fagur- lega úthöggvinni laug, sem öll var þakin innan með hvítasta fílabcini og skelplötu. í þessari laug, sem var full af tærasta uppsprettuvatni, böðuðu þær kóngsdóttur- ina. Á daginn óf hún stundum gullofna og silkiofna dúka mcð meyjum sínum, eða hún skemti sér við hljóðfæraslátt og ýms- ar listir og íþróttir. Ljómalind kóngsdóttir var ekki nema 12 ára, en tólf ára stúlkur í austurlönd- um eru jafnþroskaðar og 16 ára stúlkur hér norður í heimi. Það er ekki gott að lifa í ofiniklu eft- irlæti. Margir þola það elcki, og verða þá drambsamir og harðbrjósta. En Ljóma- lind kóngsdóttir varð það ekki. En henni leiddist. Hún vissi ekki af hvcrju það kom, að hún hafði ekki lcngur ncitt gaman af öllu því, sem áður hafði verið henni til ánægju. Hana langaði oft til að gráta, áu þess að vita af hverju. Loksins hélt hún, að það væri af því, að hún fcngi ekki að fara neitt út úr höllinni og skíðgarðinum sín- um. Hana langaði til að sjá mannfjöld- ann í hinni miklu borg föður hennar, í Ispahan. í næsta sinn, er faðir hennar heimsótti hana, bað hún hann þvi að leyfa sér að sjá mikla dýra-atið, sem halda átti á sextugasta fæðingardagiun hans. Af því kóngurinn gat ekki neitað henni um nokkura bæn, þá leyfði hann henni þetta. Nadir konungur var svo voldugur, að hálf Austurálfan var hrædd við hann, og slíkir kóngar eiga oft marga óvini. Eu hanu fyrírleit þá, af því að hann hafðí áður unnið sigur á þeim með sverði sínu. En einn þeirra fyrirleit hann allra mest, og lét sér því nægja að raka af honum hár og slcegg og sleppa honum svo laus- um. Það var risa-kóngurinn í Turan, stóra, hrikalcga fjallalandinu og öræfaland- inu norður af Persalandi. Þessi kóngur hét Bom-Bali. Hann hafði einu sinni, þegar hann var í víkingu norður í heimi, her- tekið lapplenzkan galdrakarl, scm hét Hirmu; hann gat brugðið sér í allra kvik- inda líki, og svo tekið aftur sína réttu mynd þegar hann vildi. Þegar nú Bom- Bali hafði fengið að vita hjá njósnar- mönnum sínum, að halda átti mikið dýra-at í Ispahan, þá kallaði hann Iiirmu fyrir sig og sagði við hann: „Yiltu lifa, hundurinn þinn?“ Hirmu svaraði: „Herra! Mætti skugg- inn þinn aldrei minka. Þú veizt, að hund- urinn þinn vill feginn Iifa“. Þá sagði Bom-Bali : „Fyrstu dagana í mánuðinum Móharrem er dýra-at í Ispa- han. Nadir konungur hefir sent mcnn til að veiða dýr á fjöllum vorum. Þú skalt nú bregða þér í tígris-ham, láta veiða þig, og ræna svo handa mér Ljóma-

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/410

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.