Alþýðublað Hafnarfjarðar - 19.12.1955, Blaðsíða 1
ALÞYÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR
XIV. ÁRGANGUR HAFNARFIRÐI, 19. DESEMBER 1955 2. TÖLUBLAÐ
Jólin eru senn komin og okkur er heilsað með
þessum orðum: GLEÐILEG JÓL. En sú spurning
gæti gjört vart við sig, hvort menn athugi, hvað
í orðum þessum íelst. Eru þessi orð eingöngu
höíð yíir aí því einu, að svo eigi að gjöra á þeim
árstíma? Nota menn þessi orð einvörðungu aí því einu, að svo haíi þeim ver-
ið kennt aí siðvenju? Þegar við lítum á hið almenna hversdagslíf síðustu dag-
ana fyrir Jólin, þá gæti sumum virzt eins og tryllingur hafi gripið menn.
Menn, konur og börn æða búð úr búð að kaupa til Jólanna. Aldrei eru aug-
lýsingar kaupmanna meiri en þá. Blöð og útvarp hagnazt þá verulega, og
kaupmennirnir hafa þá sína aðalsölu. Margir íinna til þess, að svo kunni að
vera, að aðaltilgangur Jólanna hafi fallið í gleymsku. Trúrlegur tilgangur
Jólanna virðist glataður og þau orðin heiðin veizlu og gleðihátíð. Allt snýst
'um peninga. Á heimilunum er víða eytt hinum síðasta eyri, og á öðrum
stöðum eru þeir hinir sömu peningar taldir af mikilli áfergju, en ef til vill
hka nauðsyn.
En er ástandið eins alvarlegt í þessum efnum og mörgum gæti virzt?
Það er þó einnig staðreynd, að um Jólin er einnig mikil hugsun á því að
rétta hinurh fátæka hjálparhönd. Og í blöðum og útvarpi fréttist um árangur
fjársafnana, sem oft og tíðum er ærið athyglisverður. Hins vegar fréttist seint
og síðarmeir af góðverkum þeim, sem unnin eru í kyrrþey og stundum frétt-
ist aldrei. Það má ekki líta of svörtum augum á fyrirbrigði mannlegs lífs.
Tjáning trúarinnar hefur á hverjum tíma, hverri öld, sína sérstöku mynd og
það er erfitt, ef ekki ómögulegt, fyrir samtíðarmanninn að
fella raunhæfan dóm í því tilliti.
Nú höldum við Jól á þennan hátt. Við kunnum ekki
betur. Og spurning er það, hvort árangurinn af okkar
Jólum nú á tímum verði ekki sá sami og áður forðum.
Einhverjar hlýjustu og innilegustu endurminningar okk-
ar eru frá Jólunum, er við vorum á barnsaldri. Þá störð-
um við hugfangin á alla dýrðina, sem þá var. Og í aug-
um okkar sindraði birtan af jólakertunum sem stjörnur,
er búið var að kveikja og værð og ró færðist yfir heimilið,
og þessar mýmörgu stjörnur færðu foreldrum og frænd-
um nýjan kraft og fullvissu um tilgang lífsins og hina
ósegjanlegustu gleði. Þá færðust menn nær hvor öðrum
og fundu, að þeir voru allir limir á miklum meiði.
Daglega stritar hver fyrir sig, og lífið virðist ein tog-
streita milli manna um auð og völd. En á Jólunum virð-
ast allir vera eitt og hafa eina og sömu gleði — að gleðja
börnin, kynslóðina næstu, sem er að vaxa úr grasi og
er fyrirfram ákvörðuð til að verða arftakar okkar. Og það
er þá hollt að minnast þess, að kristindómur liðinna alda
hefur verið hinn mikli og vitri kennari okkar og leitt okk-
ur til þessa marks.
Nú er kirkja og guðfræði, að því er virðist, stödd
í miklum lægingardal. Menn sækja almennt ekki kirkju.
Menn fella sig ekki að öllu leyti við þær kenningar, sem
kirkjan flytur. Hið mikla frjálsræði lútersks manns veld-
ur því, að sérhver myndar sér að nokkru eigin skoðun
á vandamálum guðfræðinnar, en eigi er þar með sagt,
oð skoðun einstaklingsins hljóti ætíð að vera rétt. En á
Jólunum sindra stjörnurnar í augum barnsins, og börnin
eru tekin aí einhverri ólýsanlegri sælukennd, rétt eins og
foreldrarnir, sem virða þau fyrir sér. Og þá kann marg-
ur að hugsa til Bethlehemsstjörnunnar forðum daga og
spyrja sig, hvort barnið í jötunni hefði eigi fæðst á nýjan
leik. Og jafnvel að þeir hugleiði orð Krists: „Leyfið börn-
unum að koma til mín, því að slíkra er Guðs ríkið".
Nú er veltan mikil og margir eru þeir, sem verða
glaðir, er þeir veita gjöfum sínum viðtöku. Og enn er
þó svo að börnin gleðjast. En þessi þjóð hefur löngum
verið stórbrotin og sett sér markið hátt og oft náð undra-
verðum árangri á ólíklegustu sviðum. En löngum hefur
það viljað við brenna, að ráðdeildarsemin hafi verið með
minna móti, þegar eitthvað hefur verið til að
spenna. Og það er ekkert, sem mælir á móti því
að ympra á, að kapp er bezt með forsjá. En vitr-
ingarnir miklu frá Austurálfum komu og færðu
hinum nýfædda konungi mannanna gull, reykelsi
og myrru. Þeir leituðu hans með ákefð, en í sölum Heródesar konungs var hann
ekki, — og stjarnan stóð yfir þeim og vísaði þeim leið unz hún staðnæmdist og
þeir fundu ungbarn, vafið reitum og liggjandi í jötu, því í gistihúsinu var ekki
rúm fyrir þau, foreldri hans. Þeir konungar, Kaspar, Melkíor og Baltasar, vitr-
ingarnir úr Austurálfum komu með hinar dýrmætustu gjafir og færðu hinum
nýfædda konungi mannanna, ungbarni í reifum og liggjandi í jötu. Þetta er
myndin, sem okkur er óljóst fyrir hugskotssjónum, er við færum börnunum gjafir.
En tjáning trúarinnar breytist með hverri öld og hverjum sið. Þegar nýir
siðir eru teknir upp, þá verður það oft og tiðum á kostnað þess, sem gamalt
er og gott.
Hvað skyldu margir hugsa, er þeir syngja sálm síra Einrs Sigurðssonar í
Eydölum: , ,
„Nottin var su agæt ein,
í allri veröld ljósið skein,
það er nú heimsins þrautar mein
að þekkja hann ei sem bæri.
Með visnasöng eg vögguna þína hræri."
Hugsa þeir þá með sjálfum sér: Yndislegur sálmur og indælt lag? Og svífa
svo á vængjum tilfinninganna inn á eitthvert þokukennt undraland, þar sem
timi og rúm er ekki til, því síður strit og mæða.
En orð síra Einars eru alvöruþrungin eins og þau eru ein-
föld og hrífandi. Sá sálmur er með þeim beztu, er við eig-
um, enda er hann orðinn vinsæll mjög eftir, að hann var
tekinn í sálmabókina, þótt seint væri.
Tjáning trúarinnar birtist okkur hér á hrífandi hátt. „Með
vísnasöng ég vögguna þina hræri," kvað sira Einar. Fyrir
okkur eru þetta andleg orð, er við höldum, að lýsi andlegri
athöfn.
Fyrir síra Einari var þetta ekki svo. Hann var að vísu
uppalinn í hinum nýja sið og tók prestvígslu nokkru eftir
líflát Jóns biskups Arasonar. Eigi að síður lifðu þá enn ýmsar
ævafornar venjur. Þá var enn til siðs, að presturinn og djákn-
inn, meðhjálparinn, höfðu ungbarn liggjandi í vöggu í kórn-
um, er Náttmessan var sungin um Jólanótt. Þá gat hinn fátæki
og fámenni söfnuður litið staðgengil konungs mannanna
írammi fyrir altari Drottins. Og presturinn veitti barninu lotn-
ingu og kærleika. Með vísnasöng. Og sín í milli hrærðu þeir
vöggu mannssonarins í lotningu og auðmýkt. Höfum það
hugfast næst, er við syngjum þennan atbragðs sálm.
Og þrátt fyrir þetta, sem er liðin saga, þá getum við í
einu og öllu tekið undir með síra Einari, er hann syngur.
„Þér gjöri eg ei rúm með grjót né tré,
gjarnan læt eg hitt í té,
vil eg mitt hjartað vaggan sé,
vertu nú hér, minn kæri.
Með vísnasöng eg vögguna þína hræri."
Jólagleði barnanna búa Kristi rúm í hjörtum okkar. Hin
skæru, saklausu og tæru ctugu barnanna kalla okkur til Drott-
ins okkar og meistara. Hinar djúpu lindir mannssálarinnar
streyma þá örar fram og tærari en ella.
Barnið í jötunni, hinn mikli Drottinn, hann kenndi okk-
ur gildi barnsins, sem nú er rótgróið í setningum og reglum
þess þjóðfélags, er við lifum í og verðum að lúta. Og barnið
í jötunni hefur kennt okkur giidi hins einstaka manns, svo
viðurkennt er, að hver maður og kona verður eigi lengur
metin til fjár, heldur er gildi þeirra óendanlegt. Og hann
kenndi okkur, að í hverjum manni býr ódauðleg sál.
Þá, er okkur er þetta ljóst, megum við sannarlega í ein-
felldni og auðmýkt heilsast og kveðjast með orðunum:
GLEÐILEG JOL, því þá birtum við hug vorn og lífsstefnu og
játumst undir merki ungbarnsins í reifum, liggjandi í jötu.
QlcÖiUg jól! M. M. L.
(jleiileq jct!
& 0
& ‘Jólaklukkur
$ Jólaklukkur kalla 45
hvellum hreim. 4?
Hljómar þessir gjalla
& um allan heim. 45
p 'ýý. Ömar þessir berast 4*
yfir stærstu höf,
$ & upp til jökulfrera, niður t dýpstu gröf. 45 $
Jólaklukkur kalla
fcp komið þér! 45 Sft
& & koma hiðja alla,
alla menn, boða jólafriðinn 4
& um flóð og láð: 45
& Friður sé með yður 4$
& og drottins náð.
Ps Jólaklukkur kalla 45
& komið þér. $
& Komið geta ei allir.
& Því er verr. 45
& Marga, marga trylla 41
myrkra tröll.
Margir fara villir 45
um eyðifjöll.
&
& Jólaklukkur kalla
{9 klökkum hreim. 45
P Kallið gleður alla.
& sem rata heim, gremur þá, er tryllc €
& hin grimmu tröll,
& grætir þá, er villast
um eyðifjöll.
Orn Amarson. 45
ih