Alþýðublað Hafnarfjarðar - 19.12.1955, Blaðsíða 4

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 19.12.1955, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR ÚTGEFANDI: Alþýðuflokkurinn í Hafimrfirði. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Eyjólfur Guðmundsson, (simi 9607). AFGREIÐSLA í ALÞÝÐUHÚSINU SÍMI 9499. PRENTSMIÐJA HAFNARFJARDAR H.F. 1 l Tólnskemmtun heldur F.U.J. á annan jóladag í Alþýðu i húsinu. \ I Félagar eru beðnir að tryggja sér miða \ í tíma. '< * \ Jólntrésfognoður Alþýðuflokksíélögin í Hafnarfirði halda \ sinn venjulega jólatrésfagnað fyrir börn þriðjudaginn 27. desember 1955. Jólatrésfagnaður fyrir eldra fólkið verð- ur fimmtudaginn 29. desember. Alþýðuflokkstélögin f,f^^f;f,f,f;f,f,f,f,f,f,f,',',f;f;f,f;f,f,f;f,',f,';f,f;',',f,f,f,f,',f,',f,f,f,',',',',f; ÁromótadAnsleikur í Alþýðuhúsinu á gamlaárskvöld. Miðapantanir í síma 9499. Tryggið ykkur miða sem fyrst. NEFNDIN fsx;f;f,f,f;f,f;';f;f;',f,',f,f;',f;';f;',f,',fs;f;';',f;',';f;',f;f,f;';','^f;'^f;f;';f;f;f; ;',','&';f;fx;f;f,',f,f,',',';f,f;f;f&',f;f,f,f,';f,',';';f,',f,f;',',f;f;';f,f;f,f;f,f,f,f Alþýðnblað 1 Haínarfjarðar Ósknr ötlum Hnfnfirðingum QLEÐTLEQRA JÓLS og gmfuríks komandi nrs. ;f;f#*;f;fX;',f;f;f;';f;',';';';';',f,',f, \ ‘•Uallgrímur Jónasson: \ Risar á alfaraleiðum Hallgrímur Jónasson kennari við Kennaraskóla fslands er löngu þjóðkunnur orðinn sem ferðamaður og fararstjóri um óbyggðir og öræfi landsins. Hinir skemmtilegu ferðaþættir hans í Ríkisútvarpinu hafa notið almennra vinsælda hlust- enda, enda lætur honum vel að lijsa stórhrotinni fegurð og tign íslenzkrar náttúru. Hann hefur víðtæka þekkingu á sögu lands og þjóðar. Manna snjallastur er hann að segja frá og skrifar kjarnmikið og fagurt mál. Eftirfarandi þáttur er birtur hér með góðfútslegu leyfi höfundar. Þeir eru tveir, hvor sínu meg- in jökla, sunnan og norðanlands. Svo ólíkir eru þeir sem mest má vera, enda líka úr fjarskildum efnum. En enga tvo hefi ég séð slíka sinnar tegundar. Þeir eru fulltrúar fyrir stórfelld náttúru- undur Islands, hvor á sinn hátt, engum líkir á svip né í áhrifum — ógleymanlegir hverjum, er séð hefir. Þessir tveir risar í ríki ís- lenzkrar náttúru eru Dettifoss í Jökulsá á Fjöllum og Lótna- gnúpur við Skeiðarársand. Einn af þrem stórsöndum, er klýfur sundur strandbyggðirn- ar sunnanlands, liggur milli Or- æfanna og Fljótsliverfisins, kenndur við ána, sem fram fell- ur um hann austanverðan og er á sumrin eitt illfærasta vatnsfall landsins. Skeiðará týnist vart úr minni þess, sem einhvern tíma hefir yfir hana farið, á hest- um eða jökli. Breidd sandsins frá austri til vesturs er ekki langt frá 50 km. Fram á hann fellur Skeiðarárjökull, milli Súlutinda að vestan og Færnistinda og Jökulfells að austan. Vestur af Súlutindum er Eystrafjall, þar sem villifé átti bækistöðvar fram um síðústu aldamót. Þá tekur Núpsáin við í löngum dal, er breikkar allmikið móts við fram- anvert Eystrafjall, en er gróður- lítill í botni, en hlíðarnar sums- staðar skógi vaxnar. Vesturhyrn- an á Skeiðarárjökli liggur vestur með Súlutindum og Eystrafjalli sunanverðu og myndar takmörk dalsins að austan á nokkrum kafla. Þaðan kemur Súla, mikið en örstutt vatnsfall og fellur þvert vestur í Núpsá. Eftir það heita árnar Núpsvötn og hafa oft verið ill yfirferðar, stundum ófær heilum sumrum saman. Suður með Núpsdalnum að vest- an liggur f jallsrani hár og bratt- ur, sem gengur fram sandinn. Fremsti hluti hans er Lómagnúp- ur. Við hlíðarrætur núpsins eru Vötnin. Vestan undir honum valllendisbrekkur og djúpur fleyglaga gróðurkriki milli hans og brúna Núpsstaðarheiðarinnar, en þá sandurinn framundan. Núpurinn rís líkt og stöpull út á sandinn. Hamraveggirnir eru svartir, lóðréttir og víða eins og heflaðir séu. Framan að Lóma- gnúp, Jr. e. að sunnan, rísa að rót- um hans neðst, grænar vall- lendisbrekkur, þá taka við skrið- ur upp að hömrunum. Þar ofan við er stallur um framhlið núps- ins, er liggur nær um þvert berg- ið, skáhallur, allbreiður. Ofan við hann rísa hamraflugin þráðbein upp til efstu brúnar og svo fer- lega tröllsleg, að ekki verður lýst. Hátt á sjöunda hundrað metra yfir sléttum sandi gnæfa hamra- rið núpsins. Ekkert annað einstakt fjall á landinu rís svo bratt, hnarreist og hátt af sléttlendi. Austan úr Öræfum blasir hann sýnum yfir Skeiðarárjökul, lengst vestan af Mýrdalssandi ber hann við him- in, ofar öllum öðrum núpum og málum sýslunnar. Þegar komið er austan Skeið- arársand blasir austurhlið hans við, fer smáhækkandi eftir Jrví sem nær dregur. Þessi mikli hamraþurs er stífður að framan, regingildur og drottnar yfir um- hverfinu svo ótvírætt sem verða má. Óhemjan lúmska, Súla, er leggur Núpsána undir sig fyrir- hafnarlaust, leynist við rætur hans, bunga sandsins hylur vötn- in, þar til rétt er að þeim komið. Þau geta hlaupið fram, bylt sér um sandflæmið eftir geðþótta, rutt niður jakabáknum, teppt öll- um óvængjuðum för um áhrifa- svæði sitt. En á bergjötninum mikla vinna þau ekkert. Honum hagga þau aldrei úr stað. Hin trylltu ofsaflóð ná einungis að sleikja fótskör hans. Eftir hans legu verða þau að marka sér rásir og stefnu, auðmjúk og einkis megandi, Joar sem veldi hans er fyrir. Ferðamenn, er koma austan úr Öræfum, á venjulegast í grasbrekkunum sunnan í Núpsstaðahlíðinni. Þeir koma ef til vill stoltir yfir sjálf- um sér og hestunum upp úr Núpsvötnum, sem stundum eru nær ófær. En undir Lómagnúpi fer allt mikillæti út í veður og vind. Maður er eins og smáögn ein undir þessum beirgbrún- um, nær lóðréttum og 668 m. liá- um á fremstu brún. Maður star- ir upp til hins svarta risa, allur á valdi þessa gnæfandi bákns. Og þó er hann stórfenglegastur frá suðvestur horninu séð. Þar ná hamraflugin lengst niður. Þar eru þau beinust, hæst og njóta sín bezt við eggsléttar valllendis- grundir, er liggja alla leið heim að Núpsstaðabænum. Suðvestur brúnin rís upp hvöss og bein og svipar henni til stöpuls eins og undir einhverja himna brú, sem aldrei hefir verið lögð. Fyrir æva löngu síðan hefir hrunið bergfilla úr Lómagnúp að suðvestan langt fram á slétt- lendið. Liggja reiðgöturnar úr Núpsstaðahlíðum drjúgan sveig suðvestur á sandinn, fram með ruðningum, þar til greið leið fæst gegn um fremsta tang- ann, upp á grundirnar austán við Núpstaðabæinn. Mér er í minni hve hestarnir hafa oft verið ofsaviljugir, er komið var upp úr ísköldu jökul- vatninu, eftir svalk og sull og inn á eggsléttar vallendisgrund- irnar. Og ég man ekki síður hve gott var að njóta gestrisnishlýj- unnar á Núpsstað,, eftir volkið á sandinum í misjöfnum veðrum. Betri og gætnari fylgdarmenn í viðsjálum vötnum get ég vart hugsað mér en þá Fljótshverf- inga, sem ég hefi kynnst á þess- um leiðum. Það er gott að á und- ir Lómagnúp. Allur hversdags- leiki eins og strýkst af manni. Gesturinn gengur jötninum á hönd, dregst undir áhrifavald hans, miklast stærð hans, trölls- svipurinn, sem þó er stórum meir merktur fegurð en lýtum, gefst þessu háa himingnæfandi valdi á hönd, finnur um leið að hann kann sjálfur að vera brot af þessu bergi, að í sjálfum hon- um leynist einhver hulinn mátt- ( Framhald á bls. 6) LÓMAGNÚPUR. „í állri sinni droftnandi tign blasir hann við þér, ferðamaður, verðugur fuUtrúi íslenzkrar fjallanáttúru — ógleymanlegur þeim, er hann hafa séð.“

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.