Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 16.05.1962, Blaðsíða 6

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 16.05.1962, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Guðjón Ingólfsson, 5. maðurinn á lista Alþýðuflokksins, maðurinn í baráttusætinn, segir: „Eg mun vinna eins og ég frekast get að hagsmunamálum verka- manna og sjómanna“ Þær kosningar sem nú fara í hönd, hljóta að snúast að mestu um það, hvaða frambjóðendum kjósendur treysta bezt að sjá borgið atvinnumálum byggða- lagsins. Stefnuskrá Alþýðuflokksins er skýr og ákveðinn hvað þetta snertir. Þar er tekið skýrt fram, að Alþýðuflokkurinn muni leggja áherzlu á að tryggja hrá- efni til vinnslu og auka fjöl- breytni í fisk- og síldariðnaði. Að forgöngu Alþýðuflokks- ins hefur þegar verið hafin síld- arreyking og gefur hún góða raun. Ennfremur er fyrirhugað að taka upp síldarsöltun og súr- síldarvinnslu, sem hvarvetna hefur aukið atvinnulíf þar sem hún hefur verið framkvæmd. Til þess að koma þessum iðn- aði í það horf að f járhags- og at- vinnulegt öryggi sé tryggt, leggj- um við frambjóðendur Alþýðu- flokksins tik að tekin verði upp vélbátaútgerð á vegum Bæjar- útgerðarinnar og að keyptir verði nokkrir 120—150 tonna bátar, sem hægt er að gera út á síld eða þorskanet eftir því sem hentar hverju sinni. Aukið atvinnulíf og fjöl- breytni í framleiðslustörfum er svo veigamikið atriði fyrir okk- ur verkamenn og konur að um það verður ekki deilt. Eg hef undanfarna mánuði verið að leita í Hamri, blaði Sjálfstæðismanna að tillögum um atvinnuaukningu eða fjöl- breytni í framleiðslustörfum til hagsbóta verkalýðnum, en hvergi getað fundið neitt um það, enda ekki við því að bú- ast, því skrif þessa blaðs hafa einkennst af ósæmilegum dylgj- um um þá menn, sem hafa far- ið með útgerðar- og atvinnumál bæjarins. Með vaxandi útgerð og aukn- um fiskiðnaði vex þörfin fyrir aukið athafnasvæði við höfnina. Þeirri þörf mun Alþýðuflokkur- inn mæta með áframhaldandi stækkun hafnarbakkans, einnig með smíði smábátabryggju °g er undirbúningur að þeirri fram- kvæmd nú á lokastigi. Einnig má benda á, að úthlutað hefur Vel heppnuð árshátíð sókn Árshátíð Alþýðuflokksfélag- anna í Hafnarfirði var bæði fjöl- sótt og vel heppnuð. Þótt hús- ið væri troðfullt skemmtu menn sér vel. Emil Jónsson og Stefán Júlíusson töluðu stutt mál en snjallt, Guðmundur Jónsson söng og Róbert og Rúrik skemmtu. Kaffi og kökur voru veittar af mikilli rausn og að lokum var stiginn dans. Eins og áður segir skemmti fólk sér hið bezta og í samræðum manna í milli kom greinilega í ljós mik- ill áhugi á að gera sigur A-list- ans, sem mestan í komandi kosningum. Það er annars almennt viður- kennt af þeim sem bezt til þekkja í bænum, að sókn Al- þýðuflokksins fari vaxandi með hverjum degi sem líður, þannig að hver dagur færir Alþýðu- flokkinn nær hreinum meiri- hluta í bæjarstjórn Hafnarfjarð- ar. Bingró-kvöld h|á Hanknm Knattspyrnufélagið Haukar hefur ákveðið að efna til bingó- kvölds í Hafnarfjarðarbíói föstudaginn 18. maí n. k. kl. 9 síðd. Þarna verða margir ágæt- ir viningar svo sem sófasett, armbandsúr,, saumakassi, mál- verk, stólar, barnaborð, kristals- lampi, springdýna o. fl. Forsala aðgöngumiða er í Ásbúð, Vest- urgötu 4. Fimm Alþýðu- flokksmenn í bæjarstjórn X í stuttu máli Á SUMARDAGINN FYRSTA lék Lúðrasveit Hafnarfjarðar fyrir bæjarbúa í Bæjarbíói, Á efnisskránni voru mörg létt og skemmtileg lög, sem sveitin lék af mikilli smekk- vísi, enda skemmtu áheyrendur sér hið bezta og lét fögnuð sinn í Ijósi hvað eftir annað með áköfu lófataki. Þeir, sem þarna voru, munu úreiðanlega ekki láta sig vanta á næstu hljómleika lúðra- sveitarinnar. SÝNING Á HANDAVINNU OG TEIKNING- UM nemenda Flensborgarskólans var fjölsótt og vakti athygli þeirra, sem skoðuðu hana. Varð mörgum hugsað til þess, að það eru ekki svo lítil verðmæti, sem nemendur skapa þarna með vinnu sinni. Sýningin var bæði nemendum og kennurum til sóma. 1 DAG KLUKKAN 5.30 mun lúðrasveit drengja frá Akureyri halda Jújómleika hér í Bæjarbíói. Það er alltaf gaman að fá góðar heimsóknir í bæinn sinn og Hafnfirðingar ættu að leggja leið sína í Bæjarbíó kl. 5,30 og hlusta á drengina spila. NÝLEGA ER AFSTAÐIÐ afmælismót Hauka í handknattleik og fór það fram á Hálogalandi. Úrslit urðu þau, að F.H. sigraði Fram í hörkuspennandi úrslitaleik með 9 mörk- um gegn 8. — Þá var aukaleikur í kvennaflokki milli F.H. og Fram og lika þar fór F.H. með sigur af hólmi. Allur hagnaðgur af mót- inu rann til styrktar einum leikmanni Hauka, sem slasaðist á íslandsmótinu í vetur. Haukum var mikill sómi að þessu móti. Guríjón Ingólfsson verið mjög myndarlegu athafna- svæði á Oseyrartúni. Ég hef hér að framan rætt við ykkur lesendur góðir um nokkur atriði stefnuskrár Al- þýðuflokksins er lýtur að at- vinnumálunum. Okkur Alþýðuflokksmönnum (Framhald á bls. 5) Tfoftldið rreðst ó $®lvm?g og Bœjnvbíó Síðastliðinn sunnudag gerir Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði mann út af örkinni og lætur hann í Morgunblaðinu vega að tveimur óskabörnum Hafnfirðinga, Bæjarbíói og Sólvangi. Þetta kom Hafnfirðingum mjög á óvart, en þegar þeir fóru að hugleiða málið betur rifjaðist upp fyrir þeim: Sólvangur og Bæjarbíó eru bæjarstofnanir, sem Hafnfirðingar eru stolt- ir af. Sólvangur veitir sjúkum hjúkrun og gömlum aðhlynningu og umönn- un að loknum löngum starfsdegi. Bæjarbíó hefur jafnan veitt Sólvangi beinan fjárhagsstuðning, t. d. nú a sjö ára tímabili eina milljón fjögur hundruð og þrjátíu þúsund krónur. Þá hefur Bæjarbíó verið fullkomnasti samkomustaður og menningarstöð bæjarbúa, þar sem liin ýmsu félagssamtök hafa haft greiðan aðgang að. Sjálfstæðismenn hafa litið þessar stofnanir illu auga frá upphafi. Þeir voru á móti stofnun Bæjarbíós, og þeir hafa á ýmsum tímum gert margvís- legar tilraunir, til þess að ófrægja þessar stofnanir, eins og þeir hafa fram- ast haft kjark til. Nú jnjkir hafnfirzkum Sjálfstæðismönnum hins vegar ekki á það hætt- andi að ráðast sjálfir í málgagni sínu hér á þessar stofnanir. Þess vegna er fenginn skriffinnur úr Reykjavík að láni, til þess að vinna þetta verk fyrir hafnfirzka Sjálfstæðismenn. Hafnfirðingar þekkja gjörla starfsemi Sólvangs og Bæjarbíós og kunna fyllilega að meta þær stofnanir að verðleikum. Það er þess vegna sérstaklega athyglisvert fyrir Hafnfirðinga að fá nú enn á ný staðfest, hvern hug Sjálfstæðismenn bera til þessarra menningar- og líknarstofnanna. 3»3*9»3*3»3*3*3*3»3í3*9*3*9*3*3*9*3*3*3*3*3*3*3*9*3»9*3»3»3*3*3*3*3*3*3»33*3*3*3»3»9»3*3*3»3*3»3*3»3»3*3*3»3*3*3*9*30»3*3»3*3»3*9r3»3*3*3e3»3*3»3 Fimm Alþýðuflokksmenn í Hreinn meirihluti

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.