Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 16.05.1962, Blaðsíða 2

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 16.05.1962, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR j ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR j Útgefandi: / ALÞÝÐUFLOKKURINN í HAFNARFIRÐI / Ritstjóri og ábyrgSarmaSur: / HÖRÐUR ZÓPHANÍASSON ÍAfgreiðsla t Alþýðuhúsinu, sími 50499 PRENTSMIÐJA HAFNARFJARÐAR H.F. Sjálfstæðisílokkurinn í næst síðasta Alþýðublaði Hafnarfjarðar var lögð prófraun fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Hafnarfirði, sjö spurningar, sem Hamri var falið að svara fyrir Sjálf- stæðisflokkinn. Enn er autt blað hjá Sjálfstæðisflokkn- um. Hann vill ekki svara þessum spurningum, svo að kjósendur geti áttað sig betur á stefnu flokksins. En autt blað er líka svar fyrir kjósendur. Með þögn sinni samþykkir Sjálfstæðisflokkurinn, að hann ætli að selja einstökum gæðingum sínum meira og minna af eignum og fasteignum bæjarins, ef hann fær aðstöðu til. Sjálfstæðisflokkurinn samþykkir líka með þögn sinni, að hann telur vinnubrögð sín í málefnum Bæjarútgerð- arinnar röng og að Fiskiðjuverið og aðrar eignir Bæjar- útgerðárinnar eru í hættu fyrir ágirnd íhaldsgæðinganna, ef Sjálfstæðisflokkurinn fær þar einhverju að ráða. Sjálfstæðisflokkurinn segir okkur með þögn sinni í Hamri um Bæjarbíp, að þar sé góður biti, sem einhverj- um íhaldsgæðingum þætti ekki ónýtt að hremma, og Morgunblaðið skundar á vettvang, því til írekari stað- festu. Sjálfstæðisflokkurinn lýsir yfir með þögn sinni, að hann sé reiðubúinn að reyna að endurtaka leikinn með hlutabréfin í Lýsi og Mjöl og setja annars staðar hlið- ef Sjálfstæðisflokkurinn fær þar einhverju að ráða. Sjálfstæðisflokkurinn segir með þögn sinni, að hann geti ekki viðurkennt það álit Alþýðuflokksins, að ekki sé sjálfsagt að lúta boði og banni Reykjavíkurvaldsins í stóru og smáu. Sjálfstæðisflokkurinn lýsir því yfir með þögn sinni, að hann hafi skipt um skoðun um bílastyrkina, eftir að hann frétti um bílastyrk Páls V. Daníelssonar. Og síðast, en ekki sízt, hefur Sjálfstæðisflokkurinn með þögn sinni í prófinu undirstrikað það, að hann hefur enga stefnu í íþróttahúsmálinu og er áhugalaus um málið. Þetta er í stórum dráttum það, sem hið auða prófblað Hamars segir okkur. Hins vegar er enn tími fyrir Hamar að leysa prófverkefni sitt betur af hendi fyrir kosningar, en hann ætti að vera minnugur þess að autt blað er hafn- firzkum kjósendum augljóst svar. Og þeir munu svara sunnudaginn 27. maí á þann eina hátt sem verðugt er: Fimm Alþýðuflokksmeiiii í bæjarstjórn Hainarlj arðar Hrcinn meirihluii Alþýðuflokksins % Á að leigja íhaldsgæðingum Fiskiðfuverið? 0 Á að láta Bæfarbíó í hendur einstaklinga fyrir lítið verð? 0 Á að láta Reykvíkinga ráða því, sem þeir vilja ráða hér í Hafnarfirði? 0 Ef ekki, þá er öruggasta leiðin til þess að koma í veg fyrir það að kfósa A-listann. Þessi mijnd er 'frá handavinnusýningu drengjanna t Flensborg. Eins og hér má sjá voru þar margir eigulegir munir. Hagsmuna bæjaríns gætt (Framhald af bls. 1) réttmæti kröfuupphæðctrinnar, og hvort þessar innheimtuaðferðir Árna Grétars Finnssonar stæðust reglur Lögmanna- félags íslands. 5. Hinn 10. þ. m. lagði lögfræðingur bæj- arins niðurstöður athuganna sinna fram á bæjarráðsfundi. Þar taldi hann að umrædd reikningsupphæð væri órökstudd og tölulega röng, og þess vegna hefði verið bæði rétt og skylt af bæjarstjóra að neita að greiða reikn- inginn að svo stöddu, þegar reikning- urinn var sýndur. Með þessar staðreyndir í huga liggur það alveg ljóst fyrir í þessu máli, að reikningurinn var tölulega rangur og bæjarstjóri því í fyllsta rétti að neita greiðslu á reikningnum þegar hann kom hinn 2. maí, án þess áður að ganga úr skugga um réttmæti hans. Bæjarráð var samþykkt þessari ákvörðun bæjarstjóra. Augljóst er, að kröfuhafinn hefur þá þegar snúið sér til Árna Grétars Finns- sonar og óskað eftir innheimtu hans, og að Árni Grétar Finnsson hefur tafarlaust skrifað hið einstæða innheimtubréf sitt á bæjarstjóð og krafizt fyrir það ritlauna að upphæð kr. 7.140.00. Ætla verður að lög- fræðingurinn hafi spurt umbjóðanda sinn um ástæður fyrir neitun bæjarstjóra á greiðslu umrædds reiknings og fengið um það réttar upplýsingar. Hér hefur því Árni Grétar Finnsson á einstæðan hátt ráðizt að bæjarsjóði með svo óheyrilegar fjárkröfur, að ekki var annað hægt fyrir ábyrg bæjaryfirvöld, sem gæta vilja hagsmuna bæjarins, en að leita úrskurðar réttra aðila um rétt- mæti þessara innheimtuaðferða. Þess vegna hefur bæjarráð ákveðið að leita umsagnar stjórnar Lögmannafélags ís- lands um hina fruntalegu innheimtuað- ferðir Árna Grétars Finnssonar, sem hann beitir gegn bæjarfyrirtækjum. Jafnframt hefur honum verið tilkynnt, að ekki komi til mála að greiða honum „ritlaun" þau kr. 7.140.00, sem hann hefur krafizt, nema að undangengnum úrskurði stjórnar Lög- mannafélagsins um réttmæti þeirra. Meiri hluti bæjarráðs hefur gert það eitt í þessu máli, sem honum bar að gera til þess að verjast röngum og óbil- gjörnum fjárkröfum á sameicþi bæjar- búa, — bæjarsjóð. Þær aðgerðir bæjar- yfirvaldanna miðast við það eitt að gæta hagsmuna bæjarins gegn ófyrirleitnum fjárplógsmönnum. Slík viðbrögð af bæjar- ins hálfu til þess að verja hagsmuni Hafnarfjarðar kalla Sjálfstæðismenn „at- vinnuofsóknir". Þannig er umhyggja Sjálf- stæðisflokksins fyrir fjárhag bæjarins, þegar á reynir. Hitt er svo annað mál og athyglisvert fyrir kjósendur, að Árni Grétar Finnsson skipar fimmta sætið á lista Sjálfstæðis- flokksins hér í væntanlegum bæjarstjórn- arkosningum. Skyldi hann, sem ræðst að bæjarsjóði með svo óheyrilegar og ein- stæðar fjárkröfur, vera líklegur til þess að gæta hagsmuna bæjarins? Eða skyldu félagar hans í Sjálfstæðisflokknum, sem verja þetta framferði hans gagnvart bæj- arsjóði, vera líklegir til þess að standa trúan vörð í framtíðinni um hagsmuni Hafnarfjarðarbæjar? Þessu svari hver fyrir sig.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.