Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 16.05.1962, Blaðsíða 1

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 16.05.1962, Blaðsíða 1
Jafnaðarstefnan er stefna •alþýðunnar. ALÞYDUBLAÐ AJþýðublað Hafnarfjarðar kemur nsést út miðvikudaginn 23. maí n. k. IHIAJFNAdRt IFJJAJRUD)/2*JR1 XXI. ÁRGANGUR HAFNARFIRÐI, 16. MAÍ 1962 10. TÖLUBLAÐ Yöxtur Haínarf|arðar sýnir traust fólksins til stjórnenda bæjarins - Framsýni og fyrirhyggja í skipulagsmálum Fólksflutningur til Hafnarfjarðar hefur á undanförnum árum verið til- tölulega meiri en til flestra annarra kaupstaða. Atvinnufyrirtæki frá ná- lægum byggðarlögum hafa sótt eftir aðstöðu fyrir starfsemi sína hér í bæ. Hvoru tveggja þetta sýnir, að Hafnarfjörður er byggðarlag, sem hefur upp a margt að bjóða og laðar að sér fólk og fyrirtæki. Það sýnir líka að stjórn bæjarins er með þeim hætti, sem vekur traust fólksins. Hluti af verkum stúlknanna ú hinni mijndarlegu liandavinnusýningu í Flenshorgarskólanum. Hin öra uppbygging bæjar- ins hefur í för með sér ýmis vandamál. Eitt þessara vanda- mála eru skipulagsmál. Þau eru í eðli sínu slík, að þau verða ekki leyst nema á löngum tíma og með mikilli vinnu. Skipu- lagsmálin þarf því að vinna af mikilli kostgæfni og fyrirhyggju. Alþýðuflokkurinn hefur sýnt fullan skilning á þessum mál- um. Hann héfur á undariföm- um árum beitt sér fyrir því, að unnið hefur verið að lausn hinna margvíslegu þátta iskipu- lagsmálanna. Fjölgun atvinnufyrirtækja í bænum hefur haft í för með sér, að iðnaðarlóðum á Flatahrauni er nú öllum ráðstafað. Sama máli gegnir um lóðir fyrir fisk- vinnslufyrirtæki á Oseyrartúni. Og hin mikla eftirspum eftir lóðum fyrir ýmiskonar iðnrekst- ur heldur áfram. Þess vegna hefur verið unnið að skipu- lagningu svæða fyrir ný iðnfyr- irtæki. Þess vegna er nú verið að skipuleggja svæðið sunnan Hvaleyrarholts og annað svæði norðanvert við Reykjanesbraut, sem ný iðnaðarhverfi. Jafnframt hefur verið unnið að skipulagningu nýrra íbúða- hverfa t. d. í Vesturbænum vestan Norðurbrautar og skipu- lagi íbúðarhverfa norðan Arn- arhrauns er nýlega lokið og það endanlega samþykkt. Hinn öri vöxtur bæjarins hef- ur skapað algerlega ný viðhorf í skipulagi Miðbæjarins. Nú- gildandi skipulag Miðbæjarins er frá 1933. Það liggur því í augum uppi, að nauðsyn bar til að endurskoða það skipulag. En það er erfitt verk og vandasamt. Þess vegna var ákveðið að efna til hugmyndasamkeppni um skipulag Miðbæjarins á sl. ári, til þess að tryggja beztu fáan- legu sérfræðinga á þessu sviði, til þess að finna bezta og hag- kvæmasta skipulagið á Mið- bænum, og gera hann þannig að þeirri bæjarprýði, sem hann á að vera. Niðurstöður þessarar hug- myndasamkeppni liggja nú fyr- (Framhald á hls. 5) Aðgerðir til varnar hagsmunum bæjarins kalla Sjálfstæðismenn „atvinnuofsóknir“ Einstæðar fjárkröfur S' Arna G. Finnssonar á hendur bæjarsjóði í síðasta Hamri er risafyrirsögn, þar sem Alþýðuflokkurinn er sakaður um „atvinnu- ofsóknir" gegn Árna G. Finnssyni lögfræð- ingi, fimmta manni á lista Sjálfstæðisflokks- ins í Hafnarfirði. Tilefni þessarra æsiskrifa eru ábyrg og sjálfsögð viðbrögð bæjarins, til þess að verjast óbilgjörnum fjárkröfum og eindæma innheimtuaðferðum, sem Árni G. Finnsson beitir gegn Hafnarfjarðarbæ. Þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur kos- ið að gera þetta mál að opinberu blaða- máli af lítilli hlífð við frambjóðanda sinn, Árna Grétar, þá kalla þeir líka fram stað- reyndirnar í málinu, en þær eru þessar: 1. Árni Grétar Finnsson skrifaði bæjarsjóði bréf hinn 4. maí síðastliðinn og krafðist greiðslu á reikningi fyrir hönd umbjóðanda síns, auk kr. 7.140.00 þóknunar sér til handa. Til þess að greiða þetta hvoru tveggja gaf hann viku frest, en hótaði málsókn að öðrum kosti. 2. Umræddur reikningur er dagsettur 30. apríl sl. og kom í pósti á bæjarskrifstofurnar 2. maí, tveim- ur dögum áður en Árni Grétar Finnsson ritar inn- heimtubréf sitt. Á þessum tveimur dögum hefur því heildarupphæðin, sem bærinn var krafinn um í þessu tilfelli hækkað um kr. 7.140.00 kr. og voru það innheimtulaun, sem hinn „dugmikli" lög- fræðingur, Árni Grétar Finnsson krafðist sér til handa. 3. Á þessum tveimur dögum var ekki nægilegt svig- rúm til þess að kanna réttmæti reikningsins, en raunar var strax ljóst, að hann var tölulega rangur. 4. Á fundi bæjarráðs hinn 7. maí sl. ákvað meirihluti bæjarráðs að fela lögfræðingi bæjarins að kanna (Framhald á bls. 2)

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.