Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 26.05.1962, Blaðsíða 2

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 26.05.1962, Blaðsíða 2
W; ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR ALÞYÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Útgefandi: ALÞÝÐUFLOKKURINN í HÁFNARFIRÐI Ritstjóri og ábyrgSarmaSur: HÖRÐUR ZÓPHANÍASSON AfgreiSsla í AlþýSuhúsinu, sími 50499 PRENTSMIDJA HAFNARFJARDAN H.F. heilla fyrir Hafnarfförð Hér una yngstu Hafnfirð- ingarnir sér vel á leikvell- inum. Alþýðuflokkurinn vill fjölga leikvöllum bæjarins og jafnframt koma upp gæzluleíkvelli, þar sem mæður gætu komið born- um sínum í örugga gæzlu, ef þær þurfa að bregða sér að heiman stundar- korn. r • ;xT I Þetta vill Alþýðuflokkurinn Alþýðuflokkurinn vill áframlialdandi þróun í hafnarmál- unum og nefnir þar til smíði smábátabryggju, vöruskemmur, verbúðir, og að viðlegu- og afgreiðslupláss íiskiskipa verði aukið og bætt. * ★ * Alþýðuflokkurinn vill vinna að eflingu Bæjarútgerðar- innar, tryggja henni nægilegt hráefni og auka á fjölbreytni í nýtingu sjávarafurða. * ★ * Alþýðuflokkurinn vill efla hafnfirzkan iðnað með því að stuðla að því, að nýjar iðngreinir rísi hér upp, t. d. ýmiss konar fiskiðnaður og stálskipastöð. * ★ * Alþýðuflokkurinn vill, að rannsóknum á jarðhitasvæðinu í Krýsuvík verði hraðað, leitað að jarðhita nær bænum, og að hagsmunir bæjarins vegna auðlinda hans séu tryggðir. * ★ * Alþýðuflokkurinn vill trausta og örugga fjármálastjórn bæjarins, er styðjist við 4 ára framkvæmdaáætlun Hafnar- fjarðarbæjar. * ★ * Alþýðuflokkurinn vill leggja áherzlu á varanlega gatna- gerð í bænum og lagningu gangstétta. * ★ * Alþýðuflokkurinn vill, að bænum sé tryggð fullkomin verkfræðileg þjónusta, og að byggingarfulltrúi verði ráðinn * ★ * Alþýðuflokkurinn vill efla og auka þjónustu Sólvangs við bæjarbúa og stuðla að byggingu lítilla leiguíbúða fyrir gamalt fólk. * ★ * Alþýðuflokkurinn vill styðja rekstur orlofsheimilis hafn- firzkra kvenna, svo og stuðla að því að haldin verði nám- skeið í bænum í hagnýtum efnum fyrir húsmæður. * ★ * Alþýðuflokkurinn vill leitast við að lækka byggingakostn- að hér á landi, með hagkvæmari vinnubrögðum í byggingar- ingariðnaði. * ★ ;!; Alþýðuflokkurinn vill vinna að aukinni strætisvagnaþjón- ustu innanbæjar. * ★ * Alþýðuflokkurinn vill leggja áherzlu á byggingarfram- kvæmdir skólanna, fyrst verði gerðar 4 kennslustofur fyrir Flensborgarskóla og síðan tafarlaust 8 kennslustofur við Öldutúns skólann. * ★ * Alþýðuflokkurinn vill koma á Námsflokkum Hafnarfjarð- ar og einnig að athugaðir verði möguleikar á að reka tækni- skóla hér í bænum. * ★ * Alþýðuflokkurinn vill hraða byggingarframkvæmdum nýju íþrótta- og æskulýðshallarinnar, og einnig vill hann vinna að því, að hafnfirzkir íþróttamenn eignist myndarlegan íþróttaleikvang. * ★ * Alþýðuflokkurinn vill auka starfsemi æskulýðsráðs og leggur áherzlu á að skapa yngstu borgurunum góð skilyrði til vaxtar og þroska. * ★ * Alþýðuflokkurinn vill koma upp gæzluleikvelli, fjölga öðr- um leikvöllum, styðja rekstur dagheimilisins, styrkja Glaum- bæ, efla vinnuskólann í Krýsuvík, taka upp vinnuskóla fyrir stúlkur. Alþýðuflokkurinn vill leita eftir samvinnu við Kópavog og Keflavík um byggingu upptökuheimila stúlkna og drengja. * ★ * Alþýðuflokkurinn vill efla og létta störf barnaverndar- nefndar, m. a. með ráðningu sérstaks félagsmála- og barna- verndarfulltrúa. Alþýðuflokkurinn vill, að skipulögð verði ný íbúðar- og iðnaðarhverfi, ásamt ríflegu athafnasvæði fyrir fiskvinnslu og fiskiðnað. í stuttu máli vill Alþýðuflokkurinn vinna að öllu því, sem Hafnarfirði verður til hagsældar. Það vill fólkið líka. Þess vegna er A-listinn — listi velunnara Hafnarfjarðar . X A Fólkfð velnr málefni Alþýðuflokk§in§ X A

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.