Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 26.05.1962, Blaðsíða 5

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 26.05.1962, Blaðsíða 5
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 5 Ávni Qunolmjgssoo bæjnrfuUttrúi; VARNAÐARORÐ Árni Gunnlaugsson Þegar ég læt nú af setu í bæj arstjórn Hafnarfjarðar,, vil ég ekki láta hjá líða í tilefni kosn inganna á rnorgun að flytja ykk- ur, Hafnfirðingar, eftirfarandi varnaðarorð: Sjálfstæðisflokkurinn í Hafn- arfirði gerir nú ofsalega aðför að bænum okkar. Það er höfuð nauðsyn að hindra, að sú að- för hans takizt. Þá skoðun mína byggi ég fyrst og fremst á því, að reynslan af þessum flokki í sögu bæjarmála Hafnarfjarðar er slík, að hún getur engan hvatt til að veita honum lið. Sjálf- stæðisflokksdeildin í Hafnar- firði virðist eitt furðulegasta fyr- irbæri íhaldsins á íslandi, að ekki sé meira sagt. Hin neikvæða andstaða full- trúa Sjálfstæðisflokksins í bæj- arstjórn til málefna fólksins, fyrr og síðar, er ekki til þess fallin, að þeim sé falin forsjá bæjarmálanna. Þeir eru ekki traustsins verðir. A því kjörtímabili, sem ég hef setið í bæjarstjórn, h'efur það komið fyrir oftar en einu sinni við afgreiðslu mála, að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa látið hagsmuni sérgæðinga sinna ráða meir í afstöðu til mála en hagsmuni heildarinn- ar. Velferð bæjarfélagsins væri í stórháska stefnt, ef ráðandi yrði í sölum bæjarstjórnar það fjár málasiðgæðí og hugarfar gagn vart meðferð fjármála- og gæzlu almannaeigna, sem helztu for- ingjar Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði sýndu í máli bæjar- ins gegn Lýsi.og. Mjql hf. Það á að vera víti til ævarandi varn- aðar. Þessa dagana sækir harð- snúin stormsveit Sjálfstæðis- manna með ofurkappi að bæj- arfélaginu og stofnunum þess með miður heiðarlegum vopn- um. Hugsandi fólk í Hafnar- firði verður að bregðast til sam- stöðu í vörninni fyrir hagsmun- um heildarinnar. Eg heiti á þig, réttsýni, góði samborgari, að standa með hagsmunum bæjarfélagsins, og veita Alþýðuflokknum þitt braut argengi í kosningunum á morg- un, til meirihlutasigurs. Urslit- in um örlög Hafnarfjarðar geta oltið á þínu atkvæði. Síðasta hálmstráið Það hefur löngum verið liátt- ur þeirra Sjálfstæðismanna hér í bæ að grípa til Bjarna Snæ- björnssonar, þegar verzt hefur horft fyrir þeim í kosningum. Þess vegna birtist Bjarni nú enn einu sinni í síðasta Hamri með gömlu langlokuna um hafnar- málið og fleira. Þessari langloku Fólkið þekkir Þórð Ég varð satt að segja furðu lostinn, þegar ég las níðklausu Hamars um Þórð Þórðarson. Ég hélt þó, að menn þekktu Þórð svo vel, að ekki þýddi að núa honum óheiðarléika um nasir. Og Þórður þekkir hag fólksins og veit vel, hvar skórinn krepp- ir. Sjálfur missti hann föður sinn kornungur, fór fljótt að vinna fyrir sér og kynntist bar- áttu og striti vinnandi fólks frá barnæsku. Þau rúm 30 ár, sem hann hefur verið búsettur hér í bæ, hefur hann tekið mikinn þátt í verkalýðsfélögunum og margs konar félagsstarfi, og alls staðar hefur hann verið metinn fyrir óeigingirni og drengskap. Ég vona, að Þórði endist lengi líf og lieilsa til að leggja þeim lið, sem minna mega sín, hann þekkir flestum betur líf þeirra og þarfir Ég veit, að fólkið kýs Þórð. Verkamaður. Hgfús Nig:urð§§on, fimmtiigrui* Einn af mætustu borgurum þessa bæjarfélags, Vigfús Sig- urðsson byggingarmeistari, varð fimmtugur sl. þriðjudag. Vigfús hefur átt heima hér í bæ síðan á námsárum sínum og tekið virkan og farsælan þátt í upp- byggingu atvinnulífsins í bæn- um. Hann hefur tekið mikinn þátt í félagsmálum sféttar Sinn- ar og á m. a. sæti í skólanefnd Iðnskólans. Vigfús er traustur máður í öllum störfum og nýt- ur mikils álits hjá Öllum, sem hafa kynnzt honum ög starfs- háttum hans. Alþýðublað Hafnarfjarðar sendir honum beztu heillaóskir í tilefni afmælisins og vonar að Hafnarfjörður eigi um langa Vigfús Sigurðsso'n framtíð eftir að njóta góðs störfum þessa ágæta borgara. af Bara fjög’ui* ár gætu orðið fförráð bæ|arin§ Matthías Á. Mathiesen flutti landsföðurlega ræðu í útvarpsumræðunum. Það, sem helzt sat eftir í hugum fólks af orðum hans var: „Ég hef hugleitt þessi mál mjög mikið“. Enginn þurfti þó að efast um það. En bón bankastjórans til bæjarbúa um það að géfa íhaldinu tækifæri til að stjóma í fjögur ár og skipta þá um áftur er of bamaleg til að blekkja fólk. Á fjómm árum gæti íhaldið unnið hagsmunum fólksins í bæn- um óbætanlegt tjón og það vill enginn, sem vill bænum sínum vel, eiga á hættu. Hinu má svo bæta við, að ekki hefur Matthías mikla trú á stjórn Sjálfstæðisflokks- ins, því að hann sagði, að auðvelt væri að skipta svo aftur um stjórn að þessum 4 árum liðnum. En fólkið vill ekki að íhaldið spilli eignum og hags- munum bæjarins, og telur að beiðni bankastjórans sé bæn- um of dýr, og kýs því A-list- ann. ; hefur svo oft verið svarað áður, að óþarft er að gera það hér. Það liefur aldrei dugað íhald- inu í bæjarstjórnarkosningum að láta Bjarna vitna á síðustu stundu, enda málflutningurinn vægast sagt hæpinn. Enn mun þetta hálmstrá íhaldsins bregð- ast. Svona er það í Reykjavík: Tugir þúsunda fyrir hverja lóð Atkvæðin 166 Síðast þegar kosið var liér í bæ fyrir Hafnarfjörð sem sérstakt kjördæmi, hlaut Framsóknarflokkurinn 166 at- kvæði, sumarið 1959. Til að fá mann kosinn í bæjarstjórn nú, yrði Fram- sókn að tvöfalda þetta fylgi sitt. Alls engar raunhæfar lík- ur benda til, að svo verði. Sannir íhaldsandstæðingar í Framsókn mega þvi ekki hætta á að ónýta mátt kjörseðilsins með því að kjósa Framsóknarflokkinn í Hafnarfirði. Hér í Hafnarfirði stendur orrustan milli Alþýðuflokks- ins og Sjálfstæðisflokksins. I þeirri orrustu má enginn, sem styður hagsmuni heildarinnar, standa hjá. t>vt bcr hvcrfum (rfálslyndum kfós- anda í “Mafnartirði að kiósa A-lisíann. Frjálslyndur. ■: Sjálfstæðismenn hampa því mjög, að opinber gjöld séu hærri í Hafnarfirði en Reykjavík. Þetta er langt frá öllum sanni, ef öll kurl koma til grafar. Ýmis fast- eignagjöld og önnur svipuð gjöld eru miklu hærri í Reykjavík en hér. Af íbúðarhúsum er enginn íbúðaskattur í Hafnarfirði, en húseigendur verða að borga hann af íbúðum sínum í Reykja- vík, og þá leigjendur auðvitað líka. Gleggsta dæmið um meiri álög- ur í Reykjavík er þó hið svo- nefnda GATNAGERÐARGJALD, sem ekki þekkist í Hafnarfirði. Það er fólgið í því, að sá, sem ætlar að byggja sér hús verður að borga fyrir lóðina, eða áður en bygging hefst, tugi þúsunda. Þetta mætti vel kallast LÓÐA- SALA. Ef þetta gjald væri í Hafnar- firði, þyrfti t. d. hver húsbyggj- andi á Hvaleyrarholti, eða í öðr- um nýhverfum að greiða frá 25— 50 þúsund kr. til bæjarins, eftir stærð húsanna, þegar lóð væri unnin. Þetta kallar íhaldið í Hafnar- firði engin gjöld. Hvers vegna? Af því að þau eru í Reykjavík, þar er allt miklu betra í þeirra augum! : :■ :■ • • Oruggasta kosningin gegn íhaldinu er að kjósa A-listann

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.