Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 27.10.1962, Side 2

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 27.10.1962, Side 2
2 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR \ Útgefandi: ( ) ALÞÝÐUFLOKKURINN í HAFNARFIRÐI ) ) Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ) / HÖRÐUR ZÓPHANÍASSON > ( Afgreiðsla t Alþýðuhúsinu, sími 50499 } / PRENTSMIDJA HAFNARFJARÐAR H.F. / Dæmi, §em talar isíiiii máli Árið 1955 var háð ein af hörðustu kaupdeilum hér á landi. Verkfall stóð þá í rúmar 6 vikur hjá þeim, sem lengst voru í verkfalli, og varð æ víðtækara með hverj- um degi sem leið. Allir sáu, að í hreint óefni var komið. Skipaðir höfðu verið þrír menn í sáttanefnd, en hnút- urinn virtist vera torleystur, ef ekki óleysanlegur. Það var því ekki lítill vandi lagður á herðar þessara þriggja manna, sem skipaðir voru í sáttanefndina. Einn þess- ara manna var Emil Jónsson. Og það var ekki í fyrsta skipti, sem Emil Jónsson var kallaður, þegar sérstakan vanda bar að höndum íslenzku þjóðarinnar, og ekki síðasta skiptið heldur. Og Emil reyndist vandanum vax- inn. Hann kom fram með hugmyndina að atvinnuleys- istryggingunum sem hugsanlega lausn í þessari kjara- deilu. Á hana gátu báðir aðilar fallizt, og átti hún stærsta þáttinn í lausninni á þessari langvinnu og hörðu kjara- deilu. Nú eru liðin 7 ár frá þessum atburðum, og hvert ár hefur staðfest, hve vel og viturlega var ráðið, þegar atvinnuleysistryggingar voru gerðar að veruleika. Á þessu tímabili hefur að vísu aldrei komið til atvinnu- leysis. En um sl. áramót voru sjóðir atvinnuleysistrygg- inganna orðnir yfir 300 milljónir króna. Emil Jónsson viðhafði þau orð um atvinnuleysistryggingasjóðinn í upp- hafi, að heitasta ósk sín væri sú, að úr honum þyrfti ekki að greiða bætur til atvinnulausra manna, heldur kæmi hann í veg fyrir atvinnuleysi með því að efla uppbygg- ingu atvinnuveganna. Og það er einmitt það, sem hefur gerzt. Mikill hluti þessara 300 milljóna hefur verið lán- aður til ýmissa þýðingarmikilla framkvæmda fyrir þjóð- arheildina. Stór hluti hefur verið lánaður til sjávarút- vegsins til uppbyggingar frystihúsa og fiskvinnslustöðva. Einn hlutinn hefur verið lánaður til hafnargerða víðs vegar á landinu. Einn hlutinn hefur verið lánaður til uppbyggingar og eflingar iðnaðarins. Og einn hlutinn hefur verið lánaður beint og óbeint til lánakerfis Hús- næðismálastjórnar. Nú á þessu ári munu verða lánaðar rúmar 20 milljónir króna til Húsnæðismálastjórnar og munu þess vegna ýmsir húsbyggjendur hafa fengið eða fá úrlausn bráðlega, sem þeir hefðu ekki getað fengið, ef atvinnuleysistryggingasjóðurinn hefði ekki verið til. Þannig hafa atvinnuleysistryggingarnar greitt götu hús- byggjenda, stuðlað að uppbyggingu sjávarútvegsins, eflt iðnaðinn, flýtt fyrir hafnarbótum, stuðlað að aukinni atvinnu til sjós og lands, orðið þjóðinni til hamingju og heilla. Þetta er einungis eitt dæmi, sem talar sínu máli. Og þannig eru verk Emils Jónssonar. Þess vegna hyllum við Emil Jónsson í dag, þökkum honum unnin störf til*hagsbóta fyrir land og lýð, óskum honum og fjölskyldu hans gæfu og gengis og væntum þess, að Alþýðuflokkurinn og þjóðin öll fái að njóta starfskrafta hans um langa framtíð. Bílskúrihnrðarjárn nýkomin Skipasmíðastöðin Dröín h.f. il Jónison sextugur til lestrar. Hann hefur fijlgzt vel með í verk- fræðilegum efnum. Hann hefur lesið mjög mik- ið um þjóðfélagsmál hér á landi og erlendis, bæði um fræðikenningar og framkvæmdir. Hann er einnig vel að sér í íslenzkum bók- menntum og íslenzkri sögu. Þegar svo bætist við hin mikla retjrísla, sem hann hefur aflað ) sér með störfum sínum, mikil umgengnislipurð og lifandi greind úsamt sterkum persónuleika, lætur það að líkum, að ekki getur skemmtilegri mann í viðræðum en Emil Jónsson, Hefur hann og eignazt marga góða kunningja og persónu- lega vini víða um land, en hann er hverjum manni trygghjndari, þar sem liann tekur því, hvort sem er við menn eða málefni. Emil Jórisson kvæntist 7. október 1925 Guð- finnu Sigurðardóttur frá Kolsholti í Flóa. Hún er mæt kona og mtjndarleg lmsmóðir, sem jafn- an hefur látið sér mjög umhugað um heimili þeirra, eirís og þeir vita bezt, sem þar eru kunnugir. Þau hafa eignazt sex börn, sem öll eru uppkotnin, fjögur búsett í Hafnarfirði, eitt í Ret/kjavík og eitt erlendis. Eru þau öll nýtir borgarar í sínu bæjarfélagi. Hér hefur verið stiklað mjög á stóru um störf Emils Jónssonar og fám orðum einum farið um hann sjálfan persónulega. Nægir jbað þeim til upprifjunar, sem 'sjálfir hafa starfað með Emil eða kynnzt honum og störfum hans á annan hátt. Þess er jafnframt vænzt, að liinum, 'sem ókunnugri eru, megi verða það Ijóst af lestri þessarar greinar, að það er ekkert undr- unarefni, að í dag hugsar mikill fjöldi manna til Emils Jónssonar með hlýju, þakklæti og virð- ingu, ekki einungis í Hafnarfirði, heldur og hvarvetna á landinu, og bera einnig fram þær árnaðaróskir honum til handa, en það eru jafn- framt árnaðaróskir til þeirra sjálfra og þjóðar- innar í lieild: að starfskraftar Emils Jónssonar megi endast sem bezt og lengst. Ólafur Þ. Kristjánsson. ARÐIIR 50% VIB ENDIIRHÝJIIN ■yyyyyyyyyyyyyyyyyyyyyyyyyyyyyyyyy^yy^ 7//////////////7>m iiúit tfýf.WJmM yyyyyítfZyyyyfyyyé^yyyyyy^^yyyyyyyy. y///////////////A w/f////////////////y Wú'Wk^^tiiiifuuímíi n BRUNATRYGGING TRYGGING GEGN ÁBYRGDARTRYGGING SLYSATRYGGING TRYGGING GEGN PJÓF- JNNANSTOKKSMUNA VATNSTJÓNI HÚSMÓÐUR NADI OG INNBROTI HEIMILISTRYGGINGAR •jjj|| BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS Nýir skilmálar - Óbreytt iðgjöld Nkrifsfofan í Ilafnarliröi Ntrandgöta — Sínii 51103 (Framhald af bls. 1) ræðumaður. Það hefur verið á orði haft, hve skýrt og greinilega hann liefur stundum gert grein ftjrir ísl. ástæðum og viðhorfum á fund- um, sem hann hefur setið hér eða erlendis með margra þjóða mönnum, og mætti þar til nefna verkfræðingaþing og norræna þingmannafundi. Það veldur, að skilningur hans er óvenjulega skarpur og hugsunarferillinn rökréttur, auk þess sem hann ræðir aldrei mál, nema hann hafi áð- ur aflað sér á þeim staðgóðrar þekkingar. Hefur sá, er þessar línur ritar, engum manni kynnzt, sem hefur verið jafnfljótur og Emil Jónsson að átta sig til hlítar á viðfangsefnum, sem fyrir hann hafa verið lögð, og draga álijktanir af þeim. Það orð hefur komizt á Emil Jónsson, að hann sé laginn og lipur samningamaður, þegar hann vill það við hafa. Hann hefur reynzt mjög ýtinn fyrir sinn málstað við samningaborðið, en þó skilningsgóður á sjónarmið annarra, og fjarri er það hugsunarhætti lians að láta smá- muni standa í vegi ftjrir sktjnsamlegum heildar- niðurstöðum. Einnig hefur hann stundum leijst rammhertan deiluhnút með einföldu snjallræði. Mun mörgum vera ríkt í minni verkfallið mikla 1955, er tillaga lians um stofnun atvinnuleysis- tn/ggingasjóðs varð til þess að greiða úr miklu þjóðfélagslegu vandamáli, en sjóðurinn er nú orðinn um 300 milljón krónur að stærð og er ávaxtaður í lánum til hafnargerða og annarra framkvæmda til atvinnutryggingar, og einmitt þessa dagana er Emil Jónsson að ganga frá stóru láni úr þessum sjóði til þess að efla og auðvelda byggingu verkamannabústaða. Emil Jónsson reyndist afkastamikill við nám á yngri árum, og hann hefur verið afkastamikill starfsmaður alla tíð. Fer þar saman eljusemi, hvass skilningur og liagnýt vinnubrögð. Er það undrunarefni, hve miklu hann liefur stundum komið í verk. Þó hefur hann ætíð gefið sér tíma

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.