Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 27.10.1962, Side 3

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 27.10.1962, Side 3
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 3 Bókasafnið 40 ára (Framliald af bls. 4) skólinn þá fluttur í nýja liúsið við Lækinn. Safnið var í gamla barnaskólanum til ársins 1937. Arið eftir fluttist það í rúmgott húsnæði á efri hæð austurálmu nýja Flensborgarskólans á Hamrinum og opnaði þar 8. okt. um haustið. I þessu húsnæði var safnið um tuttugu ára skeið, eða til ársins 1957. A árunum 1956—58 var reist nýtt bókasafnshús við Mjósund, og á hálfrar aldar afmæli Hafn arfjarðarkaupstaðar, 1. júm 1958, tók safnið til starfa í eigin húsakynnum. Meðan bókasafnið var til húsa i gamla barnaskólanum, var það aðeins opið til útlána. Fyrst var það opið einu sinni í viku, síð- ar tvisvar, og eftir 1928 þrisvar í viku, 2 tíma í senn. En þegar það fluttist í Flensborg var allri starfsemi þess gjörbreytt, enda húsrými nóg. Var það nú opið að vetrinum allan síðari hluta dags á virkum dögum og einnig þrjú kvöld í viku, bæði til útlána og eins lestrarsalur. Safnið var lokað yfir sumarmánuðina. Þeg- ar Flensborgarskólinn þurfti oieð árunum meira húsnæði, dróst starfsemi safnsins aftur saman. Safnið hafði lesstofu fyrir börn í barnaskólanum í noklcur ar eftir 1950. Bækur liafa oft verið lánaðar til skipa. Útlána- deild er nú starfrækt á Elli- og hjúkrunarheimilinu Sólvangi. bæjar. og héraðsbókasafn Ný lög um almenningsbóka- söfn voru samþykkt á Alþingi árið 1955. Reglugerð var sett arið eftir. Samkvæmt lögum og reglugerð skal bókasafnið í Hafnarfirði heita Bæjar- og hér- aðsbókasafnið í Hafnarfirði, og skulu 2 hreppar í Gullbringu- sýslu, Garðahreppur og Bessa- staðahreppur,, vera aðilar að safninu. Samkvæmt þessum lög- Um hefur bókafulltrúi ríkisins rimsjón með öllum bókasöfnum landsins. Hefur hann frá upp- hafi verið Guðmundur Gíslason »c$e»c«c*cæíe*c»c»c<c«e»c«c«ctc«e»c«c*e»c«c*cíe*c*e«e*c«c<c»c«eæíc«c»c«e«e»e^cíe«c»c«c*cíc<c<e«e«e*c*c*c*e»c*c«c*e»c*c«e»e*c*c«e»c«c$c*cíe*c«c«i Hagalín. Samvinna við hann hefur verið með ágætum. I bókasafnsstjórn skulu vera 5 menn, 4 kosnir af bæjarstjórn, en 1 tilnefndur af sýslunefnd. Bókasafnsstjórn var kosin á fundi bæjarstjórnar vorið 1956, og tók hún við af bókasafns- nefnd. VÖXTUR OG VIÐGANGUR Bókasafnið hefur verið í ör- um vexti frá upphafi til þessa dags. Mest hefur það þó vaxið síðustu árin. Margt merkra bóka er til í safninu, og eru margar þeirra að sjálfsögðu ekki lán- aðar út. Sérstakt geymslulier- bergi er fullt af bókum, sem teknar hafa verið frá. Veglegar gjafir hafa safninu borizt á síðustu árum. Vinabær Hafnarfjarðar í Danmörku, Frederiksberg, gaf safninu fyrir nokkrum árum hátt á annað hundrað bindi í prýðilegu bindi. Er þetta merkt safn danskra bókmennta. Vinabær Hafnarfjarðar í Svíþjóð, Upp- sala, hefur nýlega sent safninu um 100 bindi, hina ágætustu gjöf- Hið merkasta í sögu safnsins hin síðari ár er viðtaka gjafar þeirra hjóna Guðlaugar Péturs- dóttur og Friðriks Bjarnasonar tónskálds. Árið 1960 arfleiddu þau hjón Hafnarfjarðarbæ að miklu af eignum sínum, og er í arfleiðsluskránni mælt svo fyrir, að bækur þeirra skuli geymdar í bókasafninu. Þetta eru um 2000 bindi, mest bækur um tón- list, nótur og músikblöð. Nokkr- ir góðir munir fylgdu bókunum. Er þetta hið merkasta safn, sumt ófáanlegt annars staðar, og í rauninni ómetanlegt. Þetta skal samkvæmt gjafabréfi verða grundvöllur að músikdeild inn- an safnsins, en áður hafði kom- ið fram hugmynd um slíka sér- deild. Bókum þeirra lijóna, myndum og munum, hefur nú verið komið fyrir í námsstofu safnsins, þar til betra húsnæði verður fyrir hendi. Hafnfirðingar! Munum framvegis hafa til sölu einangfrnnarplast í öllum þykktum og stcinnll í pokum og plötum. Skipasmíðastöðin Dröfn h.f. Nýkomið Tréte*, Darðtex og Börpaplötar Skipasmíðastöðin Dröfn h.f. Erum að fá: ÞAKJÁRN og alls konar þilplötur svo sem ALPEX-hörpupIötur TRÉTEX og MASONIT DVERGlJlt H.F. •c*c*c»cae»e»cíe*c*cac*c»c#cae»e»cuc»e*e<e<c»c»c»cte»cue«e»c»e*e»c*c»cue«»c»c*e*c»c«e*e»c»e»c*c»c$cue<c»cuc*e»cte»c«c»e<e»eíeíc<cíc»e*e<e»cacue»e» Merkilegt brautryðj- endastarf í Tóulistar- skóla Hafnarfjarðar (Framhald af bls. 4) tónlistarsmekkur og skilningur örvast. Alþýðublað Hafnarfjarð- ar óskar skólanum til hamingju með þessa nýbreytni og væntir þess, að margir ungir Hafn- firðingar eigi eftir að njóta góðs af henni. Áður en Tónlistarskóli Hafn- arfjarðar hóf starfsemi sína, lét hann gera mjög smekklegan bækling urn fyrirhugaða starf- semi sína og bera út í öll hús í bænum. Eru bæjarbúar skól- anum þakklátir fyrir þá þjón- ustu. Skólagjöldum er mjög í hóf stillt, enda nýtur skólinn nokkurs opinbers styrkjar, og er líklegt að ríkið auki styrk sinn til skólans verulega. Til þess að auka möguleika barnmargra heimila að gefa börnum sínum kost á tónlistarnámi, hefur skól- inn veit afslátt á skólagjöldum, ef tveir nemendur eða fleiri frá sama heimili stunda nám í skól- anum. Þannig fá t. d. tveir nem- endur frá sama heimili 20% af- slátt. Ráðgert er að formleg og há- tíðleg skólasetning Tónlistar skóla Hafnarfjarðar fari fram í byrjun næsta mánaðar. Munu þá m. a. kennarar skólans leika ýmis tónverk, bæði einleik og samleik. Þá hefur einnig verið ráðgert, að skólinn gangist fyrir nokkr um almennum tónleikum í vet- ur, þar sem kennarar skólans ásamt öðrum tónlistarmönnum kynna alþýðlega tónlist. Alþýðnílokkisfélag: HafnarfJ&rðar heldur aðalfund þriðjudaginn 30. þ. m. kl. 8,30 í Alþýðuhúsinu. FUNDAREFNI: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosnir fulltrúar á flokksþing. 3. Onnur mál. Félagar fjölmennið. Stjórnin. Höfum tekið að oss söluumboð fyrir Hafnarfjörð á Nnper- Nilicone, Tatnsverjn Eykur vatnsþol steinsteypu og tiés, undir málningu og yfir húðaða veggi. Skipasmíðastöðin Dröfn h.f. Ávallt fyrirliggjandi fúavarnarefnin Woodliff ogr Rentokil Skipasmíðastöðin Dröfn h.f. Harðplast á borð og veggi í ýmsum litum. Skipasmíðastöðin Dröfn h.f. Sé ■íialiiiiiisriii framleidd þá fæst hún í Skipasmíðastöðin Dröfn h.f.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.