Morgunblaðið - 03.08.1960, Side 5
MWvlfeudagur 3. ágðst 1960
Tuonnijyr r 4ðið
5
Þessa dagana dvelst hér á
landi hollenzk kona, sem er
doktor og prófessor í norræn-
um málum og forn-íslenzku
við háskólann í Amsterdam.
Nafn hennar er Fetronella
Maria Boer-den Hoed. Á sín-
um tíma skrifaði hún doktors-
ritgerð um Hemingsrímur,
sem gefin var út í Haarlem
1928. — Blaðið átti stutt við-
tal við frúna vegna komu
hennar hingað, og fer hér á
eftir útdrátlur úr því.
— Er töluverður áhugi ríkj-
andi meðal hollenzkra stúd-
enta á íslenzkum bókmennt-
um?
— Kannske ekki sérlega
mikill. Þó eru Gunnar Gunn-
arsson og Halldór Laxness
eitthvað lesnir. Annars hefur
kennsla mín beinzt að fornbók
menntunum, svo að ég get
ekkert fullyrt um það. Ég hef
kennt fornan framburð, en eft-
ir dvöl mína hér hef ég huga
á að taka upp kennslu í nútíma
málinu. Ég hef einnig kennt
dönsku og sænsku, og hjá nem
endum í þeim málum er áber-
andi, að þeir vilja helzt kynn-
ast nútíma bókmenntum, svo
sem skáldskap „femtiotalist-
anna“ sænsku. Fornmálið ís-
lenzka er nú kennt við fjóra
háskóla í Hollandi, Amster-
dam, Utrecht, Groningen og
Leiden. Á öllum þessum stöð-
um er ungt fólk, sem áhuga
hefur á íslenzku. í fyrra stofn-
uðum við Ieshring áhuga-
manna, sem kom saman hálfs-
mánaðarlega í Utrecht. Þar
lásum við íslenzku blöðin,
lærðum málfræði og hiustuð-
um á kennsluplötur (Lingua-
phone). Einnig lögðum við
stund á textalestur.
—Er þetta i fyrsta skipti,
sem þér komið til fslands?
—Já, það hefur ekki orðið
af því fvrr, þótt mig hafi lengi
langað til þess. Hér hefur
margt komið mér mjög á ó-
vart, t.d. íslenzk náttúra. And-
stæðurnar eru svo undarlegar
í landslaginu, annars vegar
yndislegir, grænir og mjúkir
litir, en hins vegar dimmir lit-
ir hárra og skuggalegra hamra
borga og óhugnanlegra eld-
fjalla. Nú skil ég vel orð
Gunnars, þegar hann sneri aft-
ur. — Þessi ferð hefur opnað
augu mín fyrir mörgu i sam-
bandi við ísland og sögu þess.
Áður hafði ég lesið og lesið
ár eftir ár um ísland og íbúa
þess, en nú fyrst get ég notið
þess að fullu. Ég tel bráðnauð-
synlegt, að skipulagðar verði
hingað ferðalög hollenzkra
stúdenta, sem áhuga hafa á ís-
lenzkum fræðium. Slikar ferð-
ir eru ómetanlegar, eins og
fyrri reynsla sannar, en því
miður hafa þær lagzt niður. í
sumar stóð til að slik ferð yrði
farin ,en því miður mistókst
það af einhverjum ástæðum.
— Hvernig hefur yður geng
ið að gera yður skiljanlega á
íslenzku?
— Ég hef því miður enga
æfingu haft áður í að tala ís-
lenzku, svo að hér hef ég að
mestu struðzt við dönsku, og
það hefur gengið ágætlega. Ég
skil íslenzku, ef hún er töluð
hægt og greinilega, en íslend-
ingar virðast mér flestir tala
óvenju hratt. Málið er mun
fegurra i framburði ,en ég
hafði búizt við, lifandi og
kraftmikið. Annars hlýtur öll-
um að ganga vel að gera sig
skiljanlega við íslendinga, þvi
að þeir eru svo hjálpsamir og
gestrisnir og leggja sig í líma
við að geta orðið útlendingum
að liði. Það er mín reynsla a.
m.k.
t0~0 0 0 0 0 0 *0000 0+00* 0:0.0 0 0 0i0c0 0.'00,0. 0.0^0,0f0s0i0i0i0-0 0:0\
Árnað heilla
Sjötug er í dag Lovísa Jóns-
dóttir, húsfreyja í Hrisey. Hún er
gift Áskeli Þorkelssyni og hafa
þau hjónin búið í Hrisey á fimmta
áratug. Vinir frú Lovísu senda
henni beztu árnaðaróskir í tilefni
dagsins.
Sextíu ára er í dag Alfons
Hannesson, Holtagerði 10, Kópa-
vogi.
Laugardaginn 23. júlí sl. voru
gefin saman í hjónaband af sr.
Óskarj J. Þorlákssyni, ungfrú
Guðrún Theódóra Sigurðardóttir,
•tud. psych., Blönduhlíð 7, og Ól-
afur S. Stephensen, stud. med.,
Leifsgötu 20.
Opinberað hafa trúlofun sína
ungfrú Heiða Björnsdóttir, verzl-
unarmær, Kleppsveg 6 og Stefán
Kristjánsson, skrifstofumaður,
Tunguveg 7.
Sl. sunnudag voru gefin saman
1 hjónaband af sr. Sigurjóni Þ.
Árnasyni, ungfrú Auðlín Hannes-
dóttir, Bólstaðahlíð 33, Reykjavík
og Ólafur Vigfússon verzlunar-
maður, Vitastíg 6A, Hafnarfirði.
l*á eymdir stríða á sorgfullt sinn
og svipur mótgangs um vanga ríöa,
|>á baki vendir þér veröldin,
i vellyst brosir að þínum kvíða,
þenk allt er hnöttótt og hverfast lætur,
sá hló í dag, sem á morgun grætur,
allt jafnar sig.
t>á eymdir stríða á sorgfulJt sinn.
Sigurður Pétursson:
Flugfélag íslands hf.: — Hrímfaxi
fer til Glasgow og Khafnar kl. 8 í dag.
Kemur aftur kl. 22:30 í kvöld. Fer til
Glasgow og Khafnar kl. 8 í fyrramálið.
Sólfaxi fer til Oslóar, Khafnar og Ham
borgar kl. 8.30 í dag. Kemur aftur kl.
4 í nótt. Fer til Lundúna kl. 10 1 fyrra-
málið.
Innanlandsflug: I dag til Akureyrar,
Egiláfetaða, Hellu, Hornafjarðar, Húsa-
víkur, Isafjarðar, Siglufjarðar og Vest-
mannaeyja. A morgun til Akureyrar,
Egilsstaða, Isafjarðar, Kópaskers, Pat-
reksfjarðar, Vestmannaeyja, Þórshafn-
ar.
H.f. Eimskipafélag íslands. Dettifoss
er á leið til Hamborgar. Fjallfoss, Goða
foss eru í Rvík. Gullfoss er á leið til
Khafnar. Lagarfoss er á leið til Rvíkur.
Reykjafoss er á leið til Riga. Selfoss er
á leið til New York. Tröllafoss er í
Gdynia. Tungufoss er á leið til Lyse-
kil.
Skipadeild SÍS.: Hvassafell er í
Kolding. Arnarfell er í Swansea. Jök-
ulfell losar á Austfjörðum. Dísarfell
losar á Austfjarðahöfnum. Litlafell er
á Akranesi. Helgafell er í Rvík. Hamra
fell er á leið til Islands.
Eimskipafélag Reykjavíkur hf.: —
Katia er í Rostock. Askja er í Frakk-
landi.
Skipaútgerð ríkisins: — Hekla kemur
árdegis í dag. Esja er á leið til Rvíkur
að austan. Herðubreið er í Rvfk. Skjald
breið fer frá Rvík á hádegi í dag vest-
ur um land til Akureyrar. Þyrill er
á leið til Rvíkur. Herjólfur fer frá
Rvík í kvöld til Vestmannaeyja.
Hafskip hf.: — Laxá fór frá Siglu-
firði 28. f.m. til Kaupmannahafnar.
H.f. Jöklar: — Langjökuíl er á leið
til Akureyrar. Vatnajökull er í Stral-
sund.
Pennavinir
Skozkur piltur, 19 ára, hefur áhuga
á að komast í bréfasamband við ís-
lenzkan ungling. Ahugamál hans eru
frímerkjasöfnun o. fl. Skrifar á ensku.
Nafn og heimilisfang er:
Kenneth Thomson, 55 Strathmore
Street, Bndyend, PERTH, Scotland.
Sænsk stúlka 17 ára, vill skrifast á
við íslenzka stúlku. Skrifar á ensku.
Nafn og heimilisfang er:
Ulla Westersund, Fack 36, Grebbe-
stad, Ðohuslán, Sweden.
Læknar fjarverandi
Bergsveinn Olafsson til 1. sept. —
Staðg.: Ulfar Þórðarson.
Bergþór Smári, fjarv. 24. júní til 5.
ágúst. Staðg.: Arni Guðmundsson.
Bjarni Jónsson óákv. tíma. Staðg.:
Björn Þórðarson, Frakkastíg 6A, sími
22664, viðt. kl. 5—6 e.h. nema laugard.
Bjarni Snæbjörnsson 2—3 vikur. —
Staðg.: Kristján Jóhannesson. Lækn-
ingastofan Kirkjuveg 4 verður opin
eins og venjulega.
Björgvin Finnsson frá 25. júlí tll 22
ágúst. Staðg.: Arni Guðmundsson.
Björn Guðbrandsson til 16. ágúst.
Staðg.: Guðm. Benediktsson.
Brynjólfur Dagsson, héraðslæknir i
Kópavogi frá 1.—20 ág. Staðg.: Gisli
Olafsson, er til viðtals í Kópavogs-
apóteki frá 1—2, nema mánudaga.
Daníel Fjelsted um óákv. tíma. —
Staðg.: Gísli Olafsson.
Dr. Friðrik Einarsson fjárv. ágústm.
Friðrik Björnsson, óákv. Staðg.: Ey-
þór Gunnarsson.
Guðm. Eyjólfsson til 16. sept. Staðg.
Erlingur Þorsteinsson.
Gunnar Benjamínsson til 8. sept.
Staðg.: Jónas Sveinsson.
Gunnar Cortes til 8. ágúst. Staðg.:
Kristinn Björnsson.
Grímur Magnússon til 22. ág. Staðg.:
sími 10-2-69 kl. 5—6.
Halldór Hansen til 31. ágúst. Staðg.:
Karl S. Jónasson.
Hulda Sveinsson frá 29. júlí til 7.
sept. Staðg.: Magnús Þorsteinsson,
sími 1-97-67.
Karl Jónsson til 31. ágúst. Staðg.:
Jón Hjaltalín Gunnlaugsson.
Jóhannes Björnsson frá 23. júlí til
20. ágúst. Staðg.: Emil Als, Hverfisg.
50. viðtalt. 1,30—2,30 sími 15730.
Kjartan R. Guðmundsson frá 18. júli
í 1—2 vikur. Staðg.: Olafur Jóhanns-
son.
Kristján Hannesson 19. júlí til 15.
ágúst. Staðg.: Kristján Þorvarðsson.
Magnús Olafsson til 16. ágúst. Staðg.:
Emil Als.
Oddur Olafsson 4. júlí til 5. ágúst.
Staðg. er Arni Guðmundsson.
Olafur Helgason til 7. ágúst. Staðg.:
Karl S. Jónasson.
Olafur Jónsson frá 23. júlí til 8.
ágúst. Staðg.: Tryggvi Þorsteinsson.
Olafur Tryggvason til 27. ágúst. —
Staðg.: Halldór Arinbjarnar (ekki húð
sjúkdómasérfræðingur).
Olafur Þorsteinsson ágústmánuð. —
Staðg.: Stefán Olafsson.
Páll Sigurðsson yngri fjarv. til 7.
ágúst. Staðg. er Emil Als, Hverfisg. 50.
Richard Thors verður fjarverandi til
8. ágúst.
Sigurður S. Magnússon fjarv. um
óákv. tima. Staðg.: Tryggvi Þorsteins-
son.
Skúli Thoroddsen til 8. ágúst. Staðg.
Guðm. Benjamínsson (heimilislæknir)
Guðm. Björnsson (augnlæknir).
Stefán Björnsson, óákv. Staðg.:
Magnús Þorsteinsson, sími: 1-97-67.
Sveinn Pétursson til 8. ágúst. Staðg.:
Kristján Sveinsson.
Tómas Jónasson til 9. ágúst. Staðg.:
Guðjón Guðnason.
Valtýr Bjarnason um óákv. tíma.
Victor Gestsson til 22. ágúst. Staðg.:
Eyþór Gunnarsson.
Staðg.: Tryggvi Þor.vteinsson.
Söfnin
Arbæjarsafn: Opið daglega nema
mán-udaga kl. 2—6 e.h.
Minjasafn Reykjavíkurbæjar Skúla-
túni 2. Opið daglega kl. 2—4 e.h. nema
mánudag.
Listasafn Einars Jónssonar, Hnit-
björgum, er opið daglega frá kl. 1.30
til 3.30.
Þjóðminjasafnið: — Opið sunnudaga
kl. 1—4, þriðjudaga, fimmtudaga og
laugardaga kl. 1—3.
Náttúrugripasafnið: — Opið á sunnu-
dögum kl. 13:30—15, og þriðjudögum
og fimmtudögum kl. 14—15.
Ámokstur
Ýtuskófla til leigu. Uppl.
í síma 16194 og 12299.
Jaðar
börnin frá -Jaðri verða við
Góðtemplarahúsið kl. 3
í dag.
Strauvél til sölu
Notuð Armstrong-strauvél
til söiu. Uppl. í sima 22998.
Hjálparmótorhjól
Panni, model ’58 til sölu.
Til sýnis að Hlíðarvegi 11,
Kópavogi til nk. laugard.
Tilb. óskast send þangað
merkt: P-58.
Vanti yður kodda
þá litið fyrst á Rest Bezt
koddann í Haraldarbúð.
Gamla verðið.
Svefnsófi
tvöfaldur og Skrifborð til
sölu á tækifærisverði. —
Gnoðavogur 42 IV. hæð h.
Blár Pedig'ree
barnavagn til sölu. Vel með
farin skermkerra óskast.
Uppl. í síma 50899.
Iðnaðarhúsnæði
óskast, fyrir léttan iðnað.
Uppl. í síma 24912.
Húsráðendur
okkur vantar 2ja herb.
íbúð í Hafnarfirði. Ytri-
Njarðvík eða Keflavík. Vin
samlegast hringið í síma
10382
Verzlunarhúsnæði
á góðum stað í vesturbæn-
um til leigu nú þegar. Þeir
.sem óska uppl. leggi nöfn
sín inn á afgr. Mbl. merkt
„Verzlunarhúsnæði 3894“
fyrir 8. ágúst.
2ja til 3ja herh.
óskast. — Sími 1-19-44.
Húsráðendur
Okkur vantar 2ja herb.
íbúð. Fyrirframgreiðsla ef
óskað er. Vinsamlegast
hringið í síma 22694 miiii
kl. 3 og 7 i dag.
Vil kaupa bíl
4ra—5 manna eða sendi-
ferðabíl. Útb. 15 þús. Tilb.
greini teg., árg. og greiðslu
skilmála sendis Mbl. merkt
„Bíll — 3892“.
2ja—4ra herb. íbúf
óskast nú þegar eða síðar.
Uppl. í sima 10-5-70.
Hef til sölu
dáiítið af peysum (klukku-
prjón). Tækifæriskaup. Eft
ir hádegi, Baldursgötu 8.
Keflavík
til sölu notao timbur og
krossviðsflekar. Ódýrt. —
Uppl. Vatnsnesvegi 20,
niðri. Sími 2092.
Lítil jarðýta
í ýmiskonar vinnu til leigu.
Uppl. í sima 34517.
Til sölu
vegna brottflutnings, þýzk-
ur svefnsófi, 2 stólar, borð
og skápur. Nilfisk-ryksuga.
Uppl. í síma 15168 kl. 5
til 7 þessa viku.
Nyleg þýzk hárþurrka
til sölu. Hvit með krómi
og plasti. Tilb. sendist afgr.
Mbl. fyrir fimmtudagskv.
merkt „Þýzk hárþurrka —
0552“.
Tvö herb.
með eldhúsaðgangi til leigu
nálægt miðbæ. Tilb. merkt
„Fámennt — 3893“ sendist
afgr. Mbl. fyrir fimmtu-
dagskvöld.
Borðbúnaður
Viljum kaupa leirtau,
potta og annað notað eða ó-
notað tilheyrandi veiting-
arstað. Uppl. í sima 10382.
Múrarar
óskast til að pússa íbúð 1
blokk. Uppl. í síma 33808.
Keflavík
Nú er einstakt tækifæri.
Til sölu 5 manna bifreið,
model ’58. Uppl. gefur
Danivel Danivalson, Kefla-
vík. Sími 2049.
Dragnótaveiðar
menn vanir dragnótaveið-
um óskast. Sími 32106 eftir
kl. 8 í kvöld.
Stúlka óskast
sem fyrst til skrifstofustarfa. Vélritunarkunnátta
nauðsynleg. Tilboð leggist inn á afgr. Mbl. merkt:
„M. M. — 0551“.
íbúð tíl leigu
4 herb. og eldhús (80 ferm.) með öllum húsg. og
síma til leigu nú þegar. Tilboð sendist afgr. blaösins
n.erkt: „Smáíoúðahverfi — 0553“.