Morgunblaðið - 03.08.1960, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 3. ágúst 1960
MORGVNBLAÐIÐ
19
Gómsœt jarÖar-
ber í verzlunum
U M síðustu helgi kom hing-
að til lands, með flugvél
Flugfélags íslands, heldur
nýstárlegur farmur, því með
vélinni var 5 tonn af fryst-
um berjum, jarðarberjum,
hindberjum og bláberjum. —
Varningur þessi kom frá Hol-
landi og er fluttu- inn af
Samkaup h.f.
Vita — framleiðsla
Forráðamenn Samkaup hf.
leyfðu fréttamönnum að kynnast
jþessari framleiðslu í gær, er
Þrír
svöluungar
— Kirkjubæjarklaustri, 2. ág.
ÞEGAR Vilhjátmur Eyjólfs-
son á Hnausum í Meðallandi
var á ferð hér í dag, barst í
tal svöiuhreiðrið með ófrjóu
eggjunum á Svínafelli í Ör-
æfum, kom þá upp úr kafinu
að svala er nú að koma upp
ungum sínum í fjóshlöðunni
á Hnausum.
Fónu svöluhjónin að búa
hreiður sitt upp á sperrum í
hlöðunni um miðjan júní og
var ekki kastað höndunum til
þess verks. Gekk nú allt eins
og í sögu og komu 4 egg í
hreiðrið.
Mánudaginn 4. júlí varð
fólkið á bænum vart við að
meira en lítið var um að vera
á svöluheimilinu. Þegar að
var gáð lá annar fuglanna
(kvenfuglinn?) dauður á
eggjiunum, en hinn var að
reyna að velta honum út úr
hreiðrinu. Var dauði fuglinn
fjarlægður, og hinn settur á
eggin og ungaði hann þeim
út. Eitt var fúlegg, en ung-
arnir 3 eru hinir sprækustu
og farnir að fljúga um hlöð-
una.
Svalan hefur, ef svo má
segja, lagt undir sig hlöðuna
og varið ríki sitt af mesta
skörungsskap. Er henni mein
illa við allan umgang, óg
hnindurinn fær ekki að koma
þar inn fyrir dyr.
Þess skal getið að Hnausar
eru ekki langt frá Steinsmýri
í Meðallandi, en þar verpti
svala á árunum 1930—30.
— Fréttaritari.
___________________________
Bíl-
slys
ÞAÐ slys varð á sunnudaglnn
suður í Gerðum, að bifreið ók út
af vegi og valt, en tveir menn,
sem í hennivoru, slösuðust.
Siysið vildi til með þcim hætti,
að skammt fyrir innan Garð var
G-bifreið — eldri gerð af Ford —
á ferð seinni hluta sunnudags.
Af einhverjum ástæðum Ienti
hún út af veginum og ók þar
nokkurn spöl meðfram og á veg-
brúninni, unz bifreiðarstjóranum
tókst að koma henni upp á veg-
inn aftur en lenti þá út af hinum
megin. Þar fór hún tvær veltur.
í bílnum voru tveir menn. Öku-
maðurinn mun hafá slasazt mjög
illa og m.a. brotnað í baki. Var
hann fluttur í sjúkrahúsið í Kefla
vík og leið eftir vonum i gær.
Farþeginn slasaðist mun minna.
Bifreiðin er afar illa útleikin og
mun nær gerónýt.
þeir boðuðu þá upp á Naust, þar
sem berin voru borin á borð fyr-
ir fréttamennina. Þeyttur og
fljótandi rjómi var og á borðum
og var þessu lostæti gerð góð
skil af frétamönnunum.
UM fyrri helgi komu 10 herskip,
tundurspillar og freigá'tur inn á
höfnina í Grimsby. Þetta var
hluti af þeim mikla herskipaflota
sem Bretar hafa sent á tslands-
mið til að vernda togara sína fyr-
ir íslenzku landhelgisgæzlunni.
Mikið. var um dýrðir i Grimsby
til að fágna herskipunum. Hátíða-
hÖId í sambandi við komu herskip
anna stóðu í skemmtigarði borg-
arinnar óg söfnuðust þúsundir
manna þar saman. Voru hinir
brezku sjóliðar gerðir heiðurs-
borgarar Grimsby og munu héð-
an í frá hafa rétt til að ganga um
götur borgarinnar með sverð
dregin úr slíðrum, með byssu-
stingi á byssum og einnig mega
Hér er um að ræða nýjan inn-
fluttning og mjög kærkominn.
Eins og fyrr segir er hér um
mjög þekkta hollenzka vöru að
ræða. Berin eru í mjög smekk-
legum og þægilegum umbúðum
og verður útsöluverð þeirra sem
hér segir. Jarðaber í lausu kr.
80,50 kílóið, en í tveggja punda
kössum kosta þau 74,95 kg.
Hind'berin eru í 17ö gr. pakkn-
ingu og kosta 23,00 og bláberin
eru í 225 gr. pakkningu og kosta
20,85.
þeir berja bumbur, eins og segir
í heiðursborgaraskjalinu.
Við hátíðahöld þessi flutti H.
Bracken yfirmaður verndar-
deildarinnar ræðu, þar Sem hann
sagðist fýlgjast af miklum áhuga
með atburðunum við fsland og
kvaðst hann vona að þetta fengi
allt góðan enda.
Við athöfnina stpðu 400 sjólið-
ar heiðursvörð og gengu síðan
fylktu liði um götur Grimsby.
Flotadeildin dvaldist í fjóra daga
í borginni og segir Fishing News
að margt hafi verið til skemmt-
unar, kokkteilboð, dansleikir,
knattspyrnu- og krikketkappleik-
ir og si^lingakeppni.
Öllum þeim sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum,
skeytum og hlyjum handtökum á áttatíu ára afmæli
mínu, 15. júlí s.l., þakka ég hjartanlega.
Guð blessi ykkar öll.
Abígael Halldórsdóttir,
Litlabæ, Vatnsleysuströnd.
Hjartanlega þakka ég öllum sem glöddu mig með heim-
sóknum, gjöfum og skeytum á sjötugsafmæli mínu 28.
f- m- — Sérstaklega þakka ég konum þeim sem rétt hafa
heimili mínu hjálparhönd.
Sigurjón H. Sigurðsson,
Teig, Akranesi.
UíNI SIGURJÖNSSON
frá Hörgshóli í Vesturhópi andaðist 1. ágúst.
Vandamenn.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma
ELÍSABET ÁBNADÓTTIK
fyrrum húsfreyja að Garði, Fnjóskadal,
verður járðsungm fimmtudaginn 4. ágúst n.k. og hefst
athöfnin með bæn kl. 1 e. h. frá heimili hennar Stórholti 5
Glerárhverfi, Akureyri, kveðjuathöfn frá Akureyrar-
kirkju kl. 2 e. h. Jarðsett verður að Grund í Eyjafirði
sama dag.
Ásrún Pálsdóttir, Jón G. Pálsson,
Ásmundur Pálsson, Margrét Hallgrímsdóttir,
Garðar B. Pálsson, Kristbjörg Líney Árnadóttir,
Borghildur Garðarsdóttir, Guðm. J. Guðmundsson,
Páll G. Björnsson, Hulda A. Garðarsdóttir,
og barnabörn.
Þakka auðsýnda sanr.úð við andlát og jarðarför
mannsins míns
HEL«A JÓNASSONAR
fyrrverandi héraðslæknis og alþingismanns.
Sérstaklega vil ég þakka Rangæingum fyrir vináttu
og hlýhug fyrr og siðar.
Oddný Guðmundsdóttir.
Minningarathöfn um
STKI ÁN LUÐVlKSSON
frá Heiði í Fáskúrðsfirði,
fer fram frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 4. ágúst og
hefst kl. 10,30 f h. — Athöfninni verður útvarpað.
Systkinin.
Höfnin í Grimsby
full af herskipum
SIGRÍÐUR KJARTANSDÓTTIR prestsekkja frá Holti undir Eyjafjöllum, and''.ðist sunnudaginn 31. júlí síðastliðinn. Börn, tengdaböru og bamabörn.
D.VVIÐ KRISTJÁNSSON kaupmaður, Skólavörðustíg 13, andaðist mánudaginn 1. ágúst. líörn og tengdabörn.
Maðurinn minn og faðir okkar LÁRUS BJARNASON Eskihlíð 20A, andaöist 31. júlí. — Jarðarförin ákveðin frá Fossvogs- kirkju n.k. fimmcudag ki. 10,30 f. h. — Blóm vinsam- legast afþökkuð. Elísabet Jónasdóttir og börn.
Móðir okkar INGIBJÖRG JÚLÍANA INGIMUNDARDÓTTIR verður jarðsett frá Fossvogskirkju föstudaginn 5. ágúst kl. 10,30. — Athöíninni verður útvarpað. Ragnheiður Guðmundsdóttir, Guðmundur Jón Magnússon.
Jarðarför EMELlU ÞORSTEINSDÓTTUR Grund.Akranesi, sem lézt þann 30. júlí s.l. fer fram fimmtudaginn 4. ágúst og hefst með húskveðju frá heimili hennar kl. 2 e. h. Blóm eru vinsamiegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á líknarstofnanir. Vandamenn.
Fiðir og tengdafaðir okkar ISLEIFUR GlSLASON sem andaðist 29. júlí s.l.,verður jarðsettur frá Sauðár- krókskirkju laugardaginn 6. ágúst klukkan 2. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Elísabet Isleifsdóttir, Kristjón Kristjónsson.
Hjartkæri eiginmaður og faðir ERIK FRÍMANN JENSEN trésmiður, Heiðargerði 96, x sém andaðist 23. júlí verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju fimmtudaginn 4. ágúst kl. 13,30. Ánna Jóusdóttir, Ester Frímann Eiríksdóttir, Jón Frímann Eiríksson.
Hugheilar þakk'r fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og jarðarför konu minnar, móður okkar, dóttur og systur ' SIGURKÖGNU VILHJÁLMSDÓTTUR Steinþór Hóseasson og synir, Guðrún Sigmundsdóttir, Tómas Vilhjálmsson.
Maðurinn minn SVEINN TÓMASSON málarameistari, Bræðraborgarstíg 35, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 4. ágúst kl. 3 e. h. ■— Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á líknarstofnanir. Fyrir hönd vandamanna. Sigríður Alexandersdóttir.
Þökkum hjartaniega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar .tengdamóður og ömmu GUÐBJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR Ólafía Ólafsdóttir, María Ólafsdóttir, Briet Ölafsdóttir, Sigurbjörg Olafsdóttir, Snorri Ólafsson, Óskar Ólafsson, tengdabörn og barnabörn.
Þökkum auðsýr-da samúð og vinarhug við andlát og útför Séra HARALDAR ÞÓRARINSSONAR Sólvöllum 2, Gai-ðahreppi. Vandamenn.
Innilega þökkum við öllum nær og fjær, sem hafa auðsýnt okkur samúð og hlýhug við andlát og útför VAI.GERÐAR G. NORÐDAHL frá Hólmi. Eggert G. Norðdahl, börn, tengdabörn og barnabörn.