Morgunblaðið - 03.08.1960, Side 6

Morgunblaðið - 03.08.1960, Side 6
6 MORCUNBLAÐIÐ Miðvitcudagur 3. ágfúst 1960 Ánœgja ríkti meÖ þiny Norðurlandaráös hér Rœtt irið nokkra fulltrúa fararstundu á brott- EFTIR að fundum Norður- landaráðs lauk síðla á sunnu- daginn og þangað til fyrstu fulltrúarnir héldu af landi brott fáum klukkustundum síðar, gáfu tíðindamenn Mbl. sig á tal við nokkra þátttakendur og inntu þá eft- ir, hvað þeim væri efst i huga. — ★ Meðal þessara manna var Ole Björn Kraft, fyrrum utanríkis- ráðherra Dana. Hann sagðist gleðjast mjög yfir því, að Norð- urlandaráðið, sem nú hefði starfað í 8 ár, hefði einnig getað haldið þing sitt hér á landi, eftir að komið hefði verið saman til funda í öllum hinum aðildarlönd unum. — Með því höfum við fundið áþreifanlega skyldleikann við íslenzku þjóðina, og þau marg- háttuðu tengsl, sem í milli okk- ar hggja, sagði Kraft, sem á sínum 67 árum hefur kom- ið fjórum sinnum til íslands og sagðist alltaf hlakka til að heim- sækja landið. Efnahagsmálin tekin fastari tökum Kraft gaf sig einkum að efna- hagsmálum á þinginu, en sam- starf Norðurlandanna á því sviði var mikið rætt af fulltrúum og þótti hafa verið nokkuð laust í reipunum. Um þau sagði Kraft m. a.: — Efnahagsmálin verða nú tekin fastari tökum og gengið frá ýtarlegri greinargerð um þau fyrir næsta fund Norður- landarláðsins. f>ar munu verða dregnir fram bæði kostir og annmarkar norrænnar samvinnu á þessu sviði. f>egar þetta liggur fyrir, verður auðveldara að gera sér grein fyrir, hvað til bragðs á að taka til að mæta þeim nýju viðhorfum, sem skapazt hafa í þessum málum með þátttöku þriggja þjóðanna í öðru markaðs bandalagi álfunnar — og hvern- ig Norðurlandaþjóðirnar geta náð beztum árangri á heims- markaðnum. Helge Seip, fertugur ritstjóri og þingmaður frá Noregi, varð heldur alvarlegur á svip, þegar hann á flugvellinum fékk í hendur eintak blaðs síns, með grein um fund Norðurlandaráðs- ins hér undir fyrirsögninni: „Sumarskóli í skrafi ....“! Hon nm virtist þó verða heldur rórra, þegar í ljós kom að hún var skrifuð undir nafni af göml- um andstæðingi ráðsins. og við tíðindamann M'bl. sagði Seip m. a.: Árangurinn mikilvægastur í menningarmálum — f»egar haft er í huga, að þingið er haldið að sumarlagi og r»ynt hefur verið að takmarka mlálafjöldann eins og unnt var — verður árangurinn að teíjast góður. Mikilvægast er máske það sem áunnizt hefur á sviði menningarmálanna — en líka mætti nefna sitthvað af vett- vangi lögfræðinnar. >á ræddi Seip nokkuð um við- skiptamálin og þá meðferð, sem þau hefðu fengið innan Norður- landaráðsins, og vék í því sam- bandi m. a. að Austur-Evrópu viðskipunum, sem full ástæða væri til að fjalla nokkuð um, eins og fram hefði komið af hálfu íslendinga. í fornfrjálsu umhverfi Erling Fredriksfryd, stórþings- maður og formaður kristindóms- fræðslu- og menningarmála- nefndar norska stórþingsins, sagði: >að hefur verið mjög merki- legt, að dveljast þessa daga á íslandi og Norðurlöndin hafa tengzt traustari böndum við dvölina hér. Hér stóð vagga lýð- ræðisins og er við vorum á >ing- völlum, fannst mér ég standa á helgri jörð. >að hefur sitt að segja, að halda þing Norður- landaráðsins á slíkum stað. >etta frjálsa umhverfi, höfðar til aldagamallar rifjar uþp þá fornu frelsisþrá, sem varð þess valdandi, að ís- land byggðist. 'L Atvinnumálaráðh. danski, Kaj Bundvad, sem er á miðjum sextugsaldri, hafði nj. a. orð á því, að árangurinn af starfsemi Norðurlandaráðsins væri i tvennu fólginn: 1) Ályktunun- um, sem gerðar eru á þingum þess, og 2) Kynnum þeim, sem á þingunum stofnast og treyst- ast milli þátttakenda. Jákvæð meðferð mála — Meðferð mála á þinginu nú var mjög jákvæð. í sumum efn- um voru samþykktar ályktanir — og í öðrum unnið mikilvægt undirbúningsstarf, sém vænta má góðs árangurs af í framtíð- inni. Bundvad lét mjög vel yfir há- skólanum sem fundarstað og rómaði einnig mjög þá gestrisni, sem þeir þátttakendur í þinginu hefðu orðið aðnjótandi hér. Flestir fulltrúa á þingi Norður landaráðsins fóru heim á léið á sunnudagskvöldið. Laganefnd og félagsmálanefnd fóru þó norður til Akureyrar og koma aftur í fyrramálið, en fara þá beint seml heim til sín. sögu,| j. h. a. — Ól. Er ráðherrar og þingmenn af fundi Norðurlandaráðs voru á leið í flugvél á sunnudagskvöldið, birtist formaður Dansk- ísl. félagsins, dr. Friðrik Einarsson, læknir, á vellinum og rétti gríðarstóran lax að Viggo Kampmann. forsætisráðherr* Dana. Var laxinn veiddur á sunnudag. Hér sést forsætisr ið- herrann taka við laxinum úr hendi Friðriks. (Ljósm. Sv. >ormóðsson). Norrœnt tryggingamót hefst í Reykjavik í dag I DAG hefst í Reykjavík nor- rænt almannatryggingamót. Verður það sett í hátíðasal Háskólans kl. 10,30. Þetta er fimmta norræna almanna- tryggingamótið, sem haldið hefur verið og hið fyrsta hér á landi. Þetta er jafnframt eitt fjölmennasta norræna mót sem hér hefur verið hald- ið og sitja það 156 fulltrúar, rúmlega hundrað frá hinum Norðurlöndunum og um 50 íslendingar. ár Mikili undirbúningur Tryggingamótið stendur 3. —5. ágúst. Starfað verður í fjór- um deildum, slysa-, sjúkra-, líf- eyris- og atvinnuleysistrygg- ingadeild. Starfa deildirnar í Alþingishúsinu, Tjarnarkaffi og í Framsóknarhúsinu, en alls- herjarfundir verða haldnir í há- tíðasal Háskólans. >að hefur verið mikið verk að undirbúa svo stórt mót hérlendis. í undirbúningsnefndinni eiga sæti: Sverrir >orbjörnsson for- stjóri, Guðjón Hansen trygginga- fræðingur, Gunnar J. Möller framkvæmdastjóri, Hjálmar Vil- hjálmsson ráðuneytisstjóri og Sigurður Sigurðsson landlækmr. Fulltrúar frá hinum löndun- um hafa verið að koma til lands- ins undanfarna daga og þeir síð- ustu eru væntanlegir með skip- inu Heklu snemma í dag, en margir munu búa um borð í skip inu meðan mótið stendur, enda hefur verið erfitt að finna hótel- pláss fyrir alla þátttakendurna. Konur slasast TVÆR konur meiddust í bíta- árekstri á sunnudagskvöldið á Miklubrautinni, við mót Eskihlíð ar. Hafði annar bílanna ætlað að beygja af Miklubrautinni inn í Eskihlíðina, en þá kom bíll á móti og varð harkalegur árekst- ur. Kona séra Gunnars Árnason- var í öðrum bílanna og meiddist hún svo að flytja varð hana í slysavarðstofuna einnig var flútt þangað kona úr hinum bílnum, Ingibjörg >orsteinsdóttir Eskihlíð 21. Báðir bílarnir stórskemmdust. ♦ Óverðskulduð árás Húsmóðir í Ólafsvík skrif- , < ar: — Kæri Velvakandi. Eg get ekki látið hjá líða að mót- mæla hinni óverðskulduðu ár- ás, sem „'húsmóðir" í Reykja- vík gerir á okkar hvaladráp. í fyrsta lagi lýsir hún mik- illi ógleði sinni. Sú kona sem í 270 kílómetra fjarlægð finn- ur til ógleði, væri ráðlegast að leita til læknis þegar í stað. í öðru lagi heldur hún því fram, að Ólsarar hafi af tómri drápfýsn rekið hvalina á land upp og drepið þá og síðan fa'r- ið að hugsa um ráð til að nýta aflann. >að myndi kannske hressa hana að fá þá vit- neskju að hvalirnir eru allir með tölu komnir í lóg, kjötið í frystihús, spikið suður í Hvalfjörð. Færeyingar mænustungu alla hvalina, sem er skjótasti dauðdagi sem hvalur getur fengið. Get ég lýst ánægju minni yfir kjötinu. Úr því má búa til ágætan mat. Húsmóður í Reykjavík væri óhætt að reyna að gera sér í hugarlund, hve villimannlegt dráp hefur átt sér stað í hvert sinn, sem hún lætur svið í pottinn, og kannske fyndi hún þá til ógleði. • Varð ekki var við há- mmmmm^mmmmmmmmmmmammmmammmmm^mmmmm s|>ennustrenginn Jarðýtustjórinn, sem sleit FERDINAIMD ☆ rafmagnsstrenginn í Kópa- vogi á dögunum, skrifar á þessa leið m. a.: — Ég held að Kata í Kópa- vogi viti ekki hvað hún er a8 skrifa um. Það er ekki satt að ég hafi trassað að láta vita um slit strengsins því ég veit ekki á hvaða tíma hann slitn- aði. Starfsmenn Rafmagnsveit. unnar gáfu rangar upplýsing- ar um legu strengsins. >eir tjáðu starfsmönnum bæjar- skrifstofunnar, að hann væri sprengdur niður í klöppina og lægi í miðjum veginum. Hann var ekki merktur Um kl. 15.30 kom húsmóðir til miín og spurði mig hvort ég hefði orðið var við raflögn. Sagði hún að rafmagnslaust væri orðið í nágrenninu. Ég hafði ekki orðið var við neina raflögn, en taldi þó réttara að hringja til RR og vita hvort bilunin stafaði af mínum völdum. ^•_Tíndust_á^staðiim Er ég hafði talað við nokkra menn taldi einn þeirra að svo gæti verið og komu þeir fyrstu á bilunarstaðinn um klukkutíma síðar. Var liðið svo að tínast á staðinn til kl. 18. Leituðu sumir strengsins í lyngmóunum sunnan vegar, en hann lá utan vegar í 10 til 25 centimetra dýpt, ómerktur, — Jarðýtustjóri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.