Brjef til Y.-D.-drengja frá K.F.U.M. í Reykjavík - 03.04.1927, Page 3

Brjef til Y.-D.-drengja frá K.F.U.M. í Reykjavík - 03.04.1927, Page 3
47 og sneri sjer að drengnuin, „hve fljótt allt gengur hjer í Ameríku?“ „Drekktu“, sagði annar og rjetti honum glas af víni, „drekktu minni móður þinnar!“ Allir lyptu upp glösum sínum. „Skál móður —!“ end- urtók Markús, — en pá setti að honum gleðigrát og lok- aði munni hans. Hann setti glasið á borðið og hljóp upp um hálsinn á gamla manninum. Morguninn eptir lagði hann í dögun af stað til Kordova, fullur af fjöri, brosandi og hamingjusæll. En pað er engin kæti sem varar lengi, pegar náttúran í kring er full af punglyndislegri auðn. Yeðrið var pungbúið og grátt; lestin var nær manntóm og leiðin lá gegnum endalausa sljettu, sein hvergi sást merki til að byggð væri nokkurs staðar. Hann var aleinn í mjög löngum vagni, sem líktist vögnum í lest fyrir særða menn. Hann leit til hægri, hann horfði til vinstri og sá ekkert nema hina takmarkalausu auðn, og á stangli lítil kræklótt trje með ólögulegum stofnum og greinum, eins og afmynduð af reiði eða angist; hafði hann aldrei sjeð neitt pví líkt, var allur gróður gisinn og visinn og ólundarlegur, svo að öll sljettan líktist umturnuðum grafreit. Hann hnje í mók, vaknaði eptir hálftíma eða svo og leit aptur út; allt af var hið sama að sjá. Járnhrautar- stöðvarnar voru einmanalegar eins og einbúastöðvar. Peg- ar lestin nam staðar, var ekkert að heyra. Honum fannst hann vera aleinn á strandaðri lest, sem liefði verið yfir- gefin úti á eyðimörku. Honum fanst að hver járnbrautar- stöð hlyti að vera liin síðasta, og nú væri hann að leggja af stað út á eitthvert leyndardómsfullt svæði, par sem villimenn ættu heima, Iskaldur súgur næddi frainan í hann. Pegar hann fór af stað frá Genua, seinni hluta aprílmán- aðar, höfðu aðstandendur hans ekki hugsað út í, að enn væri vetur í Ameríku, og var hann pví sumarklæddur. Eptir nokkra klukkutíma fór hann að pjást af kulda, og með kuldanum af preytu eptir undanfarna daga, sem fylltir

x

Brjef til Y.-D.-drengja frá K.F.U.M. í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Brjef til Y.-D.-drengja frá K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.