Geislar af lifandi ljósi - 01.03.1911, Page 1

Geislar af lifandi ljósi - 01.03.1911, Page 1
Geislar af lifandi ljósi. Eftir Charles W. Penrose. Nr. 3. Endurlausnin. Eyftngrelíum fyrsta atriði. í hinum fyrri ritum í þessu sambandi er sannað, að það getur ekki verið nema ein sönn trú, vegna þess, að ekki er nema einn sannur Guð, og hún verður að opinberast frá honum, en ekki frá mönnunum. Og hið fyrsta atriði þar til, er þannig löguð trú, sem þekkist af verk- unum; athugum hver þau verk eru, sem útheimtast til sáluhjálpar. Hinn fyrsti ávöxtur af því að trúa á Guð og hans son Jesús Krist, er umvendun frá syndinni sem yflrtroðslur á guðs boðum og sannfæring um syndina, er einmitt trúin á Guð og hans boö, sem leiðir til auð- mýktar og dygðugs lífernis. Yðrunin er ekki í sjálfu sér hið sanna afturhvarf, heldur hreinn ásetningur að bæta liferni sitt i framtiðinni; sem innifelst í föstum ásetning að láta af synd og bæta liferní sitt, eins og Páll segir: »Elskan til Guðs verkar yðrun til sáluhjálpar« (2 Kor. 7: 10). Pá syndarinn angrast af því hann er uppvís orðinn, er ekki sú sanna yðrun. Að snúa frá syndinni með réttu hugarfari, er sú sanna yðrun og þá fyrst verður hann aðnjótandi þeirrar sælu, að komast i samband við sinn skapara með trúarinnar krafti. Iðrunin er nnuðsynleg. »Hættið að gera það illa, en ástundið það góða«, hefir verið Guðs og hans þjóna orð gegnum aldanna raðir. Petta er spor- ið til verkandi lifandi trúar, og það er fullkomlega nauösynlegt til sáluhjálpar, án þess er trúin á Krist þýðingarlaus, hann segir: »Ef þér ekki snúið yður frá hinu vonda, munuð þér allir fortapast« (P. G. 17: 30). Kristur býður, að í hans nafni skuli prédika umvendun og syndanna fyrirgefning til mannanna, (Lúk 24: 47). Sú hugsun, að menn geti syndgað móti Guði og mönnum, en trúa á Krists forþjen- ustu og með því friðþægjast, er ein af hinum mörgu rangfærslum gróðursettar á trúarinnar lifandi tré. Tilgangurinn með Krists friðþæging. Kristur gaf sjálfan sig sem'friðþægjandi offur fyrir mennina, til þess að frelsa þá frá þeirra syndum, — ekki i þeirra syndum. Hans verk er að frelsa mannkynið og færa það til Guðs. Hans evangelium kennir oss að afneita allri synd og vaxa í réttlæti og kærleika föðurs- ins. Friðþægingin sem skeði á krossinum i Golgata, er eins mikið misskilin af þessara tíma geisllegum, eins og Móses og spámennirnir voru misskildir af þeim, sem afneita Jesú. Pessi friðþæging hefir tvenn- an tilgang. Fyrst að endurleysa mennina frá liinni upprunalegu synd, sem framin var í Edin aldingarði, og hitt, að opna veginn til endur- lausnar frá persónulegum syndum, sem Adams niðjar hafa framið og fremja.

x

Geislar af lifandi ljósi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Geislar af lifandi ljósi
https://timarit.is/publication/421

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.