Heimilisblaðið - 04.08.1894, Síða 5

Heimilisblaðið - 04.08.1894, Síða 5
HEIMILISBLAÐIÐ. 61 »Jeg gerði það«, anzaði Ólafur litli; það skildist samt varla, hval) hann saghi, fyrir ekka. «Því gerðurðu það?< Ólafur litli leit upp. Honum heyrðist faðir sinn ekki eins reið- ur eins og hann 4tti von á. Það var satt. Honum rann til rifja að sjá, hve aumingjalegur veslings Ólarur litli var útlits og rauna- legur á svip, magur og illa til fara, þar sem hann sat og laut of- an yíir flöskuhrotin. »Jeg var að gœta að skóm«, sagði hann; »mig langaði svo til að hafa nýja skó á fótunum á sunnudaginn; hin börnin öllhafa skó«. •Hvernig datt þjer í hug, að þú mundir íinna skó niðri í flösk- unni?« spurði faðir hans. »Hún mamma sagði það« anzaði Ólafur litli; »jeg bað hana.um skó, en hún sagði, að þeir væru farnir í svörtu flöskuna, og margt annað væri lika farið í hana, treyjur og hattar og brauð og kjöt og föt, og svo hjelt jeg, að jeg mundi íinna það þar allt saman, ef jeg bryti hana, og svo var ekkert í henni«. Ólafur litli tók til að gráta aptur enn beiskara en áður. Faðir hans settist á kassa inn- an um ruslið á hlaðinu og sat þar hljóður og hugsi langa stund, þangað til Ólafur litli leit upp hálfhikandi og mælti: «Mjer þykir svo slæmt, að jeg braut flöskuna þína, pabbi; jeg skal aldrei gjöra það framar«. »Jeg trúi þjer til þess, Óli minn«, anzaði faðir hans, og strauk hendinni um kollinn hans, úfinn og ógreiddan, gekk síðan á brott, en Ólafur sat eptir steinhlessa á því, að faðir sinn skyldi ekki hafa orðið bálvondur við sig. Tveim dögum síðar, laugardagskveld- ið, fekk hann Ólaíi litla dálítinn böggul og sagöi, að hann skyldi skoða, hvað í honum væri. »Nýir skór! nýir skór!« hrópaði Ólafur litli upp yíir sig. »Hefirðu fengið þjer nýja flösku pabbi? Voru skórnir í henni?« »Nei, barnið mitt. Jeg kem aldrei með neina nýja flösku fram- ar. Mamma þín hafði rjett fyrir sjer. Það fór allt í hana, flösku- hitina; en það er ekki svo hægt að ná upp úr lienni aptur, og ætla jeg því með guðs hjálp að varast að láta neitt lenda í henni hjeð- an af«. (Juv. Templ.). Mannfjöldi í good-templarreglunni á íslandi 1. febrúar 1894. ísafold................nr. 1 á Akureyri ... 20 Bára . ..................— 2 í Vestmannaeyjum 18 Vorblómið ...............— 3 á Akranesi ... 47

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.