Gamanblaðið - 01.01.1917, Qupperneq 1

Gamanblaðið - 01.01.1917, Qupperneq 1
LANDSSOKASAFN Ma í31950 ís:«:-akdb GAMANBLAÐIÐ i/ £> 1. BLAÐ KEMUR UT VIÐ OCi VIÐ MEÐAN SEST TIL MANA 1917 Gamanblaðið sr gefiö út fólkinu tii gamans. Verkamaöur hér í Rvík fær 60 aura uni tímann þ. e. 1 eyri um mín- útuna. Hann þarf því aö vinna í 10 mínútur til þess aö vinna fyrir andvirði blaðsins. Kvenfólkiö fær 36 um tímann, eöa liðugann hálfan eyrir um mínútuna. Þaö þarf því aö vinna í 17 mínútur fyrir tíeyr- ingnurn. Ráðherrarnir fá 8000 kr. árslaun. Sé gert ráð fyrir að þeir starfi 10 tíma daglega 300 virka daga, þá er kaup þeirra 26 kr. 66 aura á dag eöa 2 kr. 66 aura um tímann. Þeir þurfa því aö vinna í 2 mfn. 15 sekúndur. Gera má ráð fyrir að meðalkaup togaraskipstjóra sé 16 til 20 þús. krönur á ári. Sé gert ráð fyrir 16 þús. og vinnu eins og ráöherrunum er reiknaö veröur dagkaupið 53 kr. 33 aur. þaö eru því næst 9 aur. um mín- útuna. Þeir eru því ekki nema liðuga mínútu að vinna sér fyrir Gamanblaðinu. Rússakeisari hefir 90 miljón kr. íaun. Sé lagður sami mælikvarði á tekjur hans (300 »vinnudagar«) veröur dagkaupiö 300 þús. kr. en tímakaupið 30,000 kr. Það er íjOO kr. fyrir hverja mínútu eöa liðlega 8 kr. 34 aura fyrir sekúnd- una. Rússakeisari gæti því keypt sér 83 Gamanblöð fyrir það sem hann fær í laun á einni sekúndu, og samt haft 3 aura afgangs að láta í vestisvasann. Tekjur margra auðkýfinga eru samt miklu stærri en eignir Rússa- keisara! Gudda og presturinn. Gudda kom hágrátandi til prestsins, hún sá ekki annað en hún færi á sveitina með öll sjö börnin. Prestur klóraði sér vandræða- lega bal^ við eyrað og þagði um stund, en sagði svo: „Bíðum við, getið þér ekki stundað lækning- ar eins og hann þórarinn á Hálsi, hérna norðan við heiðina. það er enginn sem stundar lækning- ar hérna í sveitinni." Gudda hristi í fyrstu höfuðið og kvaðst ekkert kunna til lækn- inga, en prestur sagði að hún skyldi bara lækna með handa- álagningu eins og þórarinn, eða réttara sagt með því, aö banda höndunum yfir sjúklingnum eins og hann gerði. Já, en Gudda vissi ekki hvað hún átti að tauta fyrir munni sér, en það hafði hún heyrt, að þórarinn gerði þegar hann læknaði. Prestur sagði að það væri al- veg sama, hvað tautað væri, hún gæti t. d. sagt: „Idióti, hjátrú, flónska, idiótí, hjátrú, flónska o. s. frv.“, en hún yrði að hafa það svo lágt, að enginn heyrði það. Gudda setti vandlega á sig orð- in og þakkaði presti innilega fyr- ir vísdóminn. Á leiðinni. heim, kom Gudda að Hvammi; þar var alt í upp- námi, því Skjalda (þrílit 18 marka kú) var að bera, en alveg að drepast. Gudda fór strax að þylja yfir kúnni, og þegar henni dag- inn eftir var fylgt úr hlaði, átti hún krónu í peningum, sem bóndi sagði að væri ekki of'mikið, og auk þess hafði liúsfreyja vikið að henni bæði floti og kálfssviðum, því kýrin var borin og kálfurinn skorinn. það þýðir ekki að vera að teygja söguna af Guddu og prest- inum í svona litlu blaði. Gudda varð brátt frægur læknir og „lækn- aði“ bæði menn og málleysingja með því, að tauta yfir þeim: „Idióti, hjátrú, flónska, idióti“ o. s. frv. Gudda læknaði eins og aðr- ir skottulæknar (og sumir lækn- ar). Flest veikindi batna af sjálfu sér, og iæknirinn fær heiðurinn af því, en þegar sjúklingurinn deyr, eða sjúkdómurinn verður langvinnur, þá er það auðvitað ekki lækninum að kenna. Árin liðu, og Gudda hafði nóg fyrir sig og sína sjö munna. þá kom það fyrir, að prestur varð veikur; það var kýli innan í háls- inum á honum sem stöðugt óx. það var komið á prestssetrið til þess að sækja læknirinn, sem var þar staddur, til annars manns sem líka lá fyrir dauðanum. Um leið og læknirinn fór, sagði hann við prestsfrúna að það væriekkí til neins að hann væri þar leng- ur; kýlið væri á þeim stað, að ekki væri hægt að komast að því að skera í það. Ef það stækk- aði enn, mundi það kæfa prest, en vonandi stækkaði það ekki úr þessu. það er sagt að sá sem er að drukna, þrífi jafnvel í hálmstrá.

x

Gamanblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gamanblaðið
https://timarit.is/publication/423

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.