Þytur - 17.06.1955, Síða 2

Þytur - 17.06.1955, Síða 2
Þ Y T U R 2 Þrautin skal leyst Til er saga, sem segir frá því, að eitt sinn, er hinn heimsfrægi fiðlusnillingur Ole Bull hélt hljómleika í París, brast a-streng- urinn á fiðlunni hans. Hann lét sér ekki bylt við verða, en hélt áfram að leika, og lauk viðfangs- efninu á þá þrjá strengi, sem eftir voru. Slíkt er aðeins á færi snill- inga að ljúka hlutverki sínu með sæmd, enda þótt svo stór óhöpp steðji að í miðjum kliðum. Það er lífslist, sem gott er að kunna, en fáir munu eftir leika, að standa jafnréttir og hiklausir þegar veigamiklir þættir bresta, sem treyst er á sjálfum sér og öðrum til framgangs og heilla. Menn sem skilja giidi örðugleikann, sem skóla, er geri þá færa til þess að læra þá list að breyta mínus í plús, eru þroskaðir og sérhverj- um vanda vaxnir. Það er auðvelt að græða á höpp um en erfiðara er að græða á skað- anum. Af skaða verður maður hygginn, en ekki ríkur segir gam- alt máltæki. Þó hafa ávallt verið til menn, sem hafa beinlínis og óbeinlínis grætt á sínum eigin óhöppum. En til þess þarf gáfur og þrek. Til þess þarf að koma auga á möguleikana, sem þrátt fyrir allt felast oftast nær í erfið- leikum augnabliksins. Sú var tíðin, að örugglega mátti treysta á sumaratvinnu í Siglu- firði við síldveiðar og síldarverk- un. I áratugi kom síldin á miðin við Mið-Norðurland og úr þeim nægtabrunni mátti ausa verðmæt- um svo miklum, að af sköpuðust aðalgjaldeyristekjur íslenzku þjóð arinnar. Til þess að gernýta þessa möguleíka var lagt í milljóna- kostnað til þess að hægt væri að hagnýta þessi verðmæti. Skipa- stólinn stækkaði ár frá ári, sölt- unarstöðvum fjölgaði, síldarverk- smiðjur voru reisar. Allt var gert til þess að notfæra þessi auðæfi hafsins, og á þau var treyst, sem ótæmandi og óbrigðul. Vegna legu sinnar, varð Siglufjörður sjálf- ' kjörin miðstöð síldveiða og síldar- verkunar, og hér var lagt í mest- an kostnað vegna vinnslu og verk- unar aflans. Hér var allt atvinnu- Ííf miðað við þennan eina atvinnu- veg. Atvinnutæki, svo sem fiski- bátar af smærri gerðum, voru seldir burtu úr bænum, gamlir at- vinnuvegir svo sem landbúnaður og hákarlaveiðar lögðust niður. Siglfirðingum fórst eins og spila- manni, sem bindur allar vonir sínar við eitt tromp á hendi. Allt í einu brast a-strengurinn. Þessi veigamesti þáttur í tilveru Sigl- firðinga slitnaði. Að vísu reyndum við að halda áfram eins og ekkert hefði í skor- izt. En fram að þessu hefur þó verið lifað í þeirri von að ein- hverntíma muni koma gott síldar- sumar á ný. Fyrir 10 árum brást síldin von- um okkar. í öll þau löngu ár, sem síðan eru liðin, höfum við vonað, að hún ætti aftur eftir að koma. I fyrstu áttuðum við okkur ekki á þessum breytingum. Forráða- menn bæjarfélagsins og aðrir bæj- armenn gátu ekki gleymt gengn- um góðærum, og gerðu ekkert til þess að byggja upp nýtt atvinnu- líf. Leið svo fram um hríð. Þar kom þó, að ýmsir skildu nauðsyn þess, að úrbóta væri þörf. í kjöl- far hinnar svonefndu nýsköpunar atvinnuvega þjóðarinnar sigldi fyrsti togarinn inn að Þormóðs- eyri, sem siglfirzkt atvinnutæki. Um svipað leyti voru einnig keypt ir til bæjarins 4—5 fiskibátar. — 'Var það fyrsti vottur þess, að nú hygðust Siglfirðingar byggja upp nýtt atvinnulíf. En þetta hrökk skammt til úrbóta. Fólkið í bæn- um hafði ekki næga lífsmöguleika hér og flutningar þess fóru að hefjast til Faxaflóahafnanna, sem buðu upp á lífvænlegri skilyrði. Síðar var svo keyptur annar tog- ari til viðbótar. Mörugm þótti slíkt gerræði mikið og glópska, þó síð- ar hafi annað í ljós komið. Til þess að hægt væri að verka afla þessara togara í bænum, var fyrir áeggjan og ötula forgöngu nokkurra ráðamanna bæjarfélags- ins og annarra komið upp stór- virku hraðfrystihúsi á vegum Síldarverksmiðja ríkisins. Hefur þeð skapað mikla atvinnu, en er ekki nýtt að fullu. Hefur því haf- izt hreyfing í þá átt, að kaupa til bæjarins þriðja togarann. Hér í bæ eru tvö önnur hrað- frystihús, sem hafa tekið á móti afla smábátanna. Annað þessara frystihúsa hefur verið rekið með miklum myndarbrag og dugnaði. En hitt er orðið úr sér gengið og þarfnast endurbóta, sem sagt er að séu í undirbúningi. Ef svo verð ur er hér í bæ mikill kostur hrað- frystihúsa. En meira fiskmagn þarf að berast á land til þess að fyrirtæki þessi geti skapað þá at- vinnu, sem skilyrði og þörf kref ja. Nú eru gerðar ráðstafanir til þess að auka bátaflota Siglfirð- inga. Fyrir nokkrum dögum kom hingað nýkeyptur bátur, sem að sögn fróðra manna er glæsilegt skip. Væntanlegir eru tveir aðrir nýjir bátar til viðbótar á næstu mánuðum. Fyrir eru aðeins örfáir fiskibátar, misjafnir að gæðum, en hafa þó reynzt vel og verið til mikilla úrbóta á undanförnum ár- um. Allt eru þetta spor í þá réttu átt að byggja upp nýjan atvinnu- grundvöll. Þetta er árangur af baráttu þeirra, sem ekki treysta lengur á síldina sem aðalatvinnu- grein bæjarbúa. En þetta gengur allt hægar en æskilegt hefur ver- ið. Það var of seint farið af stað. Fjöldi dugmikilla manna hafa flúið af hólmi og horfið til ann- arra staða, þar sem vænlegra er til góðrar fjárhagslegrar afkomu. Siglufjörður má ekki við því á neinn hátt, að fleiri hverfi héðan. Áfram skal því halda. Þegar eru stigin erfiðustu sporin. Við þurf- um meiri fjölbreytni í atvinnulíf bæjarins. Þörf okkar kallar á fleiri skip, meiri og fjölbreyttari iðnað, betri samgöngur, meira framtak, og síðast en ekki sízt aukið fjármagn til eflingar og endurreisnar atvinnulífinu. Þrátt fyrir erfiðleika og áhyggj ur undanfarinna ára er farið að rofa til fyrir batnandi framtíð og bættum efnahag Siglfirðingum til handa. Ef Siglfirðingar standa einhuga saman um velferðarmái þessa byggðarlags, er óhætt að ala bjartar vonir í brjósti. Þá verður dómur framtíðarinnar á þá leið, að við höfum orðið hyggnir af skaðanum, þegar síldin brást, og borið gæfu til þess að treysta að- stöðu okkar á nýjum grunni og þarafleiðandi jafnvel hagnast á óhöppunum. R. Bæjarbragor og byggðarstoðt Efst í huga okkar hlýtur að vera velferð og viðreisn Siglu- f jarðar. Og það á að vera okkar sómi og skylda, að skapa hér þann bæjarbrag og byggðarstolt, sem framförum flýtir og frjótt athafna- og menningarlíf þróast í. Við eigum að bera höfuðið hátt sem Siglfirðingar og minnast þess, að þótt vegur okkar væri mikill á uppgangsárum síldar og silfurs, erum við þó meiri fyrir hitt, að hafa þraukað, þrátt fyrir vöntun silfurs og síldar! Við eigu mað standa trúan vörð um bæinn okkar og allt það, sem honum má til framdráttar verða og við kemur hag hans og sögu. ----------------o----- 20. maí, dagur siglfirzkra kaup- staðarréttinda og tilkomu verzlun- ar hér, er nýliðinn. (Á 100 ára afmæli löggiltrar verzlunar í Siglu firði, 20. maí 1918, hlaut Siglu- fjörður kaupstaðarréttindi í af- mælisgjöf). Það er sorglegt, að það sem einkenndi daginn, var þetta þrennt: 1. Hve fáir drógu fána að hún. 2. Hve margir spurðu fyrir hverju flaggað væri. 3. Algjört tillitsleysi ráðandi aðila til dagsins og þess, sem hann átti að minna á. Slík er okkar ræktarsemi, okk- ar niðurbrotna byggðarstolt. Bær- inn okkar, saga hans og helztu söguviðburðir, hverfa í grátt skiln ingsleysið, flatneskju hversdags- manna og ískaríót-hugar til heimahaganna. Þetta er okkar allra sök, en 20. maí má aldrei aftur gleymast þeim, sem Siglu- firði unna. (f Reykjavik var dags- ins minnzt af þar búsettum Sigl- firðingum með veglegu hófi). ----o----- Enn eimir eftir af gömlum Gróu sögum um Siglufjörð víðsvegar um land. Sögum, sem að mestu eru tilbúnar, en að litlu sannar. Sannleikskornið í sumum þeirra á rætur að rekja til manna, sem hingað sóttu um stundarsakir, er gull hafsins gekk hér á land, lifðu hátt og léku grátt — og lýstu svo sínu eigin hátterni í friðsömum bæ, sem siglfirzku sérkenni! Er þeir voru á burt, var eftir friðsamt og frjálslegt fólk, sem kaus að lifa lífi sínu í heilbrigðu starfi og hófsamri gleði, fólk, sem að vísu var laust við kreddur og hástúkustig, en mátti ekki vamm sitt vita. Þetta fólk vildi skapa frjálslegan bæjarbrag, þar sem heilbrigður metnaður og byggðar- stolt knýja á dyr frama og fram- þróunar. Þessar Gróusögur þarf að kveða niður, hvítþvo skjaldarmerki Siglufjarðar, hinar þrjár silfruðu síldar, í augum alþjóðar. -----o---- Við erum of sundruð. Stjórn- mál, starfsgreinar, trúmál, jafn- vel íþróttir, skipta okkur í and- stæðar heildir, oft stríðandi. Við berjumst sem berserkir, körpum og klögum um hvert mál, oft því meira og hærra, sem málið er nauðsynlegra og varðar meira heildarhagsmuni okkar. Okkur skortir þann Klakksvíkureinhug, sem skapar eina sál, órofa heild, þegar þörf er brýn og Sigluf jörð- ur þarfnast þess. Sökin er skortur á ræktarsemi, skilningi og virðingu fyrir því, sem ætti að sameina okkur, hags- muni okkar og hugi: Siglufirði, þess sómastaðar að fornu og nýju, sögu hans og velferð. -----o---- Saga Siglufjarðar hefst á land- Framhald á 3. síðu Þad borgar sig að verzla hjá Gesti Fanndal

x

Þytur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þytur
https://timarit.is/publication/425

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.