Good-Templar - 01.01.1902, Blaðsíða 8
4
málum, er fullan rétt eiga á því að vei-a talin með aðal-vel-
ferðarmálum þjóðarinnar, og það er enda mjög líklegt, að það
ætti að ráða alt eins miklu um kosningaúrslit til alþingis,
eins og hvert annað landsmál. Að minsta kósti er óhætt, að
fullyrða, að ekkert af þeim málum, sem nú eru á dagská,
grípur meira inn í hversdagslifið en það, eða snertir meira kjör
almennings og siðgæðisþroska einstaklinganna og þjóðarinnar
allrar.
Hér er nú fyrir hendi mikið og vandasamt starf fyrir alla
bindindismenn, og þá einkum fyrir oss Good-Tempiará, að gæta
þess, að réttur málefnis þess, er vér höfum að oss tekið, verði
eigi fyrir borð borinn við kosningarnar í vor. Að þvi er önnur
mál snertir, er hver maður sjálfráður um það, hveija sann-
færingu hann hefir, hrort heldur hann er Good-Templar eða
eigi; en að því er bindindismálið snertir, hefir hver og einn Good-
Templar undirgengist að starfa með öllu ieyfilegu móti að út-
rýmingu áfengisins, og er sannfæring ror í því efni þai- með á-
kveðin. En nú á það að sjást, hversu mikið vér viljum vinna
fyrir þessa sannfæringu vora. Nú hlýtur það að koma í ljós,
hvort oss er þetta svo innilegt hjartans mál, sem vera ætti,
og er þess óskandi, að svo reynist.
Það verður nú að vera á valdi yðar, hvers um sig, að
starfa þannig að þessu máli, að þér reynist trúir yðar háleitu
skuldbindingu og vinnið málefni voru sem inest gagn, eftir
því sem kraftar yðar leyfa og þér sjáið yður fært. Því meira
sem hver einstakur af yður fær á unnið í þessu mikilsverða
máli, þess vísari sigur eigum vér í vændum.
Starfsaðferðin hlýtur auðvitað að verða nokkuð mismun-
andi eftir því, hvernig á stendur i hverju kjördæmi. En þess-
ar aðalreglur virðast mér vera hinar heppilegustu:
1. Reynið að sannfæra þingmannaefnin og fá hjá þeim
skýi'a yfirlýsingu um að þeir fylgi vorum málstað og tjái sig
hiynta allri takmörkun á áfengissölu og aðflutningi á áfengi.
2. Veitið fylgi til kosninga þeim, sem þér hafið frekasta
vissu fyrir að styðja muni málefni vort, og reynið að sjá svo
um, að í kjördæmi yðar verði völ á slíkum mönnum, svo að
enginn bindindismaður þurfi i þessu efni að greiða atkvæði gegn
sannfæringu sinni.
3. Varist, sem mest má verða, að blanda stórpólitiskum