Good-Templar - 01.01.1902, Blaðsíða 14
10
naumast þarf að kvíða hónnar framtið, og svo vona eg að s'é
um hinar líka.
Allsterk framför hefir víða átt sér stað. T. d. hafa
stúkurnar hér í Boykjavík eflst að miklum mun, og svo er
um fleiri stúkur; þar á meðal sumar af þeim yrigri, t. d.
„Nýju aldar blómið“ nr. 76 í Fljótum, „Eygló“ nr. 78 í Mýr-
dal og fleiri.
Tombólur hafa verið haldnar með góðum árangri á Dýra-
firði og í Stykkishólmi. Afmælis-samkomur sömuleiðis á fleii i
stöðum og hefir það hvorttveggja glætt og eflt, sumpart út á
rið, og sumpart inn á við. Opinber fundur var á Akureyri
1. des. síðastl. Viðstaddir á 3. hundrað manns og urðu þó
nokkrir frá að hverfa, vegna rúmleysis í húsinu.
Allmiklu fundarhúsi hafa þær nú komið sér upp aftur,
stúkurnar í Bolungarvík. Þær gera sér von um að það verði
fastara fyrir en hið fyrra var; hvorki stormar né ágangur
áfengisvina fái grandað því.
Af Austfjörðum er mér skrifað 30. nóv. f. á: „Ekki get
eg sagt með vissu, hvort Norðfjarðar-kaupmenn hætta vínsölu
við næstu áramót; mér vitanlega hafa þeir ekki gefið ákveð-
ið svar enn þá. En harðleikið virðist mér, ef ekki verður
hægt að vinna þá áður langt líður.
Sem stendur, sárnar mér mest að vita, hversu óstjórnleg
vínsala fer alt af fram á skipunum, sem ganga kring um land-
ið. Að hafa fengið hreint fyrir sínum dyrum heima og fá
svo þennan ófögnuð er óbærilegt. Slíkt háttalag má alls ekki
eiga sér stað framvegis. Það verður að ganga djarft að, til
að fá slika óhæfu afnumda.........“
Þetta mál þarfnast rækilegiar íhugunar og aðgerða.
Undirskriftasöfnunin lítur út fyrir að fái góðan byr, ekki
að eins meðal Terriplara einna, heldur hefl eg einnig fengið
fregnir af mörguijr öðrum, sem eyðublóðin voru send, sem
hafa hin beztu ummæli um að vinna að henni eftir megni.
Enda er bar um að gera. Hún hefir svo mikla þýðingu. Ár-
anguTinn af henni er oss alt. Munum það, að undir úrslitum
hennar er öll vor hamingja komin á næstu árum. Eg vona
að hver góður drengur, hver sannur ættjarðarvinur skilji sitt
hlutverk í þessu máli og flnni sig skyldan til, vegna sín,
vegna ineðbræðra sinna og meðborgara að gera ait, sem hann