Good-Templar - 01.01.1902, Blaðsíða 19

Good-Templar - 01.01.1902, Blaðsíða 19
15 verið sett öll niður í Reykiavík til þess að hafa eftirlit með því að þossir þrír menn gerðu skyldu sína. Ef þeir menn eru kosnii, sem gera hana án eftirlits, þá þarf ekki framkvæmda- nefndarinnar með, og framkvæmdanefndar-meðlimir, sem væru dreifðir út um alt land, væru þeir beztu umboðsmenn, sem stórstúkan gæti haft, hver í sínu umdæmi. Þótt stórstúku- þing væri annarstaðar en í Reykjavík, þá mætti velja marga menn þaðan í framkvæmdánefndina, og það yrði án efa gert. Það mætti jafnvel veija Reykvíkinga, sem ekki kærnu norður, í embætti. ef menn vissu að þeir tækju á móti valinu. Um- boðsiuaðurinn við stórstúkuna, eða einhver F. St.-T. gæti svo skotið á aukaþingi, og sett þá i embætti eftir þingið fyrir sunnan. Pað sem ætti að gera stórstúkuþing á Akureyri svo, að framkvæmdanefndin sæi það elcki fært, væri kostnaðurinn eða mannfæðín. Kostnaðurinn yrði ekki meiri en hann hefir verið 2 síðustu þing. Fulltrúar að sunnan kostuðu 50 kr., ef stórstúkuskatturinn hrykki svo langt, en þeir kæmu ekki fjarska margir, allra sizt ef Jögum Reglunnar með að borga ekki út nokkurn eyri fram yflr fulltrúaskattinn væri hlýtt. Sunnanstúkurnar, sem vildu hafa alla þá fuiltrúa, sem þeim væri heimilt að hafa, yrðu að borga frá sjálfum sér til að senda þá. fing á Akureyri yrði þá ódýrara en í Reykjavík, svo það ætti að vera fært. Þá er mannfæðin eftir. Að sunn- an mundu koma 10—12 fulltrúar, og af Austfjörðum og Norðurlandi miklu fleiri en vant er. -— Stórstúkuþing á Akur- eyri hefði 24—36 fulltrúa og 10—15 stigmeðlimi og yrði eflaust samkoma með 35 — 50 manns alls. Við höfum haldið stórstúkuþing með 16—30 fundarmönnum, sem einu sinni roru allir óæfðir, og oftast nokkrir, og unnið vel. Fundir með 60—80 talandi fulltrúum eru seinni að afljúka sömu störfunum en fundir með 30—50 manns. Þingi á Akureyri yrði að ætla dag til sameiginlegs fundar með fulltrúum frá bindindis- félögum Norðurlands. Eg veit að Templarar á Akureyri mundu gera sitt bozta til að taka vel á móti stórstúkuþinginu, eg hefl það traust til Norðlendinga, að þeir inundu endurgjalda Reglunni þann sóma, sem við sýndum þeim með því að hafa þingið þar, og skei'- ast betur i málið eftir en áður. (Framh.)

x

Good-Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.