Good-Templar - 01.01.1903, Blaðsíða 7
3
Gleðilegt nýár! — Aldna árið líður
nú alt, a,f lengra burt í geimsins djúp;
það vinaiegt, og broshýrt kveðju býður
og bregður um sig mildum geislahjúp.
Þess skuggar hverfa, — en þess ársæld liflr
sem aftanroði höfðum vorum yfir.
Pað fer með sæmd á sinna feðra fund
það færði strið, og sorg og mæðu ól
en oftar skein þó sælla daga sól
og signdi vora köldu jökulgrund.
Og er það hverfur undir hafsins rönd
þá er sem vinur flytji burt af strönd.
Pað bar i faðmi vora heill og hag
og hóí vorn málstað frarn á sigurbrautir,
og lót oss standast margar þungar þrautir,
og gaf oss margan sigursælan dag.
Það bar oss einnig ýmsa gfeðifrétt
sem ætíð gerði þungu sporin létt.
En lítið nú að hvítum austurheiðum
þar himinhvelið ársins morgun í'oðar.
Þar liggur glóð á hnúkum herðabreiðum
sem lieimi ölltim nýjar fréttir boðar.
Vor vonarbjarmi brýzt um skýin þar —
svo bjartur aldrei hann í fyrra var.
Hið nýja ár só Ijós á vegum vorum,
það verndi, styrki’ og tryggi félagsböndin,
það varni því að hendi sleppi höndin
og hefji blórn úr vorum förnu sporurn.
Það beri áfram oss um þvílíkt skeið
sem árið það, sem nú til viðar leið.
Já, góðu systkyn’! Heilla’ og heiðurs ár!
Og hagsæld fylgi þessu góða merki,
og sigur fylgi þessu þunga verki,
og margar hýrni mæðuþrungnar brár.
0, kæra ísland! Mörg þín mein og sár
nú mýki og græði þetta nýja ár!