Good-Templar - 01.09.1900, Qupperneq 11

Good-Templar - 01.09.1900, Qupperneq 11
115 nnni. En það var svo að sjá sem hún gæfi því varla ganm. En hún stóð grafk'yr eftir sem áður, og starði ut í hríðina. Hún var að hugsa um, hvort hún ætti að leggja út í hríðina, og reyna að sækja manninn sinn. Hann hafði farið út í kaup- staðinn tímanlega um daginn. I’á hafði veðrið verið bærilegt. Hún treysti sér ekki út í hríðina og svo þorði hún varla að skiija börnin ein eftir í kofunum. Loks réð lnín þó af að fara ekkert og vonaðist eftír því að Hallur færi ekkert á stað úr kaupstaönum. Síðan gekk hún inn til barnanna, sem öll köliuðu á mömmu og brauð. Þrem dögum síðar þegar hríðinni létti, heyrðist sú fregn, að Hallur frá' Koti hefði fundist dauður skamt, frá kaupstaðn- um. Hafði hann iagt á stað í hríðinni fyrsta kveldið som hún var. og hafði hann þá verið hálfdrukkinn. Svo hafði hann ekki náð hænum og orðið úti í hríðinni. Það fréttist og jafnframt að Ástríður í Koti hefði fundist dáin heima í rúmi sínu og hefði yngsta barnið sogið hana dauða, en hin setið grátandi í kringum líkið þegar að var komið. Þessi frétt flaug sem elding um kaupstaðinn og fékk hún mikið á flesta. En ekki er þess getið að drykkjuskapur færi minkandi þar að lieldur. Svo sljóir vóru mennirnir að þessi voðalegu afdrif höfðu lítil áhrif á þý Bakkusar. -----—<>o<>>0---- Raddir hvaðanæva, Eyrarbakka 1. Agúst 1900. „Sunnudaginn 5. þ. m. vígði hr. ritstjóri Einar Hjörleifsson samkomuhús stúkunnar „Freyjá" nr. 31 í ölfusi. Vóru þar saman komnir 40 meðlimir þeirrar stúku og nokkrir meðiim- ir stúknanna hér. Ræður fluttu þeir séra Ólafur Ólafsson, Æðsti-Templar stúlkunnar, og herra Einar Hjörleifsson; einnig las hr. E. H. sögu og kvæði, sem hvortveggja þótti ágætt,. Um ræðurnar þarf ekki að segja margt, því allir sem þekkja ræðámenn, vita að þeir eru snillingar i því efni. Kið er óhættaðfullyrða,aðstúkan „Freyja“ hefur haftminna fyrir að koma sér upp húsi en margar aðrar stúkur, enda eiga fá- ar jafn ötulau foringja eins og séra Ó. Ó. er, Húsið, sem kosta

x

Good-Templar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.