Good-Templar - 01.09.1900, Side 14
118
Bálkur Stór-Templars.
irroBlui B3X3sr-ÆL.ussoisr, s.-o?. —
30. September 1900.
Úr bréfi, sem br. Sig. Júl. Jóhannesson skrifaði til stúk-
unnar „ Bifröst" nr. 43, hefl ég leyfi stúkunnar til að setja það
sem fer hér á eftir. Br. S. J. .1. er kappsamur og ákafur
bindindismaður fyrir vestan haf eins og hann var hér, og var
á síðasta Stór-Stúkuþingi í Manitoba. Hann segir:'
„Bindindishreiflngin er afar-sterk liór, og ganga íslending-
ar þar feti framar en nokkur önnur þjóð. Englendingar í þessu
iandi eru fremur daufir og aðgjörðalitlir í þá átt, og mjög er
íslendingum hrósað fyrir bindindis-starfsemi í enskum blöðum.
Pað var stundum viðkvæðið heitna, að þossi og bessi stúka
væri „bezta stúka í heirni.“ Br. Borgþór taldi „Eiuinguna" beztu
stúku i heimi, br. Indriði taldi „Vorðandi" beztu stúku í heitni,
br. Ástvaldur taldi „Hlín“ heztu stúku í heimi, og br. Sig. Júi.
taldi náttúrlega „Bifröst" beztu stúku í heirni. Og ég mán
ekki hvort það var heldur br. Einar Hjörleifsson eða br. Jón
Ólafsson sem kvaðst hafa heimsótt margar stúkur víðsvegar
um heim, og íslenzku stúkurnar tækju þeim ölliim fram. Ég
get tekið undir með þetta nú. Ég þekki orðið töluvert bind-
indis-alvöru meðal annara þjóða hér, og íslendingar bera yfir
þá höfuð og herðar — það er ekkert oílof. Ein St.-St. er hér
í Manitoba, og sitja íslendingar þar í öllum æðstu embættum,
þeir eru í miklum meiri hluta í framkvæmdarnefndinni. Stór-
Templar er br. séra Jón Clemens. Já, það er nú bindindis-
maður meira en að nafninu,....... Jón Á. Blöndal mynda-
smiður er St.-Rit., hann er eitt af þessum óbifanlegu björgum,
sem Reglan hvílir á, hann hefir vorið henni jafn-trúr og jafn-
starfandi í 12 ár. Iíann er Árni Gíslason annar með friðinn
og ánægjuna, eijuna og einlægnina, sem allir elska, allir treysta
og allir bera virðingu fyrir.
Hér í Winnipeg eru 2 stúkur, heitir önnur „Iíekla“ og
telur 270 manns, en hin „Skuld“ og telur um 200. Auk þess
eru íslenzkar stúkur víðsvegar út nm nýlendur, og enginn
maður í allri Ameríku af íslenzkum ættum verzlar með nokk-
urn dropa af áfengi. Hér er srniður einn í félaginu, sem heitir
Bergsveinn Long, einn af okkar góðn og gömlu starfsmönnum.