Good-Templar - 01.06.1902, Blaðsíða 5

Good-Templar - 01.06.1902, Blaðsíða 5
65 1. febr. 1901 voru í Unglingareglunni 481 drengur, 445 stúlkur og 152 fullorðnir, alls 10Í8; en 1. febr. 1902 479 drengir, 464 stulkur og 170 fullorðnir, alls 1113. Fjölgað um 35 félag«. 1. febr. 1901 voru 18 stúkur starfandi, 4 hafa lagst niður, en 3 st.ofnaðar, og voru því 17 unglingastúkur starfandi 1. íebr. 1902. Frátt fyrir fækkun unglingastúknanna, má þó segja, með tilliti til meðlimafjöldans, að Unglingareglan standi á fastari fótum en 1. febr. 1901. — Umsókn Muus-verzlunar í Reykjavík um áfengissöluleyfi. Frá tildrögum þess máls og tillögum bæjarstjórnarinnar um það var stuttlega skýrt í síðasta tölublaði „Good-Templars“. Siðan það tölubl. kom út, hafa þau tíðindi orðið, sem ýmsum munu hafa komið nokkuð á óvart, að amtmaður (J. Havsteen) vrskurðaði að veita verzlun Jiessari áfengissöluleyfið, þrátt fyrir tillögur bæjarstjórnarinnar, og þrátt fyrir það, þótt mikill meiri hluti atkvæðisbærra manna hér i bæ hefði tjáð sig leyfl þessu mótfallinn. Yér skulum eigi um það dæma, hvort þessar tiltekjur amtmanns eru fyllilega í samræmi við gildandi lög eða eigi. Að sjálfsögðu álítur hann þessa aðferð löglega, og má vel vera, að ýmsir séu á sömu skoðun. En kunnugt er oss um það, að margir draga það mjög í efa, og að minsta kosti sumir þeirra manna, sem fjölluðu um vínverzlunarlögin á þingi 1899, vilja skilja þau á annan hátt en hér hefir gert verið. Um það atriði má sjálfsagt lengi þi átta fram og aftur, án þess að komast að áreiðanlegri niðurstöðu, enda er það dómstólanna, að skera úr þvi, hvað lög eru. Skulum vér þvi eigi að sinni fjölyrða um það, en að eins til fróðleiks og athugunar setja hér það ákvæði úr lögum um verzlun og veitingar áfengra drykkja á íslandi frá 11. nóv. 1899, sem um er að ræða. Þar segir svo í niðurlagi 2. gr.: „Amtmaður úrskurðar, hvort veita skuli leyfisbréf að fengnu áliti hreppsnefndar eða bæjarstjórnar. Á stöðum, þar sem önnur verzlun með áfengi er fyrir, ber að veita

x

Good-Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.