Good-Templar - 01.06.1902, Side 8
68
e8a máðurinn þinn, eða pabbi þinn kemur ekki í land framar.
In hve margir sýna hluttekningu vandamönnum aumingja
mannanna, sem gefa mestalt kaupið sitt, vit og sómatilflnn-
: ingu fyrir áfonga drvkki?
Það er ös á öllhm svínastíum bæjarins, því að margir
sjómannanna eru þyrstir, og svo fara margir aðrir á kreik,
sem þykir óskaráð að drekka í blóra við sjómennina, og halda
að þá taki enginn eftir, þótt þeir sóu ölvaðir, meðal þessara
siðastnefndu er Jón frá Seli.
Jón hafði raunar drukkið talsvert síðan hann var rekinn
úr Reglunni, en þó kastaði nú tólfunum, þegar skúturnar
voru að koma að. Hann hafði verið dauðadrukkinn á hverju
kvöldi í viku, svo að Anna átti æði erfitt. Hún hlakkaði til
sunnudagsins, því að þá var þó flestum knæpunum lokað, þótt
sumir héldu að þær verstu væru opnar, þrátt fyrir öll yflrvöld-
in og lögregluna i bænum.
Jón svaf þangað til klukkan 11 á sunnudagsmorguninn,
váknaði með talsverðum timburmönnhm og samvizkubiti, og
fór i kirkju með konu æinni, þótt þau væru þar ekki tíðir
gestir. Anna fann að henni veitti ekki af huggun og hjálp,
óg Jón fór fyrir konu sína.
í’egar úti var, mundi Anna hvorki ræðutextann né efnis-
skiftinguna, en hún mundi samt kafla úr ræðunni, sem hljóð-
aði ..hér um bil á þessa leið:
„Hver, sem syndina drýgir, er þræll syndarinnar. Það er
óttalegur sannleiki fyrir synduga menn. Vér þurfurn ekki
annað en að hugsa um . drykkjumanninn til að sjá þetta
greinilega. En það eru íleiri syndaþrælar en þrælar Bakkusar.
En ef þú ert hér inni, sem finnur til þess og flnnur sárt til
þess að þú ert þræll fýsna þinna'og þráir að losast úr fjötr-
um syndarinnar, þá gæt þess að enginn, hvorki þú sjálfur né
aðrir menn, hvorki englar né illir andar, himin, jörð né helvíti
geta brotið af þér hlekkina — enginn nema Jesús Kristur einn.
Syndin getur launar tekið myndbreytingu og heiminum
kann að sýnast að þú sért orðinn frjáls, en haflr þú ekki komið
í einlægri iðrun og trú að barmi Krists, þá ert þú samt þræll
syndarinnar. En drottinn býður þér náð og freisi — ó, að þú
í dag vildir heyra hans raust.
Ef nokkur drykkjumannskona er hér inni, sem grætur