Muninn

Árgangur

Muninn - 21.11.1929, Blaðsíða 4

Muninn - 21.11.1929, Blaðsíða 4
MUNINN sje niður í lærðu deild mentaskól- ans sú námsgrein, sem ein allra kendi oss hreina rökfræði. Oss verður á að spyrja: Hví er þetta gjört? Hvert stefnir? Er það sökum þess, að örfáir menn háfa talið sjer og e. t. v. öðrum trú um, að þeir gæti ekki lært stærðfræði? Eiga. þeir, sem hafa e. t. v. takmarkaðar gáfur á einhverju sviði, að binda alla aðra á sama klafa? Eiga þeir, sem toga niður, að hafa bæði töglin og hagldirnar? Eiga þeir að skera, sem vilja sníða stakkinn þrengst- an? Eigum vjer að fleygja frá oss þeirri. námsgrein, sem öll vísindi byggjast á, og sem er oss öruggur hnoði í ótal völundarhúsum. Eig- um vjer að fleygja reglum Pýþa- gorasar, en leggja höfuðið í bleyti við að læra »Ágrip af danskri málfræðk eftir Jón ófeigsson, þar sem reglurnar virðast gjörð- ar, til þess að finna undantekn- ingarnar? Ætli það gæti ekki farið svo, ef vjer hjeldum lengi áfram í þessa átt, að þekking vor líktist lauf- fögru trje, sem fjelli við fyrstu stormhvinu, sökum þess, að ræt- urnar væru ótraustar. Hver er orsök þess, að sumar námsgreinar- fjarlægjast nemend- ur svo mjög? Vjer vitum að skemtilegur kennari getur glætt áhuga nemanda á námsgrein, sem honum var ekki hugleikin fyrr. Einnig vitum vjer, að leiðinleg námsbók getur gert dásamleg vís- indi að hlægilegri heimsku í au"g- um nemenda. Milli nemandar og námsgreinar er venjulega djúp, sem þai-f að brúa, og á það ekki síst við um stærðfræði. Þetta djúp hugðumst vjer að brúa er> lendum námsbókum. Bókum, sem samdar voru handa annari þjóð með annarskyns gáfnafari,þörfum pg þrám. Bókum, sem nemendur fyrirlíta, og jafnvel kennarar kvarta undan. Vjer hugðumst að ósekju geta svift móðurmálið þeim sjálfsagða rjetti og þeirri helgu skyldu, að samræma hugsanir snillinganna vorum eigin. Það þykir boða ó~ samlyndi, að heilsast eða kveðjast yfir borð eða þröskuld (og jafn- vel að kyssast yfir girðingu, sem þó er oft gert). - Vjer hugðumst að brúa álinn, en í miðjunni var banvænn streng- ur, sem margan hefir solgið. Trúfesti vor við erlendar náms- bækur er jafnvel orðin svo rótgró- in, að vjer höfnum hiklaust ís- lenskum. Dr. ólafur Dan Daníels- son hefir samið kenslubæknr í stærðfræði. Þær hafa ekki ennþá getað rýmt úr vegi hinum dönsku, sem tvímælalaust standa þeim langt að baki. Bók hans »Um flafc- armyndir« er nú víðast lögð nið- ur, þar sem byrjað var að kenna hana, t. d. hjer í skóla. Doktorinn drepur á þetta í formála »Kenslu- bókar í algebru«. Telur hann not- kun erlendra námsbóka undrum sæta í íslenskum skólum og bend'- ir átakanlega á galla þeirra. »...... því að stærðfræðin er sú eina æfing í"»hreinni rökfi'æðk,* sem skólarnir veita. Um þetta held jeg að ekki verði deilt. En að íslendingar byrji að æfi sig 1 rök- fræði á dönsku, í stað þess að æfa hana á sí-uú móðurmáli, því má hver hæla sem víll fyrir mjer... — Þegar jeg var í skóla mun mjög hafa skort á það, að betri hluti nemenda skildi inngang al- gebrunnar, hvað þá hinir. Og jeg býst við að segja megi það sama enn«. Það er ótvíræð skoðun hans, að eríendar námsbækur fullnægi alls ekki þörf nemandans. En haun er, sem kunnugt er, lærðasti núlif- andi íslendingur í þeirri grein og * Locica formalis. hefir mikið fengist við kenslu. Sú er önnur ástæða andúðar gegn stærðfræðinámi, að nem. þykjast ekki hafa bein not af allri stærð- fræði. Jeg leyfi mjer einnig að benda á svar dr. Dan við f jar- stæðu þessari. »Nei, tilgangurinn með stærð- fræðináminu er alt annar. Hann er sá, að venja nemandann á ná- kvæmni í hugsun sihni og hug- kvæmni um leið, sem engin önnur kenslugrein æfir hann í að sama skapi. Auk þess fer stærðfræði- kenslan.með nemandann beint inn í vinnustofu vísindanna«. Er þetta þá ekki nokkurs virði? Er það ekki einmitt þjálfun hugs- unarinnar, sem^ss skortir mest? Afnám stærðfræði í mentadeild, með þeim breytingum sém óhjá- kvæmilegar eru í ljós- og stjörnu- fræðinámi, er beinlínis að þurka burt alt'VÍsinda'snið af mentaskól- unum. Fer þá að verða fátt. til þeirra að sækja, og líklegast • að latínan hrósi að lokum sigri með »vertio-pálma« í höndum. - Það er mikið rætt um, hve mjög oss skorti náttúrufræðinga og" há- skólagengna búfræðinga, 'en allir mega sjá, að afnám stærðfræðinn- ar er illur Þrándur í götu þeim, er þessa braut vilja ganga, og jafnvel svo, að efnalitlum mönn- um getur orðið ókleyft. En vonandi er, að vitrir menn sjái bráðlega, að breytingarnar valda tjóni og-hefjist handa gegn heimsku þessari. Og því fyrr, sem vjer fáum stærðfræðina aftur, því betra. Skaðinn gerir menn hyggna, en ekki auðga. Og nú lærum vjer auðvitað af þessari andúð gegn stærðfræðinámi, að kjósa eigi er- lendar námsbækui-, þá er vjer eig- um kost íslenskra, sem að allra dómi taka hinum fram. Matth. Jónasson frá Eeykjarfirði. Prentsmiðja Odds Björnssonar.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.