Muninn - 17.04.1931, Blaðsíða 2
2
MUNINN
engan vegin flúrmyndalistin, sem
hefir áhrif á sköpun stílsins. Flúr-
myndalistin er aðeins einn þeirra
liða, sem stílkendin kemur greini-
legast fram í. — Stíllinn er langtum
umfangsmeiri, og er hans jafn vart
í myndlist sem byggingalist, og
útflúri sem öllum skrautgripum, og
ekki hvað sízt í Iínumyndunum
allra hluta.
Hér vinst ekki tími til þess að
ræða nánar einstakar stílgerðir enda
yrði það alltof viðtækt, en nákvæm
athugun á flúrlistinni er ein örugg-
asta leiðin til skilnings á sögu stils-
ins, því að í henni fær maður oft
bezta fótfestu um upprunalegar
myndanir. Sömuleiðis er auðveld-
ara að fara þar út í smámunina,
þar sem aftur mundi reynast öllu
torveldara að fylgja blæbrigðum
stílsins í t. d. myndlistinni.
Að lokum vildi eg hreyfa við
einu atriði, sem fróðlegt mun að
kryfja til mergjar.
Pegar rætt er um listir, kemur
ekki ósjaldan fyrir að menn slíta
samræðum með þessu kunna mál-
tæki íHver hefir sinn srnekk*, og
því ekki hægt að ræða málið nánar.
Yfirlit yfir sögu stílsins virðist í
fyrstu staðfesta þessa skoðun, því
að þegar þess verður vart, að án
afláts skiftir um smekk, komastmenn
fljótt að raun um að eiginlega er
ekkert það til sem með sanni má
kalla »góðan« eða »vondan« smekk
í þeim efnum. — Hinsvegar gæti
þetta verið að nokkru leyti röng
skoðun. —
Saga stílsins sýnir oss í rauninni
að hinn svokallaði »góði smekkurc
kemur fram á margvíslegan hátt,
en þó hefir hann altaf eina tiltekna
lyndiseinkun, það er tilfinning sam-
ræmis, heildarsvips og stíls.
Par sem einhver sérstök stílkend
ræður, eru allar myndanir sem lið-
ur í einni neild.
Par ríkir »góður smekkur.t Fátt
er eins fagurt, sem t. d. það að
sjá byggingu sem ber heildarsvip
eins sérstaks stíls, en að samræma
miðaldastil nútímabyggingu mundi
vera smekkleysa.
Stlll er samræmi, og góður smekk-
ur er sama og stílkend. H. B.
Um styrjaldir.*
(Qeorge Santayana.)
Hernaðarhvötin á sér djúpstæðar
rætur. Orð, hugarburðir og konur
verða mönnum að deiluefni, ef
ekki vill betur til, — og menn
berjast jafnvel, ef þeim geðj-
ast ekki hverjum að öðrum. Mönn-
um er ósegjanleg nautn að koll-
varpa hlutum, einkum ef þeim er
hreykt hátt. Sannur bardagamaður
fyrirlítur af hjarta þá hildi, sem háð
er af skynsemi og hugsun; jafnvel
hinir óherskáustu menn myndu fyr
leggja slíkri baráttu liðsinni sitt.
Fögnuður og sigurgleði hermanns-
ins er fólgin i vígfýsi hans og færi
því, er honum gefst á að sýna
göfuglyndi. Menn berjast ekki fyrir
gróða sakir heldur bardagans vegna
og sigursins. Sigurvegarinn nýtur
eflaust góðs af sigrinum. Ef styrj-
öld gæti ekki skapað lífsskilyrði,
myndi stríðshvötin aldrei hafa fest
rætur í nokkrum langlífum kynstofni.
Nokkrir menn geta lifað á ránum,
rétt eins og nokkur rándýr geta lif-
að í heiminum, aðrir verða að afla
sér brauðs með iðni og atorku, al-
veg eins og býflugur, maurar og
grasbítir, en sigurinn flytur ekki allt
af heill og hamingju þeirri þjóð,
sem á sigursælan her. Pótt stöku
sinnum vilji svo vel til er það varla
að telja.
Ýmsir dást að lífsunaðsemdum
frumþjóðanna. Vegsemendur styrj-
alda boða, að sú þjóð glati mann-
dómi sínum, er eigi færi annað
veifið blóðfórnir í ófriði. Reynsfan
brýtur hvarvetna í bága við þenna
blygðunarlausa boðskap. Styrjaldir
eyða auðæfum þjóða, steypa atvinnu-
vegum þeírra í glötun, draga úr
þroska, eyða samúð og skipa blind-
um tilviljunum í valdasess i stað
mannlegrar hugsunar.
* Ritgerð þessi var birt fyrst 1905.
Unga kynslóðin verður á styrjalda
tímum fyrir andlegri kyrkingu og
líkamlegri, sem jafnframt nær til
næstu kynslóða. Mannskæðar styrj-
aldir, erlendar og innlendar (civil),
hafa valdið hinni mestu hnignun,
sem mannkynið hefir beðið. Pær
eyddu gríska aðlinum og rómverska;
Nútímaþjóðir eru því runnar frá
þrælum, en ekki köppum. Ekki ein-
ungis líkamir þeirra bera þess vitni.
Þegar lífið hefir leikið við þjóðir
um stund og friður ríkt, brýtur
orka (anergies) þeirra af sér öll
bönd. Peir kraftar, sem þaer hafa
safnað á friðartimum, gera þær víg-
fúsar (aggressive). Pessir menn eru
óbældir og þróttmiklir úr baráttunni
við náttúruöflin. (Par halda venjulega
hinir beztu velli, en í styrjöldum
falla þeir jafnan). Peir ráðast á aðr-
ar þjóðir og sigra vígbúna herja í
einni svipan, gerast drottnendur um
hríð, leggjast síðan í hóglífi og
sogast burt í hringiðu gleymskunn-
ar. En svo getur risið upp í öðru
landi manndómsþjóð, sem skilur
gildi sigursins, sakir þess að styrj-
öld hefir ekki glapið henni sýn.
Sama er að kalla styrjöld uppsprettu
hugrekkis og dyggða, og að kalla
saurlifnað uppsprettu ástarinnar.
Hugrekki, sem ekkert skelfist, er
dýrsleg dyggð, ómissandi í heimi
fullum af mannhættum. Par er
krafizt að menn gangi hiklaust út í
dauðann, þegar svo býður við að
horfa. Svo ugglaust hugrekki virð-
ist því fremur fagurt en grimmilegt,
en það er lægst og ósjálfráðast
(instinctive) allra dyggða og hefir
þess vegna hlotið mesta aðdáun og
einlægasta. Sönn dyggð er hugrekki
fólgið i staðfestu og óbilanlegu
þolgæði i áhættum skynsamlega
ráðnum; en svo er ekki þegar ævin-
týraþrá (love óf danger) bakar mönn-
um böl að óþörfu, þótt verið geti
húngagnleg, þegarhættan verðurekki
flúin. Ofiátungsháttur og ertni eru
Iundareinkennj, sem fremur ætti að
telja til lasta en dyggða. Svo er og
um eðlishvöt áhættumannsins, sem