Muninn - 10.05.1944, Síða 2
2
MUNINN
\
Dimittendaþáttur.
(Fluttur á kveðjukvöldi dimittenda
20. apríl 1944).
í þann mund, er Sveinn á Bessa-
stöðum réð yfir íslandi, var mikið
sundurlyndi.
Ríkastir höfðingsmenn, aðrir en
Bessastaðabóndi, voru þeir Þórarinn
Björnsson og dr. Trausti Einarsson.
erli í fögrum draumum hinna frið-
sælu nátta þinna. Bentu svartsýnis-
mönnunum á, að enn er lífstakmark
þeirra komið undan fönn og klaka og
að enn getur lífið brosað við þeim
töfrandi og fagurt.
Bjóðum sumarið velkomið, sýnum
að við kunnum að meta þann tíma,
sem í hönd fer, og að það sé velkom-
inn gestur. Sameinumst í að hjálpa
sumrinu við endurbótastarf sitt.
Hefjum huggunar- og hjúkrunarstarf
vort. Verkefnin bíða alls staðar, og
alls staðar er þörf fyrir græðandi lyf,
huggandi orð og hlý handtök, því að
víða getur fórnardýr þjáninga og
sorga, hvarvetna berjast þreyttir og
þjakaðir og „það er alltaf einhver að
gráta“.
Mín innilegasta ósk — á þessu ný-
byrjaða sumri er sú, að á komandi
hausti, þegar dagarnir taka að stytt-
ast og næturnar að lengjast, þegar
sólin fer að lækka á lofti, skuggunum
fjölgar og gróður fellur, að þegar við
komum úr sumarvíking vorri, gætum
við talið sem flest tárin, sem við höf-
um þerrað, sem flestar undirnar, er
vér höfum grætt, sem flesta geislana,
sem vér hefðum veitt inn í myrk hug-
arfylgsni, og sem flestar lamaðar von-
ir, sem vér höfðum lífgað og lyft til
flugs.
Með því sýnum við bezt, að vér
höfum gengið í bandalag við sumarið,
sem alltaf hefir verið — frá því að ég
lék mér á hólnum heima, og er enn í
dag — í mínum augum, hugtak alls
hins bjarta og blíða, alls hins græð-
andi og huggandi og alls hins endur-
lífgandi í mannlegu lífi. Ef vér gerum
það, sýnum vér, að sumarvinna vor
hefir verið góð og muni bera tvöfald-
an ávöxt meðal annarra og okkar
sjálfra.
CLEÐILEGT SUMAR!
Sverrir Haraldsson. .
Þórarinn réð máladeild Menntaskól-
ans á Akureyri, en Trausti stærð-
fræðideild. Löngum voru fáleikar
með þeim, og glettust þeir hvor við
annan, því að báðir voru f jölkunnug-
ir. Þórarni veitti oftast betur, þá er
göldrum var beitt, enda var hann
lærður í Svartaskóla, en hnefar
stærðfræðinga þóttu harðari.
Dag nokkurn kemur Trausti að
máli við Þórarin og segir honum og
allri máladeild stríð á hendur í nafni
stærðfræðideildar. — Þórarin setur
hljóðan við þessi tíðindi, en vill þó
eigi undan skorast. Er orrustan
ákveðin að þremur dögum liðnum á
Gleráreyrum. Síðan skilja þeir, og er
fátt um kveðjur. Þórarinn hraðar sér,
sem mest hann má, og kemur að máli
við Runólf fóstra sinn og segir hon-
um hvernig háttum sé komið. „111 tíð-
indi eru þetta fóstri,“ segir Runólfur.
„Er sá maður í liði þeirra, er ek hræð-
umk meir en xii aðra“. „Hver er sá?“
segir Þórarinn. „Arnkell heitir hann
og er Benediktsson. Hann er hinn
mesti berserkur og eirir engu, og eng-
in bíta hann vopn.“ „Sér þú nokkurt
ráð við mannfýlu þeirri?“ segir Þór-
arinn. „Eigi geri ek þat, en þó hygg
ek, at þat muni sjá Gunnar Finnboga-
son, því at hann leysir hvers manns
vandræði.“ Síðan kalla þeir Gunnar
á sinn fund, og Þórarinn spyr hann,
hvort hann sjái ráð, sem að gagni
megi koma. „Sé ek tvö,“ segir Gunn-
ar. „Hver eru þau,“ segir Þórarinn.
„Annat er þat, at ek skrifi svo kynd-
uga grein í „Munin“, at stærðfræðing-
ar verði allir vitfirrtir“. „Ult er þetta
og ómannúðlegt, ok tröll hafi skrif
þín,“ segir Þórarinn. „Hitt ráðið er,“
segir Gunnar, „at ek fari á fund Héð-
ins frænda, en hann er fyrir liði 5.
bekkjar. Mun ek biðja hann at lýsa
yfir hlutleysi bekkjarins, en þat hafa
nú allir aðrir bekkir gjört. Skal hann
aftur styðja oss á laun. Hann skal
láta stela Arnkatli og halda honum í
böndum, meðan orrustan geisar.“
„Hvat skal þar í móti koma af okkar
hálfu?“ segir Þórarinn. „Þú skalt
heita þeim háum einkunnum í vor,
því að ekki mun þeim af veita, er þeir
skulu látnir þreyta próf í öllum
greinum.“ „Ult er það,“ segir Þórar-
inn, „en ekki mun ek þó undan skor-
ast, er þú telur svo mikið við liggja.“
Gengur Gunnar síðan á fund Héðins,
og semst þetta með þeim.
Nóttina áður en bardaginn skyldi
háður, bregður Sigfús Gunnlaugsson
sér í konulíki, fer á fund Arnkels og
lætur að honum blíðlega. Tælir hann
Arnkel niður í jarðhús þat, er 5.
bekkingum er kennt í, en þeir grípa
hann þar og binda. Þar gætir Fjalar
Austmaður hans.
Aður en orrustan skuli hefjast,
fylkja þeir Þórarinn og Trausti lið-
um sínum. Þeir skipa í 3 fylkingar
hvor. í broddi fylkingar stærðfræð-
inga eru þeir Jón skákkóngur, Egg-
ert hinn skautfimi og Árni Halldórs-
son. Jón er vopnlaus, en hyggst að
leggja fjendur sína á drottningar-
bragði. Eggert hefir uxaleggi á fótum
og skíðastaf í hönd. Hann er í skíða-
brókum íþróttafélagsins og því hinn
fáranlegasti ásýndum. Árni ber Þjóð-
viljann í bak, en Verkamanninn í
fyrir. Næstur honum kemur Sigurð-
ur Jónsson. Hann er í heklu, gerðri
úr saurblöðum Réttar. Merkismaður
stærðfræðinga er Einar Bragi. —
Fremstir málamanna eru þeir Magn-
ús Torfi, Finnbogi rammi og Páll
hinn draumspaki. Þeir eru allir gráir
fyrir járnum. Finnbogi kyrjar í sí-
fellu söngva hjálpræðishersins. Magn-
ús unir því illa og vill hindra það.
Fer þó svo, að Finnbogi verður að
ráða, en Páll slær undir á gígju.
Skömmu áður en blásið skuli til
atlögu, mælir dr. Trausti við Ólaf
Júlíusson: „Hvat hyggur þú, at muni
dvelja Arnkel fóstra vorn?“ „Eigi
veit ek gjörla, herra,“ segir Ólafur,
„en annaðhvort er hann brott num-
inn með göldrum eða konur hafa tælt
hann.“ „Eigi hefi ek þat heyrt, at mér
þætti verra,“ segir Trausti, „en þó
munum vér berjast hraustlega.“
Geir Björnsson blæs til atlögu með
horninu Feginslúðri. Þat horn hefir
hann fengið frá feðrum sínum ok er
hinn bezti gripur. Fylkingarnar renna
saman, og eggja báðir lið sín. Þeir
Trausti ok Þórarinn kasta vopnum og
takast fangbrögðum. Vaða þeir jörð-
ina upp að hnjám, og er sá atgangur
bæði langur og harður, og má eigi á
milli sjá, hvor sigra muni.
Ingvar hinn digri hleypur fram í
mót Bjarna Benediktssyni, fóstbróð-
ur sínum, hefur upp „Morgunblaðið“
og beinir því að höfði honum. Bjami
kastar þá vopnum að dæmi Kjartans
Ólafssonar og segir: „Við þig berst
ég eigi, fóstbróðir minn.“ Keyrir Ing-
4
4
?