Muninn - 01.05.1945, Side 2
34
MUNINN
Frá suðurförinni.
Viðtal við inspector scholae.
Eins og lesendum mun kunnugt,
eru fimm af höfuðpaurum nemenda,
ásamt Sigurði Guðmundssyni, skóla-
meistara, komnir úr för sinni til höf-
uðstaðarins. Oss þykir hlýða að minn-
ast þess að nokkru, og höfum vér því
verið á snöpum að ná tali af inspedtor
scholae, sem mun að sjálfsögðu hafa
borið hæst af nemöndum í för þessari
a. m. k. líkamlega. Náðum við loks
tali af honum eftir ítrekaðar tilraunir
á Hótel K. E. A. (uppi), þar sem hann
neytti kaffis og kakna.
Vér fórum í fyrstu hjá oss framrni
fyrir hinni „háu“ persónu og komurn
oss ekki að því að vaða beinít að
inspectornum með erindið, en byrjuin
í þess stað að tala um veðrið.
„Veðrið," segir inspectorinn og er
hinn lítillátasti, en heldur þó embætt-
isvirðuleik sínum, „virðist mér fara
heldur versnandi, og verður ekki ann-
að séð en hann sé að komast á norðan
eða öllu heldur norð-vestan og e. t. v.
með einhverja úrkomu."
„Þá eruð þið mátulega komnir að
sunnan," segjum vér, hróðugir yfir
því, hversu sniðuglega vér höfum
komist að aðalefninu.
„Að vissu leyti er það satt,“ segir
inspectorinn.
„Hvað segið þér annars gott úr suð-
urgöngunni?"
„Af henni er allit gott að segja,“ og
inspectorinn horfir dreymandi út í
bláinn.
„Ferðin hefir gengið vel?“
„Með ágætum," segir inspectorinn.
„Flugveður var gott, og vorum við að-
Grundvöllur allrar samvinnu er
vinarhugur, og meðan málin eru
rædd með vinarhug, eru líkurnar fyrir
góðum árangri miklar.
Þessi heimsókn Sunnanmanna er
nýtt og stórt spor, sem miðar að því að
glæða vinarhug þessara tveggja skóla.
Ég vona, að í framtíðinni fari þess-
ir skólar efltir heilræðum Hávamála,
og fari oft að finna vin sinn, og ég
vona, að vegur þes’sara vinakynna
þurfi aldrei á ókomnum árum að vaxa
hrísi og háu grasi fyrir þá sök, að hann
verði ekki af neinum troðinn.
eins klukkutíma og korter á leiðinni
suður. Útsýni var hið ákjósanlegasta
og allir við góða heilsu.“
„Hversu fórst þeim móttakan úr
hendi þar syðra?“
„Með hinni mestu prýði. Þegar við
komum að Menntaskólanum stóðu
nemendur úti, og skókum við þar
liendur kennara og nokkurra nem-
enda, en að því loknu var hrópað
mjög kröftugt húrra fyrir okkur af
mannskapnum. Síðan var farið upp í
hátíðasal skólans og haldnar ræður.
Töluðu þar Einar Pálsson, inspector
scholae, Pálmi Hannesson rektor og
Sigurður Guðmundsson, skólameist-
ari. Þar voru og iteknar myndir af
sendinefndinni.“
„Með hverju var ykkur skemmt að-
allega, á meðan þið dvölduð þarna
syðra?“
,,Það yrði of langt mál, ef ætti að
lýsa því öllu, og verð ég því að láta
mér nægja upptalningu eina, en
sleppa að lýsa því í smáatriðum. Að
móttökunni lokinni vorum við boðin
til Pálma Hannessonar, rekors, ásamit
kennurum og nokkrum nemendum.
Seinna um daginn ókum við um bæ-
inn og skoðuðum merkustu staði jrar,
svo sem Háskólann og kaþólsku kirkj-
una. Auk þess ókum við út á Seltjarn-
arnes.“
„Þið ku hafa farið í ferðalög um ná-
grennið?“
„Já, satt er það. T. d. fórum við
austur að Þingvöllum í boði Mennta-
skólans. Morgunblaðið bauð okkur að
Reykjum í Mosfellssveit, og skoðuð-
um við þar mannvirki hitaveitunnar.í
Reykjavík sátum við boð Húsmæðra-
skólans og nutum þar frábærrar gest-
risni Huldu Stefánsdóttur, forstöðu-
konu hans. Þá bauð Menntaskólinn
okkur á leikinn „Kaupmaðurinn í
Feneyjum" eftir Shakespeare. Líkaði
okkur leikurinn prýðilega," segir in-
spectorinn, skáldlegur á svip. „Hefir
skilningur minn á þessu sitórskáldi
dýpkað mjög við sýningu þessa, og les
ég nú Shakespeare nætur og daga.
Auk þessa hélt skólinn okkur allmarga
dansleiki. T. d. vorum við á dansleik
í skólaselinu, og fannst okkur sérstak-
lega til urn það. Sel þetta er afar-
myndarleg bygging, sem skólinn hefir
látið reisa. Er það timburhús í norsk-
um stíl og allmiklu sitærra en Útgarð-
ur. Niðri eru 2 stofur og eldhús, en
uppi allmargir svefnskálar, ýmist fyrir
2 eða 4 menn. í selið fara nemendur
til að skemmta sér og létta sér upp frá
náminu, eins og við förum upp í Út-
garð, en sá er aðeins munurinn.'að í
kririgum selið er ekkert skíðafæri, og
harma þeir það mjög.“
„Hvernig er skemmtana- og félags-
líf Jrar syðra?"
„Skemmitanalífið er að mörgu leyti
frábrugðið því, sem hér tíðkast. Þar
þekkjast t. d. ekki kaffikvöld eins og
hér. í þeirra stað koma hin svonefndu
kynningarkvöld, og sátum við eitt
þeirra. Á samkomum þessum
skemmtu nemendur með ýmsu, svo
sem upplestri, ræðuhöldum, píanó-
leik o. fl. Svo var auðviltað stiginn
dans.
Af félagslífi fannst mér athyglis-
verðastur félagsskapur sá, sem nefnist
Tónlistarklúbburinn. Hefir hann m.
a. gengist fyrir kaupurn á radio-
grammofón handa skólanum. Er hann
m. a. notaður til að leika á hann klass-
isk tónverk, og skýrir söngkennarinn
þau fyrir nemendum. Á kynningar-
kvöldi því, sem við sátum var leikin 7.
symfonian efitir Beethoven."
„Er kennsla að nokkru verulegu
leyti frábrugðin Jrví, sem hér tíðkast?"
„Svo er víst. T. d. koma allir bekkir
í skólann kl. 8 á morgnana og eru í
skólanum til kl. 1 án þess að taka
nokkurt hlé til miðdegisverðar. Fimm
mínútna hlé er milli kennslustunda,
nema nrilli 3. og 4. kennslusitundar,
en þá er 20 mín. hlé. Þá fara nemend-
ur út í Iþöku, en Jrað er hús það, sem
skólabókasafnið er geymt í. Hafa 5.-
bekkingar þar búð og selja mjólk, vín-
arbrauð og annað lostæti. Ágóðanum
ætla þeir að verja til utanferðar næsta
vör að loknu stúdentsprófi. Er þeitta
mjög merkilegt og athyglisvert fyrir-
tæki.“
„En við vorum að tala um kennsl-
una,“ skjótum vér inn í.
„Ó já, það var alveg rétt,“ segir
inspedtorinn. „Það má geta þess, að
máladeildin þar syðra lærir efnafræði
og stærðfræðideildin aftur dálítið í
latínu."