Muninn - 01.05.1945, Page 4
36
MUNINN
— Og enn segir svo:
En ór gljá skalla
Guðmundi
brann bjartur hyrr.
Lýðir né þurftu
ljós annað,
er máðist hin mæra sól.
En varla höfðu augu manna vanizt
birtu þeirri, er sitafaði af þeim Jóhann-
esi og Guðmundi, er þungar dunur
heyrðust í lofti, og barst undur fögur
konurödd að eyrum manna. Sáu
menn brátt hilla undir flokk mikinn,
og var Móses í broddi fylkingar og
barði bumbu, en Lilja stillti hörpu og
söng undurblítt við, en Jón Árni blés
í básúnu. En fyrir flokknum rann
dvergur nokkur, er frægur var að en-
demum. Það var Fjalarr. En á eftir
kom sveinstauli nokkur, er Páll nefnd-
ist Jónsson. Steighannbúkskjálfta, svo
að unun var á að horfa. Enn voru all-
margir ókomnir, og gerðist Heðinn
ákaflega órór, er áður hafði hann haft
svo mikil gífuryrði um undirbúning
fararinnar. Sendi hann nú ármenn
sína í allar áttir, og voru það smá-
sveinar úr höllinni, er eigi treysitust að
reisa rönd við ofurvaldi hans. Frá
hann brátt af ármönnum, að þrír
sveinar myndu eigi fara, en það voru
þeir Sigurður Helgason, Sverrir ber-
fætti og Benedikt bartskeggur. Mátti
Sigurður eigi standa í slíkurn sitórræð-
ur fyrir æsku sakar. Var hann þá lítt
kominn til vits. En Sverrir kvaðst eigi
hafa fótabúnað svo mikinn, að hann
gæti bæði farið dagfari og náttfari, og
mun ég hvergi fara. „Sæmir mér beL
ur að iðka íþróttir eða ráða rúnar
þeirra Vestfirðinga." Settist hann að
drykkju í skála sínum, og gaus út úr
honum reykur svo rammur, að enginn
þorði nærri að koma. En Benedikt
kvaðst heima sitja mundu, og þarf ég,
mællti hann, að gæta hjarðar minnar
og leika við sveinstaula þann, er Bald-
ur er nefndur hinn skammi.
Enn voru fjórar meyjanna ókomn-
ar, og þótti Heðni þetta eigi einleikið.
Leitaði ltann ráða hjá þeim Gunnari
Ólasyni, Jóni Árna og Ingimar af Suð-
urnesjum, en þeir gripu vopn sín og
hófu þegar að leita meyjanna. Brátt
sáu þeir þúst nokkra í hallardyrum,
og voru þar þá fyrir ungsveinar nokkr-
ir, er enn á'ttu eftir að dvelja tvo vetur
í höllinni. Vörnuðu þeir meyjunum
útgöngu og létu dátt að þeim. Rann
þá berserksgangur á sendimenn Heð-
ins, og námu þeir meyjarnar á brott
með sér, en ungsveinar fengu með
naumindum borgið lífi sínu á flótta.
Voru nú allir komnir nema þeir Sig-
urður rauði og Guðmundur málgi úr
Húsavík.
Gekk Heðinn frá skipan liðsins og
lét Aðalstein hinn forna reka smiðs-
höggið á verkið. En nú sem hann sá,
að eigi máltti við svo búið standa,
kvaddi hann til þrjá sveina að leita
þeirra Sigurðar og Guðmundar, og
voru það þeir Guðmundur Árnason,
Baldur Glerárkappi og Jóhann Ind-
riðason. Skipaði hann hinum að vera
kyrrum í fylkingunni og bíða endur-
komu þeirra. En er menn höfðu
skamma stund beðið, heyrðist dynkur
mikill og gnötraði jörðin. Þá mælti
Ólafur hinn digri: „Hverju sætir þessi
undirgangur, eða hvort féll þar nokk-
ur, sveinar?" En er menn gættu að,
sásit, að Valgarður Haraldsson hafði
til jarðar fallið, og lá hann sem dauð-
ur væri. Hafði sigið á hann svefnhöfgi
svo þungur, að hann mátti sér eigi
uppi halda. Gekk þá fram Karl Laug-
vetningur og hóf upp Valgarð og
kvað slíkum -mönnum engi staður í
fylking þessi. En Valgarður sá sljóum
sjónum í ásýnd Karli og geispaði
miklum. Setti Karl hann hið næsta sér
í fylkingunni og lét hann halda í
skykkju sína. Sást nú koma Sigurður
hinn rauði, og fór sá allntikinn. Hafði
hann mtdtt sendimönnum, en þeir
haldið áfrarn að leita Guðmundar.
Sigurður var í litklæðum rauðum og
blám, og rann íyrir lionurn knöttur
mikill. En er hann var nær kominn,
sparn liann við knettinum svo fast, að
hann þaut í loft upp og þar kom, að
knötJtinn bar við höfuð Ingva Árnes-
ings, og þótti þetta hið mesta afreks-
verk, og varð Sigurður af allfrægur.
Nú er að segja frá sendimönnum, að
þeir leituðu víða Guðmundar og
fundu hann að lokum í hofi Hriflu-
Jónasar. Sat hann þar með Ófeig í
hægri hendi, en Samvinnuna í þeirri
vinstri og gól galdra sína ákaflega.
Tóku þeir hann með sér til fylkingar-
innar og yggldist Heðinn á hann, og
hlaut hann ámæli stór fyrir hegðan
sína.
En er allt var til reiðu búið, bauð
Heðinn, að Jón Árni skyldi gefa brott-
fararmerki úr básúnu sinni, og var
ÞÓRIR DANÍELSSON frá Borgum:
Halldór Snorrason
(Niðurlag).
Mjög eftirtektarverður er skilnaður
þeirra Haralds konungs og Halldórs.
Þegar Halldór vildi ekki una á kon-
ungsskipinu í ferð þeirri, er áður er
getið, fékk.konungur honum til eign-
ar og umráða skip það, er Sveinn úr
Lyrgju stýrði. (Sveinn þessi er víst að
öðru leyti óþekkt persóna skv. íslenzk
fornrit V., bls. 272). Sveinn vildi ekki
una því, að íslenzkur maður fengi af
honum, lendum manni, skip og skips-
stjórn og neytir færis og tekur skipið,
'er Halldór sat að drykkju með kon-
ungi. Með atfylgi konungs nær þó
Halldór þegar skipinu aftur á sitt
vald.
Sveinn sendir þá konungi þau orð,
að hann Vilji leggja mál þeirra Hall-
dórs í gerð konungs, en lét það fylgja
með, að hann vilji helzt kaupa skipið.
því næst ferðin hafin. Segir nú ekki af
ferð þeirra um sinn, en eigi höfðu
menn lengi farið, er Árni nokkur
Stefánsson, er eigi hefur áður komið
við þessa sögu, gerðist ýmist blár sem
Hel eða bleikur sem nár, og spurði
Heðinn hverju þeitta sætti. Þá mælti
Árni: „Aldrei hef ég kvellsjúkur ver-
ið, en nú er svo komið, að eg má eigi
lengra halda, og hefur slíkt aldrei fyrir
mig borið áður.“ Þótti þetta öllum
illt, sem von var, en þó Heðni vers't.
Mælti hann til Ólafs digra: „Þess
vildi ég biðja, að þú leystir oss úr þess-
um vanda, því að þú ert vor vitrastur
og úrræðabeztur." Ölafur svarar:
„Aldrei mun mig skorta úrræði, og sé
ég það eitlt í þessu máli, að vér færum
Árna til hælis þess, er reist hefur verið
á landnámssetri Helga hins magra.
Þótti öllum þetta hið mesta ráð, og lof-
uðu menn snarræði Ólafs. Var síðan
4rni færður til hælisins, og sýndist
mönnum, sem honum létti þegar. —
Héldu menn síðan glaðir og reifir til
klaustursins.
En nú sem heimildir vorar eru mjög
á þrotum, kunnum vér engar sögur að
segja af atferli sveina í fagnaðinum
né endurkomu þeirra til hallarinnar.
Lúku vér því sögu þessi.
Br Bz & Co.