Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1945, Blaðsíða 6

Muninn - 01.05.1945, Blaðsíða 6
38 MUNINN GRIMUR HINN STUTTI: Enn um íþróttamót. Tómas Árnason, formaður íþrótta- félagsins, hefur upp raust sína í síð- asta tölublaði Munins og mælir þar fyrir munn holddýrkenda. Hann hef- ur mál sitt með því að upplýsa það, að ég geti ekki haft neina þekkingu á þessum málum. Sjálfur þykist hann líklega vera útblásinn þekkingu. Að vísu á ég ekki neina húðaða og marg- fágaða fimmeyringa hangandi í silki- bandi upp á vegg, sem Tómas geti haft sem mælikvarða á þekkingu mína í þessum efnum. En þrátt fyrir allt þetta er ég svo hugaður að halda því fram, að ég geti haft skoðun á þess- um málum og hana mjög heilbrigða, þó að hún standi á öndverðum meið \ið skoðanir sjálfs einræðisherrans 1 íþróttafélaginu, Tómasar Árnasonar. F.n ef til vill geta peningarnir í silki- bandinu haft úrskurðarvald á rétt- mæti þeirra. Mjög firrtist Tómas við það, að ég skyldi halda því fram, að það væri skoðun íþróttamanna, að mótin væru nauðsynlegur lífsins elexir. Ég gerðist svo djarfur að draga þessa ályktun af öllu tali íþróttamanna, en það snýst aðallega um mót og afrek á þeim, og svo óskapast þeir yfir því, ef ekki er alltaf verið að halda þau, eins og ég hefi rekizt á t. d. hér í einu af bæjar- blöðunum. En mjög er ég glaður yfir því, að Tómas segist vera á annarri skoðun, því að þá má vænta þess, að hann beiti valdi sínu í stjórn íþrótta- félagsins til þess að skera niður öll þau mót, sem félagið heldur. Líklegt þykir mér, að Tómas fái einhverju áorkað í því efni, þar eð vald hans virðist lítt takmarkað, þar sem hann ráðstafar upp á sitt eindæmi miklu af hinum fátæklegu eignum félagsins, svo og sviptir hann aðra stjórnarmeð- limi því valdi og starfi, sem stjórnin hefur kjörið þá til. Fyrst telur Tómas þann kost íþróttamóta, að þau geri menn hæfari til að beygja sig undir almennar laga- reglur, vegna þess að þau fari fram eftir ákveðnum reglum. Þessara reglna gætir lítið nema í boltaleikjum, og þar gilda þær alltaf, og þarf því ekki mót til. Æskilegast væri, að ekki þyrftu nema sem frjálslegust lög í leikjum og treysta mætti aðeins á drengskap og heiðarleik leikenda, en það er ekki hægt nema hjá sárafáum, því að þeir munu í meiri hluta, sem álíta það markmið leiksins að vinna sigur á andstæðingnum og hafa því aðeins gaman af leiknum, að þeir vinni og beita öllum brögðum í þeim tilgangi. Þeir venjast því á að dylja hin ólög- legu brögð fyrir dómaranum, sem ekki er lieppilegt fyrir sambúðina við aðra menn. Annars eru lagareglur hér á landi, að minnsta kosti, ekki svo strangar, að það þurfi sérstakar æf- ingar til þess að brjóta ekki í bága við þær, eða hvað heldur Tómas, að hann þurfi að taka þátt í mörgum mótum á ári til þess að sleppa við að gerast sakamaður. Ekki geri ég ráð fyrir, að Tónns lifi reglulegra lífi en ég, þó að hann sé að sperra sig á mótum. Ég vil og geta þess. að ég get ekki séð, að það séu allt einstakir reglumenn, sem taka þátt í mótum hér í skólanum. Ekki mun ég þó nefna nein nöfn, enda býst ég ekki við, að Tómas beri brigður á, að þetta sé satt. Það sagði okkur Sigurður Pálsson, kennari, hér um daginn, að ef rnenn sæktu unr inngöngu í brezka flugher- inn og það vitnaðist, að þeir hefðu stundað knattspyrnu, þá þætti það ó- þarft að láta þá ganga undir læknis- skoðun, því að það væri áreiðanlegt, að hjartað væri bilað. Tómas tekur Roosevelt sáluga, for- seta, sem dæmi upp á þá menn, sem hafa læknað líkamskvilla með iðkun íþrótta, og vil ég benda á, að í þessu tilfelli þjóna íþróttirnar hlutverki sínu, en það er að gera líkamann hæf- an til að framkvæma hinar vísu hug's- anir mannsins. Ekki hefi ég heyrt það, að Roosevelt hafi fengið heilsuna, vegna þess að hann hafi tekið þátt í mótum. En mannfélagið hefir ekk- ert að gera með líkamlegt atgjörvi fram yfir það, sem nauðsynlegt er til að framkvæma hinar vísu hugsanir. Líkaminn á að vera þjónn andans. Eg trúi það á manninn, að ég álít, að ekki þurfi að nota metorðagirnd hans sem orkugjafa við þjálfun líkamans og, sízt af öllu ætti að þurfa þess í æðri skólum, þar sem menn eru almennt menntaðri og þroskaðri. Ekki vil ég halda því fram, að þa5 sé skoðun Tómasar eða stjórnmála- ráðunauts hans, Bernharðs Stefáns- sonar, að okkur beri að miða líf okkar við væntanlega þátttöku í hernaðu Aldrei verður friður í heiminum,. meðan allt er miðað við hernað. Sýnishorn af rökum greinarhöf- undar er hér! Hann álítur, að það- hafi ekkert að segja, þó að menn of- reyni sig í keppni, því að það komi oftast ekki fram, fyrr en eftir á, svo að áhorfandinn sér það ekki. Mér er spurn. Hvaða rök eru það fyrir því, að það hafi ekkert að segja, þó að menn ofreyni sig við keppni. Ég er ekki svo illgjarn að halda því fram, að það sé skoðun Tómasar, að sjálfsagt sé að fórna heilsu og jafnvel lífi hinna efnilegu menntamanna, senr þátt taka í rnóturn, aðeins ef áhorfandinn sér það ekki þegar í stað. Tómas hefir líklega ekki athugað, hvað liann skrif- aði. Það mun þó oft koma fyrir, að sjá megi það þegar, er mótið stendur yfir, og vil ég í þessu sambandi benda á grein í síðustu eintökum íþrótta- blaðsins, þar sem er sagt frá því, að keppendurnir lrafi verið bornir út af vellinum á sjúkrabörum, svo mjög höfðu þeir reynt á sig. Ekki vil ég leyfa mér að kenna þar um æfinga- leysi, þar sem hér var um að ræða hina færustu hlaupara þeirra tíma, sem líklega hafa farið snemma að sofa og risið árla úr rekkju og ekki stundað fyllirí og kvennafar, eftir því sem Tómas segir um hegðan manna, þá er þeir búa sig undir keppni. í þessu sama blaði er sagt frá einu kapphlaupi á sjálfum Olympíuleikun- um. 1 hlaupi þessu tóku þátt fjörutíu keppendur, en aðeins ellefu þeirra koma að marki og þeir flestir svo illa á sig komnir, að þeir þurftu að liggja marga daga á sjúkrahúsi, áður en þeir náðu sér. Hve margir eru það þá, sem ofreyna sig, ef áhorfandinn sér það ekki nema í tiltölulega fáum til- fellum, eftir því sem Tórnas segir? Eina setningu í grein minni mis- skilur Tómas, en það er þar, sem ég segi, að það vé vafamál, að íþrótta- mót fái nokkru áorkað að gagni í því, að fá menn til íþróttaiðkana, og á

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.