Muninn

Árgangur

Muninn - 01.03.1946, Blaðsíða 5

Muninn - 01.03.1946, Blaðsíða 5
MUNINN 5 Þorsteinn Jónatansson: SAGA FLAKKARANS Á leiðinni gerði ég ítrekaðar. til- raunir til að hefja samræður við hann, en þær fóru allar út um þúfur. Hann svaraði aðeins einsatkvæðisorðum 02; var mjög þurr á manninn. Flaug mér þá í hug, að þetta væri einbúi eða einhvers konar utanveltubesefi í líf- inu. Ekki þorði ég þó að spyrja hann neins honum viðvíkjandi, heldur gekk þegjandi við hlið hans, eftir að allar tilraunir mínar til að halda uppi sam- ræðum höfðu mistekizt. Loks komum við til bæjar, og var mér boðið til stofu. Kom húsfreyja bráðlega fram, og var hún ólíkt skrafhreifnari en áð- urnefndur maður, sem ég þá taldi vera bónda hennar, en komst fljótlega að raun um, að var misskilningur. Bar húsmóðirin mér nú mjólk að drekka og síðan kaffi og kökur. Og meðan ég var að drekka kaffið, komst ég að, að þarna bjó Hermann Jónsson, hrepp- stjóri og sýslunefndarmaður þeirra Fljótamanna og kaupfélagsstjóri við kaupfélagið í Haganesvík. En hann var fjarverandi þessa daga við einhver embættisstörf. Sonur þeirra hjóna, Hermanns og Elínar Lárusdóttur, er Björn heitir, er nú í þriðja bekk þessa skóla. En tveir synir þeirra hjóna voru nú heima, Sæmundur og Georg. En þess skal getið um Sæmund, að hann var í 'Reykholtsskóla með Sigfúsi Andréssyni, Daníel Daníelssyni, Jóni Hannessyni og fleiri þekktum mönn- um. Við Sæmundur tókum brátt tal saman og ræddum um marga hluti og merkilega. En ekki höfðum við ræðzt lengi við, er hann skoraði á mig til keppni í hinni göfugu list, er skák nefnist. Ég tók því allvel, en óttaðist þó mjög um heiður minn, enda þótt ég léti lítt á því bera. Hófum við nú leikinn og tefldum bæði djarft og karlmannlega. En varla hafa verið liðnar tíu mínútur, þegar Sæmundur sagði: „AIát.“ Mér þótti sæmd mín lítt hafa vaxið af þessu og hugðist reyna í annað sinn. Ég sneri því taflborðinu í skyndi, og við hófum nýjan leik. Þeirri viðureign lyktaði með glæsilegum sigri mínum. Eftir þetta lögðum \ið skákíþróttina til liliðar og snæddum hinn prýðilegasta kvöldverð. En að honum loknum tefldum við tvær skák- ir til viðbótar, og fór þá á sömu leið og áður, að Sæmundur vann þá fyrri, en ég hina síðari. Annars gerðist ekk- ert frásasmarvert um kvöldið 02; o o FRAMHALD ÚR SÍÐASTA BLAÐI klukkan tuttugu og tvö gekk ég til hvílu. 1 Að inorgni næsta dags vaknaði ég ekki. fyrr en orðið var nær albjart. Ég stökk því þegar fram úr rúminu og klæddi mig í skyndi. Og er ég hafði drukkið kaffi hjá frú Elínu, hélt ég af stað. Klukkan var þá langt gengin ell- efu, svo að ekki verður sagt, að ég legði snemma upp. En þess skal getið, að hvergi hef ég koinið á ókunnan sveitabæ, þar sem mér hefur verið tek- ið af slíkum myndarbrag og rausn. Það var því líkast, sem hér væri ein- hver merkismaður eða stórhöfðingi á ferð, en \ arla munu þau orð geta átt við fávísan menntaskólapilt, sem ráfar um sveitir landsins eins og hver annar flækingur. Segir nú ekki af lerðum mínum, fyrr en ég kom að Reykjahóli í Sléttu- hlíð. Það er 120 metra hár hóll hjá samnelndum bæ. Ég gekk upp á þenna hól og dvaldist þar lengi,; því að veður var hið bezta og dásamlegt út- sýni yfir láð og lög. Einkum þótti mér fögur fjallasýnin yfir til Siglufjarðar- skarðs. Áður en ég yfirgaf hól þenna, borðaði ég sem mest ég mátti og tók að lokunr nokkrar rnyndir. Síðan hélt ég áfram og tók stefnuna beint á Sléttuhlíðarvatn. En ekki sá ég samt vatnið, heldur fór aðeins eftir körtinu og ákvarðaði áttirnar eftir því með að- stoð sólarinnar. Sömu aðferð notaði ég til að reikna út tímann, því að ég var klukkulaus. Brátt kom ég að á þeirri, er Stafá nefnist og kemur úr Stafárdal. En þá brá mér í brún, því að ég sá, að hér var um allmikið vatns- fall að ræða og engin brú eða snjó- hengja, sem ég gæti íarið eftir yfir ána. Ég ákvað því að ganga nokkurn spöl með fram henni, ef ske kynni, að ég fyndi einhvern þann stað, þar sem hugsanlegt væri að stökkva yfir. Og er ég hafði gengið nokkra stund, fann ég hann. En sá einn var gallinn, að bakkinn handan árinnar var miklu hærri en sá, sem ég stóð á, og þess vegna erfitt að ná upp á hann, enda þótt sjálf áin væri ekki breið. Ég taldi samt rétt að reyna nú hina miklu íþróttamannshæfileika mína og byrj- aði því á að kasta bakpokanum yfir, með sömu aðferð og sleggjukastarar nota. Því næst skaut ég skíðunum yfir, eins og spjóti, og stökk að lokum sjálf- ur. En það verð ég að segja, að ef ég hefði ekki haft svo framúrskarandi hæfileika og getu, bæði sem lang- stökkvari og hástökkvari, þá myndi ég liafa fengið ónotalegt bað í ánni, og ég trúi því ekki, að margir hefðu leik- ið þetta eftir mér. En sem sagt, ég kornst yfir og hélt nú áfram, hreykinn af þessu mikla af- reksverki, og innan stundar kom ég að Sléttuhlíðarvatni. Ég fór yfir það á skíðum, eins og ég hafði áður gert á Miklavatni og Hópsvatni. En það verð ég að játa, að þetta var mjög mikill gapaskapur, þar sem ég sá, að ísinn var mjög þunnur og ég alveg ókunn- ur vatninu, bæði dýpi og öðru. En allt fór vel, og ég komst heill á húfi af þessum brothætta ís. En það frétti ég síðar, að daginn eftir hefðu tveir menn, sem voru á leið til kirkju, farið niður um ís á vatninu og bjargazt nauðulega. En hvað um það. Á meðan ég var á leið yfir vatnið, vaknaði ein spurning í huga mínum: Skyldi Sölvi Helgason nokkurn tíma hafa farið á skíðum yfir ísinn á Sléttuhlíðarvatni? Og ég svaraði mér sjálfur: Nei, það hefur hann líklega aldrei gert. Að þessu leyti stend ég honum framar. Ég hélt göngunni áfram. Næsti bær, sem \ arð á leið rninni, var kirkjustað- urinn Fell. Þaðan er fagurt útsýni til Þórðarhöfða og Málmeyjar. Upphaf- lega hafði ég ætlað mér að koma við í Felli, en sökum þess að mjög var tekið að hvessa og - svartir skýjabakkar teygðu sig sífellt lengra og lengra upp frá hafinu, taldi ég ekki rétt að eyða tímanum með því að hanga heima á bæjum, þar sem ég þekkti engan. Ég hafði ákveðið að komast til Hofsóss um kvöldið og varð því að hraða för- inni, sem mest ég mátti, svo að ég lenti ekki að óþörfu í náttmyrkri og hríð. \7ið á eina skammt frá Felli, hún mun heita Hrolleifsdalsá, settist ég

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.