Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1949, Blaðsíða 4

Muninn - 01.11.1949, Blaðsíða 4
4 MUNINN fiorgerður í sumar voru lijón í kaupavinnu á næsta bæ við mig, Stóra-Ási. Bæði voru þau sérkennileg, en þó sérstaklega konan. Eg ætla að lýsa henni. Við get- um nefnt hana Þorgerði. — Þorgerður liafði verið margar vikur á Stóra-Ási, án þess að ég sæi hana. Ég heyrði sagt, að htin væri nöldursöm við börnin, a. m. k. forðuðust þau liana. Húsmóðirin fann að því við Þorgerði, er henni fannst hún gera börnunum rangt til. Þá hljóp Þorgerður jafnan inn í her- bergi sitt og læsti sig þar inni langan tíma. — Eitt sinn, er ég kom úr kanp- staðnum, sýndi mamma mér ljósgula sumarhanzka og sagði, að þeir hefðu verið sendir mér, á meðan ég var í burtu. Er ég fékk að vita, að þeir voru frá Þorgerði, varð ég eigi lítið undr- andi, því að hún hafði þá aldrei séð mig. Mamma varð ei minna undrandi en ég, því að hún hafði heldur ekki séð hana áður. Mér lék hugur á að sjá þessa undarlegu konu, og tækifærið gafst brátt. Ég var fengin til þess að hjálpa til við heyvinnu á Ási. Ekki sá ég Þorgerði við heyvinnuna, og hélt ég þá, að hún væri að hjálpa til við hús- verkin. En seinna komst ég að því, að hún gerði aldrei handarvik, en maður hennar ynni fyrir fæði hennar. Nú var kallað á okkur í kaffi. Ég flýtti mér inn og var sannfærð um, að nú fengi ég að sjá hana. Hún hlaut að borða með hinu fólkinu, þó að luin væri á margan hátt einkennileg. Hún kom líka og heilsaði með handabandi, en um leið ltarst lykt að vitum ntér, sem var sambland af andlitsdufti og vindlingum. Meðan ég drakk kaffið, atiiugaði és: hana í laumi. Hún virtist Það er því ekki á færi Taflfélags M. A. að ala upp skákséní. Tilgangur félags- ins er fyrst og fremst sá, að gefa sem flestum kost á að kynnast þessari íþrótt og iðka hana sér til skemmtun- ar og gagns, auk þess að efla og skapa fjölbreyttara félagslíf innan skólans. — Stjórnin skorar á menn að sækja tafl- fnndi vel í vetur og styrkja nreð því andlegt líf skólans og sjálfra sín. H. Á. vera gríðarstór vexti, há og þrekin. Mér datt í hug, að litin gæti líklega umvafið mann sinn allan án ntikillar fyrirhafnar, því að liann er lítill kubb- ur með kryppu. Andlitið var fremur langleitt og stórskorið, en þó eigi ógerðarlegt. Hárið var slétt, þunnt og ljóst, fléttað fyrir ofan eyrun og flétt- urnar teknar sarnan uppi á höfðinu með geysimikilli hárklemmu. Ennið var nokkuð liátt og ekki mjög hrukk- ótt, en neðst á það voru máluð tvö bein, kolsvört strik, sem áttu að vera augabrúnir. Nefið var stórt og til- komumikið, munnurinn nokkuð víð- ur, og er hann var opnaður, sást í falsk- ar tennur, og voru allmargar brotnar. Augun voru einkennileg, stór og grá- blá, en yfir þeim hvíldi einhver hula og sljóleiki. En röddin. Hún var þó eitt af því undarlegasta. Hún var mik- il og karlmannleg, en hás og rám eins og í hrafni. Seinna, er ég heyrði Þor- gerði syngja, þá flaug mér í hug ónýt sög eða ryðguð liakkavél. Þorgerður var þannig klædd, er ég sá hana fyrst: í gulleitri silkitreyju, sem var full- þröng um karlmannlegan bolinn, og í dökkbláu pilsi, sem var einnig í þrengra lagi um hinar miklu lendar. Pilsið var hneppt vinstra megin frá mitti og niður úr. Flestir hnapparnir voru bláir, en þó voru tveir Ijósir og einn grænleitur. Er ég var komin út frá kaffidrykkj- unni, kom Þorgerður á eftir mér, tók yfir herðar mér og talaði í hvíslingum: — Ég þakkaði henni gjöfina, en hún bað mig blessaða að láta fólkið á Ási ekki vita neitt um hana, og allra sízt kerlinguna, en svo nefndi hún húsmóður sína, sem var bæði góð og virðuleg kona. Ég liélt, að ég rnyndi detta niður, svo þungt lá hún á öxl mér, meðan hún lét dæluna ganga. Eegin varð ég, er ég komst aftur til vinnu minnar. Eg held, að ég verði að skrifa hér kafla úr dagbók minni, sem lýsir henni mjög vel. — „Er ég vaknaði í morgun, heyrði ég ókunnan málróm í eldhús- inu. Ég klæddi mig og fór fram. Þetta reyndist vera frú Þorgerður. Hún hafði komið að lokuðu húsinu klukk- an hálf átta og farið á gluggann hjá mönnnu. Nú var mannna að hita kaffi handa henni. Þegar ég kom, fór mamma að mjólka kýrnar, en ég bar fram kaffið á rneðan. Erindi Þorgerð- ar var að koma með gamalt pils, sem átti að sauma upp úr á systur mína, og stóran kertastjaka, sem bróðir minn átti að fá. Svo ætlaði hún að kveðja um leið. — Eftir nokkra stund fór hún. Þegar við eruixi að kyngja hádegis- matnum, kemur sú gamla aftur. Nii sezt hún úti á hlaði og biður mömmu að finna sig. Nú er hún komin nteð jólatré og jólatrés-skraut, sem hún vill endileoa sjefa börnunum. Hún sat þarna nokkra stund, kvaddi síðan og fór, en við fórum að sinna verkuin okkar. Um klukkan 5 vorum við að koma neðan af bökkum og ætluðum að fá okkur hressingu, áður en við færum að taka saman. Sjáum við þá, hvar gamla brýnið kemur enn askvaðandi yfir túnin með eitthvað í rauðri peysu. Gátum við eigi annað en brosað að þessn háttalagi, stilltum okkur þó og mættum henni heima á hlaði. Var hún þá með „Aladdín-lampa“, sem hún sagði, að þau gerðu aldrei neitt með. Við buðum henni að drekka kaffi með okkur. Síðan lagði mamma sig á legubekk- inn í stofunni. Pabbi settist á stól með litla bróður minn, ég settist við orgel- ið, en Þorgerður og litlu stúlkurnar stóðu í kring. Fyrst lék ég hægan vals. Það kemur lítilli hreyfingu á Þorgerði. Þó hreyfast fæturnir hægt, og lend- arnar vagga ofurlítið. Ég brosi ofur- litið út í munnvikið á hléborða, en þetta var aðeins upphalið. Hún biður mig að leika einhvern sérstakan dans, sem. ég hafði aldrei heyrt nefndan áður. Ég þóttist skilja, að það væri fjörugt lag og lék það bez.ta, sent ég kunni af þeirri tegund. Og þá varð andsk......laus. Hún þaut fram og aftur um alla stofuna, hoppaði og hristist, neri fótunum sarnan, sló þeirn svo sundur. Tungan var iiti í öðru munnvikinu. Við og við kippti hún pilsinu allmikið upp fyrir hné, þó að mér fyndist það annars alveg nógu stutt. É.g engdist sundur og saman, þorði hvorki að hlæja né hætta að ('Framhald á 7. síðuj.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.