Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1949, Blaðsíða 7

Muninn - 01.11.1949, Blaðsíða 7
MUNINN 7 Gunnl. Tr. Jónsson (Framhald af 1. síðu). hann í skólaæskunni og hjelt þeim til hinnstu stundar. — Alkunnugt er í skólanum, hve annt Gunnlaugur heitinn ljet sjer um Menntaskólann. Hann fylgdist með öllu, sem gerðist þar, og ef hann frjetti eitthvað, sem hann liugði vera óhagstætt skólanum, var hann boðinn og búinn til þess að efla gengi stofnunarinnar. Hann var vinur, er í raun reyndist. Skólapiltum lánaði hann mörgum bækur og rit- föng, jafnvel lánaði þeim peninga og ábyrgðist fyrir þá víxla. Góðvild hans og greiðasemi var með ágætum. — Skólanum gaf hann líka bækur, eins og skýrslur sýna. Jeg fullvrði, að Gunnlaugur Tryggvi Jónsson varð skólapiltum harmdauði og einnig kennumm skólans, því að þeir áttu líka mikil og góð viðskipti við hann. Enginn veit daginn nje stundina. Vinir Gunnlaugs Tryggva vonuðu, að hann fengi að lifa enn um skeið, en dóinarinn mikli hringdi náklukkunni stundu fyrir miðnætti 1. októberdag þ. á. — Jarðarförin fór fram mánudag- inn 8. s. m. við fjölmenni. Inn glaði gjafari er genginn veg allrar veraldar. Blessuð sje minning hans! Brynleifur Tobiasson. Þorgerður (Tramhald af 4. síðu). leika lagfið. Mamma var í góðri að- stöðu, þar sem hún gat byrgt sig niður í legubekkinn. Litlu systur mínar píndu sig og hlupu út að lokum. Pabbi þóttist hafa litla bróður fyrir „saxó- fón“ og afmyndaðist allur af hlátur- teygjum, þegar hann reyndi að tralla lagið. — Þegar þessu var lokið, fór hann út og setti dráttarvélina í gang. Ég hljóp út, hallaði mér upp að vél- inni og hló og veinaði. Seinna um dag- inn þurfti ég að hætta við vinnuna við og við, svo að ég gæti hlegið. En bless- uð frúin gekk heim á leið, alvarleg, eins og þetta hefði verið hátíðleg at- Jiöfn.“ Þó að hún hefði komið til þess að kveðja þrisvar sinnum á einum degi, þá komu þau samt bæði hjúin, kvöld- ið áður en þau fóru. Hún sagði, að þau hefðu beðið rökkursins, af því, að ,,pakkið“ væri alltaf njósnandi. Ekk- ert væri hægt að gera án vitundar þess. Við gáfum hjónunum kaffi og hældi Þorgerður kökunum mikið. Hún sagði, að þær væru miklu betri en það, sem þau fengju á Ási, því að kerlingin nennti aldrei að baka gott brauð. Maður Þorgerðar lék fjörug danslög á orgelið, og ég óttaðist, að nú færi hún að sýna listdans. í stað þess tók hún mig við arminn og dansaði við mig. Hún hélt mér svo fast að sér, að ég stóð á öndinni, er hún sleppti, og þótt- ist ég góð að komast lífs af, er hún hafði dansað við mig nokkra stund. Skömmn síðar röltu hjónin heim. Ég stóð og horfði á eftir hinurn kynlegu mannverum og hugleiddi þeirra sér- stæðu háttu. Enginn skal hyggja, að Þorgerði mirini hafi ekki hlotnazt margt gott í vöggugjöf, þótt sköpin hafi gert hana svo einkennilega úr garði. DRÖFN. í STÆRÐFRÆÐITÍMA / IV. BEKK M. Mynclelskur nemandi kom upp i stœrðfrœði. Kennarinn spyr: „Við hvern er þessi formúla kennd?“ a2 4* b2 = c2 Nemandinn: „Ja — hérna — Picasso.“ Hver er skilgreiningin á rétthyrnd- um þríhyrningi? Það er þríhyrningur, sem ltefir öll hornin 90°. Sænskur ljósmyndatúristi ku liafa heimsótt skólann fyrir skömmtt. Heim- sótti hann einkum VI. bekk M. Beindi hann vél sinni að tveimur helztu stjörnum bekkjarins. Síðan hefir áhugi á stjörnufræði aukizt stórum í Jieim góða bekk. Frá I. M. A. Laugardaginn 15. okt. var lialdinn aðalfundur í. M. A. Voru þar kosnir 5 menn í stjórn félagsins, og hlutu kosningu: Örn Guðmundsson, form.; Guðrún Friðgeirsdóttir, Axel Kvaran, Sverrir Haraldsson og Ingólfur Guð- mundsson. I félaginu eru nú um 150 manns, og má það gott heita miðað við undanfarandi ár, en æskilegt væri, að ennþá fleiri gengju í félagið. Það sem af er þessu skólaári, hefir verið dauft yfir íþróttalífinu, og eru ýmsar gildar ástæður fyrir því. íþrótta- hús skólans hefir verið ónothæft til íjnóttaiðkana, og af þeim sökum hafa blakælingar ekki getað liafizt ennþá, en vonir standa til, að úr þessu rætist næstu daga, og hefst þá blakmótið strax. Því miður liefir ekki verið hægt að nota undanfarna góðviðrisdaga til þess að ljúka af knattspyrnumóti skólans, stafar Jiað af erfiðleikum á að fá knetti og íþróttavöll, þar eð félagið hafði enn ekki greitt tveggja ára leigu af Jieim eina velli, sem nothæfur er í bænum. Frjálsíþróttaæfingar á veg- um I. B. A. verða ekki í vetur, en nokkrir rnenn úr skólanum munu þó æfa með K. A. En þó að aðstaða til íjiróttaiðkana sé ekki sent ákjósanlegust, vil ég samt beina Jieirri áskorun til félagsmanna í. M. A., að þeir æfi kappsamlega í vet- ur, bæði vegna íjrróttanna sjálfra og líka til þess að vera vel búnir undir þau íþróttamót, sem félagsmenn I.M.A. munu eiga kost á að taka Jiátt í næsta vor. U. G. Glussatjakkur (Framhald af 6. síðu). í kvöld, at' því að í dag barst Lögbirt- ingablaðið Jiangað. Þar stóð: „N. k. Jiriðjudag verður að kröfu lierra..... haldið nauðungarupp- boð á húseign Jóakims Heiðstraunr stórkaupmaiins til lúkningar á ó- greiddum víxli að upphæð. . . .“ Þá rifjaðist þetta upp. Þetta var hann, þessi, sem í huga mínum hefir alltaf heitið glussatjakkur.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.