Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1949, Blaðsíða 5

Muninn - 01.11.1949, Blaðsíða 5
MUNINN 5 MYRKFÆLNI STÍLL ÚR 2. BEKK „Nú hljóðnar allt. . . . nú heyrist það aftur, það hriktir hver raftur!“ Mér fljúga í hug þessar ljóðlínur skáldsins nú, er ég ligg andvaka í myrkrinu og hlusta á regnið hylja á glugganum og finn, hvernig bærinn leikur á reiðiskjálfi undan átökum ó- veðursins. Ég er staddur á gömlum bæ vestur í Skagafirði, í herbergi uppi á lofti, nyrzt í bænum, langt frá öðrum íbúðarherbergjum. Það ýlir óhugnanlega í veggjunum, og kuldahrollur læsir sig urn mig all- an. Ég reyni að sofa, en það ber engan árangur. En hvers vegna skelf ég? Er það vegna kulda? Já, ef til vill er mér kalt. En þó er annað, sem veldur meiru Jrar um.----Ég er hræddur! — Orgið í þökunum smýgur í gegnum merg og bein.-----En hvað er Jretta? Það er krafsað ofboðslega í hurðina. Ég svitna af hrolli og stirðna upp. Loks stekk ég fram úr rúminu, kveiki ljósið og set koffortið mitt fyrir hurð- ina. Ég næ mér í „Ljóðmæli Matt- híasar Jochumssonar," skríð dauð- liræddur í bólið mitt og fer að lesa. Það er eins og allt geri sér far um að lirella mig, því að auðvitað lendi ég á liinu magnaða draugakvæði „Glám- ur“, um leið og ég opna bókina. „Hann ríður húsum og hælum lemur, það brestur, Jrað gnestur, . . nú dimmir við dyrin, . . það hlunkar, [rað dunkar, það dynur, það stynur. . Draugurinn kemur!“ Nei! Ég jroli Jretta ekki lengur. Ég liætti lestrinum og skelli aftur bók- inni.---- En nú er „draugurinn“ í raun og veru að koma. Frammi á loftinu, þar sem geymt er margs konar dót, heyri ég hark mikið og más. Það er eins og .allir árar veraldar séu hér samankomn- ir til þess að „skemmta“ mér! Ég sprett ;upp, legg bókina á borðið og stend :svo kyrr og lilusta. Það er ekki um að villast. Eitthvað er að gerast [rarna frammi, og það allt annað en skemmti- legt. Ég læðist til dyranna, en skyndi- lega hrekk ég við. Eitthvað ískalt Tennur niður eftir bakinu á mér. „Er nú djöfsi kominn upp í rjáfur og far- inn að hella yfir mig?“ spyr ég sjálfan mig. Nei, sem betur fer. Þetta er að- eins regnið, sem er farið að streyma gegnum gamalt og slitið torfþakið. Ég ýti koffortinu varlega frá hurð- inni. Það inarrar og ískrar í ryðguðum hjörunum, um leið og ég opna dyrnar. Samstundis verðnr allt hljótt. En hví- lík sjón!----Átta grænar, ógeðslegar glyrnur stara á mig utan úr myrkrinu. Hjartað hættir að slá nokkrar sekúnd- ur. Mín eina liugsun er að flýja — flýja---. En vöðvarnir neita að hlýða, og ég stend sem lamaður í dyrunum. Ég næ mér þó bráðlega á ný, skelli aftur hurðinni, leggst upp í rúm og geri enn eina tilraun til þess að sofna. Ekki veit ég, hve lengi ég hef sofið, þegar ég allt í einu hrekk upp. Það er skuggsýnt í herberginu. Og mér sýnist klukkan vera um sjö. Einhver gengur upp stigann. Það brakar í hverju [rrepi, og ég heyri, að komu- maður raular lag fyrir munni sér. Nú ber hann á hurðina. — — Ég er allsmeykur eftir atburði næt- urinnar, en herði þó upp hugann og anza. Hurðinni er Jrokað í hálfa gátt, og ljósbjarmi frá kerti fellur inn. Þetta er sem betur fer engin forynja, heldur aðeins vikapilturinn hér á bænum, sem er kominn til Jress að biðja mig um að skreppa með sér í sendiferð til næsta bæjar. Og þar sem eru margar klukkustundir til heim- ferðarinnar, verð ég við þeirri bón hans. Um leið og ég fer niður til rnorg- unverðar, svipast ég um frammi á loft- inu, þar sem ég sá öll augun. Hér er margt að sjá. Pokar, kistur, kassar og gamlir stólar eru á víð og dreif um loftið. í einu horninu sé ég feikna- mikinn kassa. Ég lít niður í hann. Fjórir kettir sofa þarna í mestu mak- indum. Þetta eru dáfallegir „draugar ', hugsa ég. — En þó að ég hafi þannig afhjúpað „draugana“, langar mig síð- ur en svo til [ress að eiga aðra jafnörn- urlega nótt, Jrví að ég hef komizt .ið raun um, hvað er að vera myrkfælinn. Jóhann Lárus Jónasson. TIL LYGÍU 0, vittu, elsku ástin min, að oft ég hugsa um Ijósin pín, þá björtu brúna-loga. Og gullinn lokkur gegn mér hlcer, sem glitri á foldu mjöllin tœr og sumarsól um voga. Og sé ég emi þá hvitu hönd, sem hljóðlát strýkur borðsins rönd og veldur svásum sefa. Hún dregur mig i draumalönd að dagsins björtu furðu-strönd. 0, viltu, viltu gefa? Ég kenndi áður ást við liold. Ég ekki greindi sól frá mold með blindu á báðum augum. Ég vissi ei, að andans frœ er umvafið af hennar blœ, er baðað Ijúflings-laugum. Ég vissi ei, að öll þau Ijóð, sem allir telja fræg og góð, eru varmi af hennar veigum. Ég vissi ei, að rósin rjóð, er rennur upþ við hennar glóð er allt það bezt við eigum. En siðan þina mjúku mund og mildu brá ég sá um stund, ég er sem annar maður. 0, græddu mina ástar-und. 0, auðlegð þina gef mér, sprund. Ég verð, ég verð svo glaður. 0, vertu hjá mér, vina, i kvöld. 0, vertu hjá mér heila öld. Þú ert mitt ástar-kvœði. Já, þegar heiðblá himintjöld á hvolfið draga máttarvöld, við sitjum saman bœði. SOA. Eintal í eðlisfræðitíma Lærifaðir: „Hugsum okkur nú, að einhver sniðugur náungi fyndi upp eilífðarvéh Hvað gætuð þið þá hugsað ykkur, að hann gerði? — Steinhljóð. — Lærifaðir: Hann -myndi vafalaust sækja um einkaleyfi á henni. En livað nryndi þá einkaleyfaskrif- stofan gera? — Steinhljóð. — Lærifaðir: O, hún myndi ábyggilega senda umsóknina tikbaka.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.