Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1949, Blaðsíða 8

Muninn - 01.11.1949, Blaðsíða 8
8 MUNINN Ur skólanum Útrekstrar — Kosningar — Árekstrar Októbermánuður er til allrar ham- ingju liðinn hjá og það stórslysalaust. Fáir þeir atburðir hafa átt sér stað innan skólans, er kalla mætti frásagn- arverða. Starfið hefir hafizt á sama hátt og undanfarin ái', og hefir skól.i- lífið í heild sinni færzt í fast horf, eftir því sem liðið hefir á mánuðinn. — Eins og venjulega liafa umræður manna einkum snúizt um tíðarfar, kvennaíar og stjórnarfar, og hefir ým- islegt borið á góma í því sambandi. Að sjálfsögðu kom rót á hugi margra á meðal vor, er hinir stjórn- máialegu stórhátíðisdagar, kosninga- dagarnir, fóru í hönd. Eigi er oss hefdur grunlaust um, að margir hafi lítt verið iesnir þá daga, er orrahríð- in stóð sem hæst, og eins á eftir, er farið var að skipta feng hinna póli- tísku veiðimanna. Þá dagana skipuðu atkvæðatölur öndvegissess í hugum margra, og má sem dæmi nefna það, að einn ágætur maður er sagður hafa tiltekið dýpi sjávarins í atkvæðum. En hvað sú mælieining er stór, getum vér ekki gert oss í hugarlund, einnig er það talið mjög vafasamt, að hinir allra lærðustu stærðfræðingar vorir gætu reiknað út, jafnvel þótt þeir væru í 6. bekk S. Tíðarfarið hefir enn, það sem af er, haft sitt að segja í sambandi við skóla- lífið. í hvert skipti, sem 6. bekkingum hefir þótt hundi út sigandi, hafa þeir íarið hamförum um skólann, þefað uppi hvern krók og kima og rekið alla út án nokkurrar miskunnar. Hefir oft komið upp kurr í liði neðri bekkj- anna, hafa þeir lýst yfir andúð sinni yfir slíkum aðförum og talið það ó- hæfu að vera reknir út sem skynlausar skepnur. Margir þeirra hafa því þybb- azt við og spyrnt við fótum og jafnvel gerzt svo djarfir að draga hina þungu kistu í anddyrinu fyrir dyrnar á gang- inum og stöðvað með því allan út- rekstur. Margir þeirra hafa kunnað svo illa við litivistina, að þeir liafa freistað inngöngu með öllum mögulegum ráðum. En 6. bekkingar standa fast fyrir til að varna því, að farið verði inn um dyr og glugga, og er þá stund- um hætt við árekstrum. Nýlega kom til óeirða af Jressum orsökum fyrir utan einn gluggann. Runnu þá sarnan berserkir tveir, hvor úr sínu liði, og var Jrað all-tilkomu- mikil sjón að sjá slík heljarmenni eigast við. Skipti nú engum togum með það, að þeir kepptust við að fletta hvorn annan klæðum, og mátti vart á milli sjá, livor þeirra hefði betur á þeim vettvangi. Óvíst er, hvernig farið hefði, ef bjallan hefði ekki hringt einmitt í J>eim svifum. Rann j)á brátt móður- inn af berserkjunum, og reyndu Jreir að hylja nekt sína svo vel, sem Jreim var framast unnt. I sambandi við Jretta má geta Jress, að oss hafa borizt þær uggvænlegu fregnir, að þrír hinir virðulegustu dimittendar hafi verið gripnir hönd- um af beitarhúsalýð svokölluðum, er Jreir voru á leið til að seðja sitt sára hungur. Skemmst frá að segja, þá voru Jreir teknir og ,,tolleraðir“ á hinn háðulegasta hátt, og væri synd að segja, að þeim hafi verið lyft upp í hærra veldi með loftferðum Jressum. Er þess að vænta, að sjöttubekkingar láti sér víti Jretta að varnaði verða og gæti þess vel og vandlega að halda betur hópinn, svo að slíkt sem þetta komi ekki fyrir öðru sinni. Fréttamaður. STÖKUR Tátu smáa, heiðblá, lrýra, hrekkjum drengir beita. Hnátu fláa, roðgrá, rýra, rekkar engir preyta. Ég vonaði að lánið veitti mér pig, í vlmu ég lífsins naut. En ógæfan hafði hertekið mig og hrakti lánið á braut. S. LÍFSLEIÐI Þrótti sviptur, preyttur, práir nœði dáins. Gleymskan deyðir drauma, er dapran huga buga. Gæfulausum gröfin geymir kyrrðarheima. Sú er ein lausn að leysa líf frá jarðar kifi. S. Skólamet í frjálsum íþróttum 100 m. hlaup. Brynjólfur Ingólfsson 11.3 sek. 1941 400 m. hlaup: Bragi Magnússon 57.8 sek. 1942 S00 m. hlaup: Eyjrór Einarsson 2.11.8 mín. 1947 3000 m. hlaup:- Hörður Björnsson 12.19.4 mín. 1941 4x100 m. boðhlaup: Ragnar Kristjánsson, Ól. Ólafsson, Andrés Guðmundsson, Bragi Frið- riksson 49.2 sek. 1945 Langstökk: Stefán Sörensson 6.70 m. 1947 Hástökk: Hafliði Guðmundsson 1.68 m. 1941 Þristökk: Stefán Sörensson 13.50 m. 1947 Stangarstökk: Tómas Árnason 2.65 m. 1942. Kúluvarp: Bragi Friðriksson 14.49 m. 1948 Kringlukast: Bragi Friðriksson 39.93 m. 1948 Spjótkast: Tómas Árnason 52.55 m. 1944 Metið í skógarboðhlaupinu er 3 mín. 6.2 sek., sett af sveit 3ja bekkjar 1945. Þessir voru í sveitinni: Ragnar Kristjánsson, Óli P. Kristjánsson, Þor- steinn Kristjánsson, Jón Aðalsteins- son, Björn Önundarson, Björn Guð- mundsson (Grjótnesi), Andrés Guð- mundsson og Bragi Friðriksson.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.