Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1951, Blaðsíða 7

Muninn - 01.11.1951, Blaðsíða 7
'MUNINN 1 kappleika, því að íþróttirnar eiga að vera hverjum iðkenda til gleði og hressingai án tillits til íþróttaárang- urs, sem oftast fer eftir líkamlegu at- gervi. íþróttirnar eiga miklu fremur erindi til þeirra, sem að einhverju leyti eru miður vel búnir líkamlega og íþróttaiðkanir gætu ef til vill baatt. Iþróttir vinna vafalaust rnikið gegn einhæfni, enda má krefjast þess af þeim. Raunar verður ekki framhjá því gengið, að þær gætu gert það bet- ur, ef heimskulegur metnaður hefði •ekki skapazt vegna verðlaunaveitinga og kappleika. Athugum aðeins ummæli sænska rithöfundarins Ivar Lo-Johansson í riti, sem hann nefnir Eg efast um íþróttirnar: „Sá maður, sem reynir daglega á handleggina við vinnu sína, verður góður spjótkastari eða hnefaleikamað- ur. í löndum, þar sem fólk gengur mikið og fjarlægðir eru miklar, verða til góðir hlauparar, eins og skíðamenn Noregs og hjólreiðamenn Frakklands til dæmis að taka. Þannig vinna íþrótt- irnar gegn einhæfninni! íþróttamenn hata vinnuna og telja hana svarinn óvin íþróttanna, og það er hún líka. Ef íþróttamanni fatast, er skuldinni alltaf skellt á vinnuna, sem liafi dreg- ið úr eða spillt kröftum íþróttamanns- ins, og öll þjóðin harmar hið mikla tjón. íþróttirnar erti þannig ekki leng- ur nein heilstdind, heldur markmið í sjálfu sér. Lyfjaneytendurnir eru orðnir lyfsalar." Rit þetta hefir þótt bæði gífuryrt og öfgafullt, en í því er sanrt margt mjög athyglisvert. Ferðalög eru mjög vinsæl skemmt- un, t. d. má geta þess, að í skóla nokkr- um var eftirfarandi spurning einu sinni lögð fyrir nemendur: Hver er bezta skemmtun þín? 32% sVÖruðu, að þeim þætti mest gaman að ferðast. Gildi hverrar ferðar er ferðin sjálf. „Hvert slysalaust spor í sókn upp eft- ir fjallshlíð eða fjallshrygg er sjálfs sín sigurlaun," ritaði Sigurður Guð- mundsson skólameistari einu sinni. Þessi sigurlaun fást ekki með því að sitja í bifreiðum og ferðast þannig frá einum stað til annars, heldur gegn framlagi ferðamannsins sjálfs til ferð- arinnar. Reiðhjól eru því mun hent- ugxa farartæki í slíkar ferðir en ltif- reiðir, en af bitreiðaferðum og ferð- um á reiðhjóli bera gönguferðir og útreiðar, sem ætti að stunda meira en nú er. Ferðalög eru líka mikil kynning á landslagi og náttúrufari, háttum og siðum á hverjum stað. Og það er alls ekki fánýtur né óþroskavænlegur fróð- leikur. Það ber mikið á því nú orðið í ferðalögum með bifreiðum, hve dag- leiðirnar eru orðnar langar. Ferðin er oft aðeins sífelldur akstur, sem er mjög þreytandi. Þetta ferðaæði ætti að varast, viturlegra væri að ferðast meira um nágrennið. Margir tefla eða spila í tómstund- um sínum. Hvort tveggja krefst þess, að tilteknum reglum sé hlýtt. Slík hlýðni og slíkt mat ýmissa reglna er ekki einskis virði, ef það mætti á ein- hvern hátt kenna að virða fleiri regl- ur en spilareglurnar einar. En hver spilari verður jafnframt að beita eig- in dómgreind og persónuieika, enda verður spilið við það skemmtilegt og viðburðaríkt og list þeim, sem spilar. Þessa þjálfun verður að meta ein- hvers, þótt erfitt sé að staðhæfa, hve hagkvæm hún verður í daglega lífinu. Auk þess er þetta ekki lítil tilbreyt- ing frá einhliða dagstörfum. Skemmtanir eru ein grein tóm- stundaiðju. Skennntun merkir það, sem gerir tímann skamman, en við vitum öll, að við getum stytt okkur stundir við ótal margt, t. d. allt, sem talið er hér að framan. Orðið verður því notað hér í mun Jrrengri merkingu eða aðeins um skemmtanir, sem haldnar eru fyrir al- menning eða a. m. k. fyrir marga og oftast nær í gróða skyni, t. d. hljóm- leikar, söngleikar, sjónleikar, kvik- myndasýningar, íþróttasýningar og ræðuhöld. Flest metum við mikils hressandi dægrastyttingar, sem vissulega geta hrundið burt áhyggjum í bili, en sjaldan rista djúpt, a. m. k. ekki, nenta við leggjum sjálf eitthvað af mörkum til skennntunarinnar. Við höfum gaman af áhrilaríkri sögu eða kvikmynd. af því að við vit- um ekki, hvað kemur næst. En Jregar við hlustum á listrænt skáldverk, njót- um við túlkunar Jress ekki síður, Jrótt við þekkjum viðfangsefnið fyrir fram. Við njótum Jress jafnvel betur, eftir því sem við heyrum það oftar. Við njótum þess vegna þess, að á bak við atburðarásina skynjum við háleitari og æðri tilgang. Margir leita líka ánægjunnar með Jrví að reyna sjálfir að túlka þessi skáldverk, t. d. með hljóðfæraleik. Líklega veitir það enn meiri fullnæg- ingu en að hlýða á þau, því að það krefst enn meiri umhugsunar unr verkið og tilgang þess, og auk þess krefst það eigin vinnu, senr eykur tví- mælalaust ánægjuna. Lestur ýmissa bóka er algengastur allra tómstundastarfa. Gildi hans fer auðvitað mikið eftir lestrarefninu, ef vandað er til bókavalsins, getur lesturinn verið bæði fræðandi og skemmtilegur. Bækur eru eitt aðaltjáningargagn, sem til er. Þar er því margs konar skoðanir og hugmyndir að finna, svo að bókavalið er alls ekki vandalaust. Ekki má sníða bókavalið eftir per- sónulegum skoðunum og hugmynd- um. Það getur oft verið gagnlegt að kynnast skoðunum öndverðum skoð- unum okkar sjálfra, jafnvel þótt þeim sé ábótavant í mörgu, því að það er hættulegt að binda sig um of við ákveðnar skoðanir og hugmyndir, sem oft eru bæði sérvizkufullar og Jieimskulegar. „Það er mannlegt að skjátlast,“ segir máltækið, ,,en háttur heimskingjans að halda fast við sína villu.“ Ymiss konar söfnun er tómstunda- störf. Hún getur oft verið bæði gagn- leg og skemmtileg, en stundum hættir henni til að verða að sérvizkulegri og fjárfrekri ruslssöfnun. Þá er verr farið en heima setið. Ég hefi hér að framan drepið á helztu tómstundastörfin, sem ég hefi munað eftir í svipinn, en ég hefi orðið að stikla á stóru, því að af miklu er að taka. Loks vil ég taka það fram, að ég ætla mér ekki þá dul að dæma eitt eða fleiri þeirra öðrum betri. Valið verður að vera komið undir einstaklingnum og ástæðum hans hverju sinni, svo að nokkur von sé til, að það takist vel. G.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.