Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1959, Síða 3

Muninn - 01.05.1959, Síða 3
M m u n i n n B L A Ð «B§ MENNTASKÓLANS Á AKUREYRI ÚLFAÞYTUR AF LIILU TILEFNI Athugasemd við Gambragrein. Upp úr Gambrablöndunni, sem borin var fyrir vit manna hér á dögunum, rís ein- hver pennaiðinn náungi og ritar alllanga skammargrein um mig, auðkennda með stöfunum U. f. F. Það, sem eðlilega vekur mesta athygli við þessa grein, er sá læpusakpur höfundar að þora eigi að láta sjást, hver hann er. En málstaðarins vegna, er það vafalaust rétt sjálfsmat hjá höfundi að fela sig í skjóli hins nafnlausa. Hins vegar sannar það, hversu sýndarmennska og uppskafningshátt- ur fer nú vaxandi. Sú var tíðin, að menn þorðu meira en að sýnast, þeir þorðu líka að vera — þorðu að sýna sig í sinni réttu mynd, en ekki í tveimur reifum. t í greininni gætir nokkurrar andúðar í garð íslenzkra sveita og sveitamenningar. Má því af líkum ráða, að hér sé á ferðinni einhver víkurdrengur, sem heldur sig vera malarinnar mesta karl. Þar sem grein U. f. F. er ekki málefnaleg, en nær einvörðungu persónulegur skæting- ur í minn garð, væri ef til vill ástæða til að svara í sömu mynt, en þar eð ég hef ekki enn lært þá malarmennsku og smástráka- hátt að kasta steinum í menn, mun ég ekki gera það, heldur reyna að rita um málin á málefnalegum grundvelli. Ég vil taka það strax fram, að alrangt er, að ég hafi fengið sérstakan dálk í Munin til að koma skoðunum mínum á framfæri. Það hefur öllum verið frjálst að senda greinar í dálkinn: „í spegli dagsins", enda var það skýrt tekið fram í Munin. Þá eru það hel- ber ósannindi, að ég hafi nokkurn tíma sagt eða skrifað, að vélarnar væru af hinu vonda, borgirnar viðurstyggð og nútíminn gjörspilltur. Vilji U. f. F. maður heita, skora ég á hann að svipta af sér ósanninda- dulunni og finna þessum orðum sínum stað. Það, sem einkum virðist koma penna þessa fimbul-iðna náunga af stað, er grein- arkorn, sem ég ritaði í 1. tbl. Munins á s.l. hausti og fjallaði um Útgarð. Þar ritaði ég um nauðsyn þess að endurreisa Útgarð og gerði nokkra grein fyrir skoðunum mínum í því sambandi. U. f. F. er mótfallinn þeim uppástungum, er ég bar fram, en hefur sjálfur ekkert til málanna að leggja. Vill hann kannske leggja Útgarð niður? Máli rnínu til stuðnings langar mig að vitna í grein, sem Árni Jónsson ritaði um IJtgarð árið 1938. Þar segir hann m. a.: „Útgarður er ekki aðeins höll vetrarlands ins, heidur einnig höll hugsjónalandsins, bærinn, sem reistur er íslenzkum höndum á íslenzkri jörðu, og hin íslenzka jörð verð- ur ætíð að vera í hugsjónum okkar hin gró- andi jörð. Síðast — en ekki sízt — þarf að skapa Útgarðs-anda, eða innri menningu, sem gæti orðið hin norðlenzka skólamenn- ing framtíðarinnar." Árni vitnar síðan í orð Sigurður Guð- mundssonar, skólameistara, þar sem hann segir: „Útgarður á að auka fjölbreytni í skóla- MUNINN 79

x

Muninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.