Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1959, Síða 6

Muninn - 01.05.1959, Síða 6
er rétt að benda á, að í Gambragreininni er því síður en svo haldið fram, að þátturinn „í spegli dagsins“ (nafnið minnir óneitan- lega á hliðstæðan dálk í einu Reykjavíkur- blaðanna) sé ætlaður Jóni einum. Þar er aðeins bent á, hvílíkur hvalreki það sé fyrir Jón að fá slíkan dálk undir siðapredikanir sínar. Viðvíkjandi viðurstyggð borga og spillingu nútímans voru þau orð aldrei höfð eftir J. E., en sagt, að það væri inni- hald allra hans skrifa, eins og reyndar sann- ast á greininni í þessu blaði. Jón ræðir síðan um Útgarð og vitnar óspart í orð viturra manna. Vilji hann enn einu sinni fá að heyra skoðanir mínar á þessu máli, þá tel ég að byggja eigi annan skála lengra upp í hlíðinni á steyptum grunni og liafa hann samkvæmt kröfum nú- tímamanna um einfalt og hagkvæmt bygg- ingarlag, útbúinn rafmagni, síma og raf- magns- eða gas-eldavél, í stað þess að apa upp gamla háttu í byggingu og búnaði húsa, sem sköpuðust við skort á flestum hlutum. Það er rétt af Jóni „að minna á orð þess- arra vitru manna,“ en hversu hann trúir á þau sjálfur, má bezt dæma á því, að það sem af er skólaárinu hefur hann aldrei sézt í minna en fimm km fjarlægð frá Útgarði. Þegar að Húla-hoppinu kemur, sýnir Jón ótvírætt, að einstaka sinnum getur verið glufa á heilabúi hans, því að hér viður- kennir hann og skammast sín fyrir afglöpin. Reynir hann að víkja sér undan allri ábyrgð og vísar til annarra forustumanna hins ill- ræmda félagsskapar en á sjálfur engin rök, enda þau ófinnanleg. Hvað hlutverk kristninnar í múgmorð- um síðustu þúsund ára varðar, ætlar Jón að neita því, að með morðóðum herjum kristinna þjóða hafi farið klerkar, ausandi blessunarorðum á menn og vopn og hróp- andi bölbænir í garð óvinanna. Hann telur að vísu, að til styrjalda hafi komið, en or- sakir þeirra séu, að þjóðirnar hafi ekki trú- að á hina sönnu trú. En getur Jón Einars- son skorið úr, hvað sé hin rétta trú? Og get- ur hann bent á nokkra stórvirkari aftöku- sveitir en heri þeirra þjóða, sem teljast strangkristnustu þjóðir heims? Nei, sannleikurinn er sá, að þegar hags- munir eru í veði, virðist trúin hafa sáralítil áhrif, en með skikkju hennar er einfeldn- ingum oft talin trú um nauðsyn hinna verstu níðingsverka. Jón lætur að því liggja, að ég hafi óvirt rímnakveðskap. Slíkt kann satt að vera, og skal ég ekki þræta fyrir það, en það hlýtur þó að vera undir listasmekk hvers og eins komið, hvaða skilningur er lagður í orð mín í Gambra. Þar sagði ég orðrétt: „. . . . á eft- ir er svo hægt að hlusta á Jón Einarsson kveða rímur. . . .“ Svo koma niðurlagsorð J. E. Ég held, að hjartnæmari orð hafi ég ekki lesið lengi. Ég ætla að gera það að tillögu minni, að menn læri þau utan að og hafi yfir jafnt á gleði- sem alvöru-stundum. Fyrst er þar vitnað í þau orð skólameistara, að íslenzkir sveitamenn hafi löngum verið kjarni þessa skóla. Þetta er ofureinfalt mál, enda híbýli skólans og staðsetning við það miðuð. Hins vegar fæ ég ekki séð, hvað þetta kemur Gambragreininni við. í síðustu orðunum kemur það berlega í ljós, að Jón telur sjálfan sig persónugerving íslenzkrar sveitaæsku, og fer þá að verða skiljanlegt, ;hv.ers vegna hann blandar þess- um ólíku hlutum saman í tíma og ótíma. Hann virðist telja, að Vestfirðingar, Norð- lendingar, Austfirðingar og jafnvel Borg- firðingar muni reynast Reykvíkingum skárri að dyggðum. Ég, sem Norðlendingur, vil persónulega þakka skjallið, en tel samt vanhugsað að skipta íslenzkri æsku í „Utan- bæjaræsku“ og „Reykjavíkuræsku“, og vafa- samt, að þar megi finna nokkurn mun á. Hafi J. E. uppgötvað einhverja stökkbreyt- ingu á mannskepnunni, sem geri Reykvík- inga frábrugðna öðru fólki, þá ber honuru að skýra frá því í vísindatímaritum og kannski getur J. E. einhvern tímann öðlazt 82 m u N I N N.

x

Muninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.