Muninn

Årgang

Muninn - 01.05.1959, Side 9

Muninn - 01.05.1959, Side 9
Björn báðir, og það vita tleiri menn, að enginn er færari „honum sjálfum“ til þess, þess vegna biðst ég undan því að gera hon- um slíkan greiða og lái mér það hver, sem vill. Svo vona ég, að næst, þegar Björn fer í stóru ritbuxurnar sínar, eigi hann eitthvað annað en vind í skálmum og í vösum grjót. Að endingu vil ég svo óska þess, að allir megi skilja sáttir eftir þessa deilu og að góð- um málstað gefist ávallt sigur. 15. maí 1959. Jón Einarsson. Athugasemd. í sambandi við greinarkorn það, er birtist í Gambra undir nafninu „ Siðvæðingarher- deildin", viljum vér taka fram eftirfarandi: Af einskærri vangá ritnefndar og ábyrgðar- manns birtist ofannefnd grein ekki undir nafni. A hinn bóginn gerði ritnefnd sér á engan hátt far um að leyna nafninu, þegar henni hafði orðið ljóst, hvílíka vanrækslu hún hafði gert sig seka um. Var það gert með fullu leyfi höfunar, sem er eins og flest- um mun vera kunnugt, Björn Friðfinnsson. Þökkum birtinguna. Fyrir hönd aðstandenda Gambra, Pétur Jónsson. M U N I N N Úlgefandi: Málfundafélagið Huginn. Ritstjóri: Halldór Blöndal Ritnefnd: Jón Einarsson, Jón Sigurðsson, Hjörtur Pálsson, Jóna E. Burgess. Ábyrgðarmaður: Steingrímur Sigurðsson Prentverk Odds Björnssonar h.f. LÁTUM MÓÐAN MÁSA Með vonzku saman ber ég brag, bleki á pappír skvetti. Ræni línu úr Ramaslag í raunakvæði einn vetrardag, annað veifið útlenzkunni sletti. „Grána kampar græði á,“ gott er hlés að leita. Mæðan jafnan megnar hrjá margan inter poculau — eitthvað verður þynnkan þó að heita, í vetur tvisvar sinnum sex setið hef ég í skóla. Finn ég hvernig vizkan vex, vanur er við rex og pex, við námið áfram nudda þetta og dóla. Reykjavíkur sækir soll svívirt þjóð af tjöllum. Þegar ég fæ hvítan koll, kveð ég Akureyrarpoll hundleiður á heimavistarböllum. Þegar ég kem þar í sveit þeirra sunnan fjalla, kvennahjörðin hýr og teit horfir á mig undirleit og gúnstug, þegar húmi fer að halla. Mitt í þessum meyjafans mun ég sitthvað dóla. Lokaprófi lýk með glans. Lagður í fjötra hjónabands paufast ég við prae í lífsins skóla. Núna slæ ég botn í brag, — bið þig áfram kíta, þótt tjallinn betur hafi í Haag, hughraust berjumst nótt og dag; aldrei skulum málamiðlan hlíta. HVUTTI LITLI. MUNINN 85

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.