Muninn - 01.05.1959, Síða 13
Samhenda:
SKOSLIT
Sé ég fyrir handan höf
hópum fara skýja tröf;
á því hef ég engin vöf,
út svo geng af fremstu nöf.
Stikluvik, hringhent:
Hugarins leka hróðrarfar
hrekur bleki drifið.
Seglum ekur ekki par,
unnum skekinn metnaðar.
Nýhenda:
Sumt hið gamla sagt er nýtt,
— svo er enn á vorum dögum;
það hefur fæstum firðum þýtt
að fljúga langt á stolnum bögum.
Langhenda:
Kaffihúsasetur sveina
sjálfsagt teljast þeim til hróss,
þó að svamli, sumir meina,
sofandi til feigðaróss.
Úrkast:
Hafi ég að yrkisefni
úrhrök þjóða,
úrkast held ég helzt ég nefni
háttinn góða.
Braghenda:
Andinn hiklaust fer á fjörur fríðra meyja,
því jafnan er hans þrá og þreyja
í þeirra faðmi lifa’ og deyja.
Afhending:
Ég hef komið víða við og vörður hlaðið,
hillir undir hinzta vaðið.
Á vit þín ég leitaði vesala þjóð,
sem virtir mig einskis og smáðir.
Nú heiminum yrki ég harmþrungin Ijóð,
því hatri í brjóst mér þú sáðir.
Ungur ég Iagði á ókunnan stig
og ætlaði lífið að kanna.
í kofum sem höllum jafnt kvaldi það mig
að komast að raun um hið sanna.
Ég leitaði víða, en lítið ég fann
með lýðum um framandi strendur.
Á endanum kom ég í ættjarðarrann
sem engill af himninum sendur.
DUOBUS.
V 0 R
Sumarnótt og sólarbirta.
Svartar greinar trjánna blakta,
bréfarusl í blænum fýkur,
blágrár himinn hvelfist yfir.
Óhreinn snjóskafl er að hverfa.
Auða jörðu brúna, nakta
troða fætur fölra bama.
Djúpt í moldu maðkur Iifir,
milli steina iðar, skríður.
Rotta skýzt úr ræsi tómu.
Rauðbrúnn þröstur loftið smýgur,
tyllir sér á símavíra.
Svangur köttur færis bíður,
gramiu-, þegar fuglinn flýgur.
JÓNA E. BURGESS.
M U N I N N 89