Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1971, Blaðsíða 3

Muninn - 01.11.1971, Blaðsíða 3
Auglýs- ingastjóri ráðinn Muninn hefur nú fyrir skömmu ráðið auglýsinga- stjóra, Björgvin Þorsteinsson. Er maðurinn enn á ungum aldri og sléttkemdur, eins og myndin sýnir. Þótt hann hafi ekki náð tilskildum árangri við auglýsingasöfnun í þetta blað, — þá hefur hann fengið vil- yrði fyrir 5 stórum auglýsing- um í næsta blað. Er það ekki slakur árangur út af fyrir sig. Þess má geta, að það hefur flogið fyrir, að Björgvin muni gefa kost á sér í embætti for- manns Hugins, þegar þar að kemur. Að endingu vonum við, að auglýsendur taki Björgvin vel, þegar hann heimsækir þá síðar í vetur. 3.-bekkingar9 erum við aumingjar? Þrátt fyrir fæð þeirra orða er hér eru samankomin, von- ar greinarhöfundur engu að síður að þau nægi til að rumska við þó ekki sé nema einhverjum 3.-bekkingi varð- andi félagslíf hér innan skól- ans. Mig langar til að benda Þ. M. á nokkrar staðreyndir varð andi þá þjónustu, sem 5. beldc- ur rekur innan skólans. Sælgætissalan er ekkert ann að en þjónusta við nemnedur skólans. Enginn er skyldugur til að verzla. Hún er rekin vegna beiðni nemenda! Þ. M. talar um hátt verð og að ekkert nema öfund ráði því, einungis öfund. Þessvegna plötum við nemendur til þess að kaupa, líka 6. bekkinga, svo að þeir geti öfundað okk- ur af gróðanum, en ekki af því að þá langar í hressingu. Hann segir að nemendur þurfi ekki þessa hressingu og að verðið sé of hátt. Hvers vegna kaupa nemepdur þá það sem þeir vilja ekki, auk heldur á háu verði, þegar þeir eru ekki skyldaðir til þess? Aftur á móti er það staðreyndin með skóla- blaðið, að nemendur eru skvld aðir til þess að kaupa það, án tillits til gæða eða innihalds. Hvað heldur Þ. M. gerðist ef sælgætissalan yrði Iögð niður? Og eitt enn, í hverju er fjár- plógsstarfsemi 5. bekkjar auk- in frá í fyrra? Nákvæmlega í engu innan veggja skójans, í engu sem snertir pyngju nem- enda, nema að síður sé. Hann spyr: Nú skal út fyrir land- steinana til forfrömunar eða hvað? Og segir það einungis Það má vera að sumum þyki þessi athugasemd óþörf, en ég fullvissa þá um í skjóli eftir- farandi staðreynda að svo er ekki. Mér hefur verið tjáð, að 3. bekkur M.A. hafi undantekn ingalítið verið sá beklcur skól- ans, sem verið hafi hvað mátt- til þess að féfletta nemendur, til að sýna 6. bekkingum að við getum grætt meira en þeir. Þetta er ekki rétt. Núverandi 5. bekkingar, með eða ?n Þ. M., stefna að því að auka hagn að á starfseminni utan skólans en ekk iinnan. Þetta veit Þ. M. full vel, þar sem hann var á 5. bekkjarfundi þann 2J/10 1971, þar sem þessi skoðun var ríkjandi og hann ætti því ekki að búa til staðreyndir handa 5. bekkingum um þetta mál. — Hann ætti að draga taum 6. bekkjar meira, sem þó fór út til forfrömunar, sennilega til þess að féfletta okkur hina. Hann athugar ekki að þetta er nær eina tækifærið sem flestir nemendur fá, bæði til að fara til útlanda og einnig til þess að slappa af. Þrátt fyrir hugsanaskekkju Þ. M. í máli þessu er þó ekki annað hægt en dást að þessari snilld argrein og þá aðallega stórkost legu upphafi og niðurlagi. Lít- ið á orðavalið, hvílíkt vald hann hefur á málinu, hvernig það leikur í höndum hans. Sjáið hina skýru framsetningu og svo að við tölum ekki um mótsagnir greinarinnar eða snjalla niðurstöðu hennar. — Skyldi hann stefna að ein- hverju með öllu þessu? Þökk sé Þ. M. Hjörtur Gíslason. lausastur varðandi félgaslíf skólans í fjölda ára. Þetta hef- ur orsakað það að litið er á okkur núverandi 3.-bekkinga sem eins konar aukvisa. Þykir mér þetta ákaflega leitt, en get því miður ekki neitað því að nú virðist allt stefna að sömu gröf sem áður varðandi þessi málefni. Ber þar fyrst að nefna að af um 150 nemendur 3. beklq- ar komu aðeins rúmlega 50 á málfund þann, er Óðinn hélt föstudaginn 15. okt. sl. Einnig þykir mér athyglisvert, að er málfundur Óðins var haldinn viku seinna, þar sem kosnir voru framámenn í 3. bekk, virtust aðeins 43 3.-bekkingar hafa áhuga á hverjir yrðu mál- svarar þeirra á nýbyrjuðu skólaári, eða að minnsta kosti komu ekki fleiri á fund þann. Að lokum má nefna, að þeir 3.-bekkingar, er sóttu bekkjar kvöld það, sem haldið var í Ég var að vísu beðinn um að notfæra mér ekki aðstöðu mína til að svara greinarkorni þessu, en ég get ekki látið það vera, enda beinlínis farið fram á svör í greininni sjálfri. Hjörtur, þú talar mikið um meinta þjónustu. Þú heldur því fram, að það sé þjónusta að selja fólki kók og prinse póló, en svo virðist það aftur á móti ekki vera þjónusta að selja þessu sama fólki kaffi vegna þess að þá er álitið að gróðahlutfallið minnki. Er þetta þjónusta? Þú heldur einnig fram, að Rauninni laugardaginn 23. okt., voru aðeins um 60 tals- ins og er það að mínu áliti á- kaflega dræm aðsókn. ICÆRU SAMBEKKINGAR! Ég treysti því að þið íhugið þessi mál vandlega og ef þið gerið það munuð þið án efa komast að þeirri niðurstöðu, að jafnvel þótt 3.-bekkingar undanfarinna ára hafi verið hálf kraftlitlir á sviði félags- mála, þá er ekki þar með sagt að við þurfum að feta í fót- spor þeirra. Það er vafalaust góður jarðvegur fyrir öfluga félagsstarfsemi 3.-bekkinga, svo góður að þeir ættu að geta látið verulega að sér kveða á sem flestum sviðum skólalífsins, þar sem félagsmál eru annars vegar. VIÐ ERUM FULLGILDIR MENNTSKÆLINGAR! STÖRFUM SAMKVÆMT ÞVl. B. G. tilvonandi utanferð fimmta bekkjar sé því nær eina tæki- færið, sem sumir nemendur fá til að fara utan og slappa af. Það er eins og ekki sé lengur hægt að slappa af á því gamla og góða Fróni. Hvort það staf- ar svo af betri hægindum aust an Atlantshafs, skal ég ekki segja um. Svo ein spurning í lokin: Er það almennt álit fimmtabekkj- arráðs, að fólk dragi einhvers konar lífselexír að sér í meng- unarmettuðu lofti erlendra iðn aðarstórvelda? Þ. M. Til Þ.M. Frá Þ.IVI. vegna „Til Þ.M.66 L’AffaÍre Sigurgeir Sá stórmerki atburður gerð- ist í fyrradag, að form. Hug- ins, Sigurgeir Þorgeirsson Hús- víkingur, lét sjá sig í ritstjórn- arherbergi Munins. Tilgangur hans með þessu athæfi er nokkuð óljós, en hitt er víst, að eigi reið hann feiturn hesti af þeim fundi. Hóf hann þar að lesa upp úr hinni kunnu þrætubók sinni. Bar hann niður á þeirri blaðsíðu, sem fjallar um að hann sé leyndur því sem mark verðast gerist hjá starfshóp- um Munins. Sagði hann, að sér bæri að fá vitneskju um allt það, sem þar gerðist, — jafnvel um hálfköruð verk starfshópanna — í krafti embættis síns. Var á honum að heyra að hann — Húsvík- ingurinn Sigurgeir Þorgeirs- son, formaður Hugins — gæti jafnvel hlutast til um málefni þeirra! Og þá hlógu allir. Fundi slitið. Starfshópur nr. 6. LITLI MLNINN 2. tbl. (Samkvæmt formúlu um gagnrýni) AÐFARAORÐ: Nauðsynleg. MYRKRAVERK: Vel skrifuð grein og tímabær, því að málið má ekki þegja í hel. TlÐINDALAUST - : Agætt framtak, nauðsynlegt fyrir nemendur að fá að vita hvað á döfinni er í félagslífinu. LEIÐARI: Ágætur, efnið er kannski vafið fullmiklu mál- slcrúði. Ég vona, að kennarar taki áskoruninni. HAFT EFTIR TRÚBOÐA: These are bare wires of my life. VEGNA LITLA-MUNINS: Þokkalega samansett froðu- snakk. SÍN ÖGNIN AF HVERJU: Smátt og stórt, Heyrt, spurt, séð, hlerað o. s. frv. PENINGAR: Góð grein, þó sérstaklega ræðurnar. PLÓGURINN: Stutt en skor- inorð. Fyrst búið er að plægja, þá er að sá. Magnús Snædal. 3

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.