Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1971, Blaðsíða 5

Muninn - 01.11.1971, Blaðsíða 5
myrkraverkin Sérhver Já, TóMat stal þingskjölum mínum og sendi þau á ritstjórn arskrifstofur Tímans og Þjóð- viljans. Það má hann þó eiga, að hann lét mig vita áður en skjölin voru send suður og bað ég hann þá að láta þá staðreynd um tilvist þeirra fylgja með, að þetta eru ekki þingskjöl frá 21. þingi S.U.S. heldur eru þau komin frá fá- mennum umræðuhópum að því er virðist óánægðra Heim- dellinga. Á þinginu var þeim síðan dreift sérstaklega af þeim mönnum, sem að þeim stóðu, og voru aldrei tekin þar til umræðu, svo að ég viti til. Svör hans við þessum upplýs- ingum voru á þá ieið, að hitt hefði nú meira áróðursgildi og var það látið gilda frelcar en að segja sannleikann í mál- inu. Ekki er furða, þó að þeir Þessi endemis hrærigrautur hæstvirts þingfulltrúa á 21. þingi SUS markar tímamót í sögu hægri manna hér í skóla. Hæstvirtur þingfulltrúi hafði þó rænu í sér til að „svara“ grein minni frá 25. okt. og er það þakkað. Hins vegar örl- aði ekki á svari við aðalspurn- ingu minni, þ. e. hvort þeir fé- lagar ætluðu að endurvekja „þjóðmáladeild11 í samræmi við það stefnumark að „leita eftir áhrifum í skólum og á vinnustöðum og hinum ýmsu samtökum ungs fólks.“ Varðandi það atriði í ,,svari“ hæstvirts þingfulltrúa hvernig plöggin eru til komin o. s. frv., vil ég aðeins segja þetta: Það stendur ótvírætt á skjölunum að þau eru frá und irbúningsnefnd stjórnar SUS — og þinggögn. En þetta skipt ir þó engu máli, heldur sýna þau, eins og ég benti á í grein minni, það andrúmsloft, sem ríkir hjá unga íhaldinu og það er aðalatriðið. Hæstvirtur þingfulltrúi ger- ir því skóna, að ég hafi snúið út úr ýmsum setningum, þann- ig hafi allt önnur merking kom ið út en lesa má í skjölunum sjálfum. — Þetta er rangt. Ég vil, til að byrja með, mlnna á það sem ég sagði í upphafi greinar minnar: „Hér er ekki ætlunin að birta öll leyniplögg in — heldur minnast á örfá atriði, sem vert er að hafa í huga eða eru skemmtileg fyrir ýmsar sakir.“ Þetta efndi ég. Það sem mér fannst skeminti- legt var t. a. m. þetta með upp- eldið og hugmyndafræðina. Er of langt mál að fara út í þá sálma hér, en ég hygg að þessu eru nú hneykslist, þessir góðu menn. Þessi afglöp mín hafa orsakað að kynstrum öllum af prent- svertu hefur verið sóað, og nú síðast í Litla Muninn 2. tbl., í greininni Myrkraverk. í henni er æskt svara og sé ég mig nauðbeygðan til þess, þar eð ég á hér svo stóran hlut að máli. Það hjálpar mér að grein þessi er með afbrigðum illa samin. Eru þar mjög víða gripn ar glefsur úr málsgreinum, þar sem henta þykir, en setningin er ekki sögð til enda og kem- ur meining hennar víða eklci í ljós af þessum sökurn. En nú mun ég reyna eftir beztu getu að svara þessari grein. Hún byrjar á langri þulu um þau óskapa vinnubrögð, sem á þinginu hafa verið og eru skjöl in þar strax heimfærð upp á s.u.s. ráði ekki eingöngu sérstæð kímnigáfa mín. Hæstvirtur þingfulltrúi af- neitar greininni frægu um sundrungina en skrifaði svo einhvern þvætting um leynd- ustu óskir hjarta síns. En mér skilst, að þær séu, að sem mest sundrung ríki meðal vinstri manna. — Við hár- beittri ádeilu í sunnudagsblaði Tímans á hæstvirtur þingfull- trúi ekkert svar, nema grút- máttlausa tilvitnun í skjölin góðu. Kemur þar reyndar fram sem og víðar, að hæstvirtur þingfulltrúi er að flestu leyti sammála því sem þar er sagt. Hæstvirtur þingfulltrúi spyr í lokin (eftir að hafa haft þá einurð í sér að upplýsa, að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki fullkominn), hvort „vinstri menn skólans“ telji flokka þá sem þeir styðja svo fullkomna, að eigi þurfi að gagnrýna þá, og ef svo er ekki, hvort ekki hafi slík gagnrýni komið fram á þingum ungra manna og kom izt á prent. Þessu vil ég svara svo: Eng- inn flokkur er fullkominn. Alla flokka þarf að gagnrýna. Slík gagnrýni hefur komið fram á þingum ungra vinstri manna — og birzt í málgögn- um vinstri flokkanna að af- stöðnum þingunum. Er það annað en hægt er að segja um unga íhaldsmenn, sem hafa lát ið í veðri valca, að allt leiki í lyndi þar á bæ, en eru svo að pukrast með leyniskjöl eins og fífl — með þessum líka úldnu tillögum, sbr. „að ala á sundr- ung. ...“ o. s. frv. Þetta eru myrkraverk, — gott ef ekki byltingarsamsæri! Skjölin eru tvö og er það fyrra um verkefni Sjálfstæðis- flokksins og upp úr því eru tekin setningabrot og síðan fjallað um þau. Er þar fyrst nefnt: „Ný viðhorf hafa skap- azt meðal ungrar kynslóðar. Nýjum rökum þarf að beita í fyglisleit.“ í skjalinu er setn- ingin til enda þannig: „og allt önnur aðstaða hefur skapazt eftir að flokkurinn er kominn í stjórnarandstöðu." Síðan hneykslast þessi góði vinstri maður á þeirri hugmynd, að gefa út bók eða bækling um hugmyndafræði eins flokks. Það gæti þó ekki staðizt, að slík hugmyndafræði lcommún- ismans væri í höndum margra vinstri manna skólans. Tvær næstu greinar eru sannkallað- ar greinar greinanna og er fyrri greinin svohljóðandi: „Skipuleggja þjálfun og upp- eldi frambærilegra málsvara Sjálfstæðisflokksins.“ Til enda er greinin: „með starfsfræðslu stjórnmála og/eða námskeiða." Ot úr greininni er ekki annað að sjá, en að taka eigi smá- króa, ala þá upp í anda flokks- ins og nota síðan sem málpíp- ur hans, en ef málsgreinin er lesin til enda, get ég ekki lagt annan skilning í hana, en að þarna sé um að ræða aukningu á þeim stjórnmálanámskeið- um, sem lengi hafa tíðkast hjá öllum flokkum um allt land. Síðari gullna málsgreinin er: „Ala jafnt og þétt á innbyrðis tortryggni vinstri stjórnar- flokkana og stuðningsmanna þeirra.“ Satt er það, illa er mælt, því að nóg sundrung er þegar meðal núverandi stjórnar- flokka og er þessi grein það eina, sem ég er andstæður í þessum góðu skjölum, en það vona ég svo sannarlega, að hún verði sem mest þegar kjör tímabilið er úti og þeir komn- ir í stjórnarandstöðu (ósk- hyggja mín). Skrif höfundar um þetta skjal enda á langri tilvitnun í sunnudagsblað Tímans og er hún í afar hneykslunarsömum dúr. Fjölyrði ég ekki me;ra um það, en vil bæta því við hér, að ein grein hefði gjarnan mátt koma þarna fram, en hún er þannig: „Taka skipulega fyrir stefnu Framsóknarflokksins í svokölluðum vinstri málum og leiða í ljós afturhaldssemi þess flokks frá fyrstu tíð.“ Ekki er vanþörf á framkvæmd þessa máls. í skjalinu um stöðu Sjálfstæðisflokksins eru hug- leiðingar um tap hans x síð- ustu kosningum og úrbætur. Hneykslast höfundur þar á mörgu og þó sérstaldega á á- róðrinum, sem þarna er talað um og varpar fram þeirri spurningu, því elcki sé skipt algerlega um starfshætti. — Á- stæðuna tel ég einfaldlega þá, að þeir eru það góðir að eigi er þörf á slíku, en hæstvirtir kjósendur þurfa eðlilega að fá vitneskju um það og til þess er áróðurinn. En það skal tek- ið fram, að eigi er Sjálfstæðis- flokkurinn fullkominn frekar en aðrir flokkar og er því heil- brigð gagnrýni á flokkinn sjálf sögð og eðlileg svo sem gert er í skjalinu um stöðu hans. Vil ég því spyrja vinstri menn skól ans, hvort þeir telji flokka þá er þeir styðja, það fullkomna, að eigi sé þörf á gagnrýni, og ef svo er, hvort ekki hafi slík gagnrýni komið fram á þing- um hjá samtökum ungra manna í viðeigandi flokkum og komizt á prent. (Til þeirra, sem þar hafa átt sæti). Blessaðir sýnið mér þá skjöl Leikfélag Akureyrar hefur hafið sýningar á leikritinu „Það er kominn gestur“, eftir Ungverjann István Örkeny. Listaviðburðir eru fáir á Akureyri og vonum við því að Menntskælingar taki þessu framlagi Leikfélagsins sem skyldi. Hér með kunngjörist oð ritnefnd Munins er t>annig skipuð: Friðrik Haukur Hailsson, aöalritstjóri. Eiríkur Baldursson. Þórólfur Matthíasson. Sumarliði R. ísleifsson. Björn Garðarsson. Og svo er Björgvin Þorsteinsson auglýsingastjóri. Athugasemd Spectators 5

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.