Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1971, Blaðsíða 4

Muninn - 01.11.1971, Blaðsíða 4
Gagnkvæmar hemaðaraðgerðir Mj/ndin sýnir faílbyssuna á einum fallbyssubát íslenzku land- helgisgæzlunnar. Nú hefur stjórnin fyrirskipað að endurnýjaðar veðri kúlna- og púðurbyrgðir fallbyssubátanna. — Bretar aftur á móti afnámu rommskammtinn. (Kafli úr ósömdu ritverki um rekstur skólablaðsins að við- bættum ábæti í tilefni af 1. des. umræðum) Það er kosið með pompi og pragt í hin ýmsu embætti skóla félagsins og svo taka hinir lán sömu við hinum virðulegu embættum sínum og hefja starf. Þeirra starf miðast við það eitt að framleiða a. m. k. jafnmikið og fyrirrennar þeirra, af allskyns kynningum, fundum, blöðum — eða hvað það nú er. Sumir ná þessu marlci, sumir setja markið enn hærra, ná því eða ná því ekki — eftir atvikum. Hvað um það. Er þetta rétt, það sem stefna ber að o. s. frv.? Er þetta félagslíf? Að mínu áliti fer því fjarri. Félagslíf er það, þegar menn starfa saman í félagi að ein- hverjum verkefnum. Félagslíf er það, þegar menn hafa sam- skipti. Því meira félagslíf, þvi meiri sem samvinnan er, sam skiptin eru. Þannig er það aðalhlutverk embættismannanna að mínu á liti að efla og hvetja til auk- inna samskipta millum manna. Opna sínar deildir, ráð og nefndir sem mest. Reynslan hefur sýnt mér að þetta verði að gera með skipulögðum hætti, ef það eigi að bera ár- angur. Starfs- og umræðuhóp- ar er eitt formið sem nýtur sí- vaxandi vinsælda hér jafnt sem annars staðar, enda sýnt ágæti sitt. Er það því ekki nema tím- anna tákn að uppi skuli vera tillaga um að opna yfirstjórn 1. des. Velja 10 manna nefnd í stað 3 manna. Mikilvægt er, að mínu áliti, að hún starfi sem starfshópur, þ. e. allir séu jafnir, enginn formaður o. s. frv. Einnig væri æskilegt að hún heðfi umræður sem mest opnar öllu aktívu fólki og á- hugamönnum um 1. des. H. Auglýsing Starfshópur um réttarstöðu nemenda ZiunLa Athugasemdir við VII. kafla reglugerðarinnar. - 63. gr. - Skólastjórn er skólastjóri og skólaráð undir forsæti hans. Skólaráð skipa skólastjóri, 2 fulltrúar kosnir á almennum kennarafundi, 3 fulltrúar kosn ir af nemendum og námsráðu- nautur, og hafa þeir allir jafn- an atkvaéðisrétt. Hver einstakur fulltrúi í skólaráði getur farið fram á að kallaður verði saman fundur. - 64. gr. - 3. málsgrein falli niður og starf það, sem fjallað er um í greininni, komi inn í ákvæðin um námsráðunaut, þó með þeirri breytingu, að „gáfur og skapferli" falli niður. Áskorun Ef þið ekki hafið telcið eftir því nú þegar, þá rekur KEA kjörbúð skammt frá Menntaskólanum. Þangað er hindrunarlaus gangur. Við slcorum nú á ykkur, nemendur góðir, að ganga þangað í löngu frímínútun- um og kaupa ykkur þar kðk og hálft franskbrauð fyrir hér um bil sama verð og kók í fimmtu bekkjar sjopp unni. Hreyfið ykkur og not færið heilnæmt loftslag og fjallasýn. Þó nokkrir þriðjubekkingar. - 66. gr. - Breytt: í stað „Nemendaráð kýs tvo fulltrúa í slcólaráð“, komi: „Nemendur kjósi 3 full trúa . . o. s. frv. - 72. gr. - Lagt er til að 72. gr. korni. sem fyrst til framkvæmda. Athugasemdir við X. kafla. - 75. gr. - Fella slcal niður síðustu máls grein 75. gr. vegna óþarfa tor- tryggni í garð læknastéttarinn- ar. - 76. gr. - Fella skal niður næstsíðustu málsgrein 76. gr. á þeim for- sendum að skólastjórn ein sé fær um að dæma hversu al- varlegt brotið sé. Ennfremur skal því bætt við 76. gr. að reglugerðir skólanna eða starfs reglur skuli ávallt liggja frammi, þannig að nemendur hafi ávallt greiðan aðgang að þeim, til að koma í veg fyrir misbeitingu valds. Athugasemdir við V. lcafla. - 53. gr. - A. nr. 4. Neðsta !ína bls. 13 hljóði þannig: Námsráðunaut- ur skal sitja í skólastjórn og hafa atkvæðisrétt. A. nr. 5. Falli niöur að ölltt leyti. Það starf, sem félagas- ráðunauti þessum er ætlað að inna af hendi er bein átroðsla á sjálfsákvörðunarrétti nem- enda. Um nemendadómstól Við álítum að það sé fram- tíðarkrafa að nemendur stjórni skólanum og þar með hljóti einnig að koma í þeirra hlut að dæma um agabrot. Höfuðröksemd fyrir nem- endadómstól eru þvi, að skól- arnir eru til nemendanna vegna og þar með hljóta öll brot gegn skólanum að koma niður á nemendum sjáifum Viðauki Fram til þessa hefur það ver ið ríkjandi skoðun að nemand inn sé undir skólaaga á ötlum tímum óslarhrings. Á þessum forsendum hefur nemendum verið vísað úr skóla fyrir brot á landslögum án þess að það lcomi setu þeirra í skólanum nokkuð við. Virðist sem þeir eigi að vera einskonar siðferð- isfulltrúar skólans út á við, án þess að því hafi verið vikið nokkru orði. Þess vegna leggjum við til að nemendur verði óháðir regl um skólans utan skólatíma. Árni Steinsson, Björn Garðarsson, Einar Steingrímsson, Ingibjörg Bragadóttir, Magnús Snædal, Sigurður Svavarsson, Steinunn Hafstað, Þórólfur Matthíasson. ritlistar- innar Vér erum fúsir að þiggja, eða taka til geymslu, ævagaml an stássstofustól, þungan, djúpan, lúinn og huggulegan stól, sem hefur orðið að víkja fyrir nýmóðins sófasetti. Vér munum skipa honum á vegiegan stað í stofu vorri, þar sem slíkum sæmdargrip yrði sýndur tilhlýðilegur sónú. Vinsamlega sendið skóia- blaðinu upplýsingar og/eða kostaboð, merkt „Til fomrar virðingar á nýjan leik.“ (Setjist til dæmis í póstkass- ann á miðgangi eða hafið beint samband við ritnefnd). Jón Guómunz: \ \f'J \ \ Ý Sj L- A J 1 ■<fr \ I - . 1 '— Mogginn hafði á réttu að standa: Málefnasamningur rík isstjórnarinnar er óskalisti kommúnista. Vitið þér enn eða hvað? Borgarbíó sýnir: IMjósnari eða morðingi Hörkuspennandi Universalmynd í litum um baráttu við alþjóðlega penlngafalsara. I aðalhlutverkum eru Jack Lord og Shirley Knight. lEldflaugaþjófarnir Æsispennandi mynd með Ken Clark í aðalhlutverki. Charro Bandarísk kvikmynd frá National General Picture. Gerð undir stjórn Charles Marques Warren. I aðalhlutverki er hinn víðfrægi ELVIS PRESLEY. 4

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.