Muninn

Árgangur

Muninn - 20.11.1971, Blaðsíða 4

Muninn - 20.11.1971, Blaðsíða 4
Eigum við að he/ga 1. des. baráitunni fyrir brottflutningi varnarliðsins? Dulitíð um sérályktun L.Í.M., I. des. og varnarliðið Þeir undarlegu atburðir gerðust 14. nóv. sl., að á 5. þingi eiginhagsmunasamtaka okkar menntaskólanema, — LÍM — var tekið til umræðu og atkvæðagreiðslu, málefni, er varðaði þingið engu. Var málefnið það, hvort 1. des. skyldi helgaður brottflutningi varnarliðsins. Víst kemur það okkur menntaskólanemum við, hvort hér sé erlendur her eða ekki og má jafnvel til sanns vegar færa, að það sé skvlda okkar að taka afstöðu í því máli. En eins og varnarmál- um og sjálfstæði okkar er hátt að í dag, kom það þinginu sem slíku ekkert við. Námsmenn skapá eina stétt þjóðfélagsins. Því er eðlilegt, að þeir standi á rétti sínum til þess að verða metnir til jafns við aðra þjóðfélagsþegna og myndi með sér samtök í hagsmunabaráttu sinni seni ein stétt. Stéttarsamtök mennta- skólanema eru LÍM. Nú þætti það fáránlegt, ef stéttasamtök mjólkurfræðinga, iðnaðarmanna eða garoyrkju- bænda tækju fyrir varnarmál íslendinga á þingum sínum, þó svo að allir félagsmenn bæru þau mjög fyrir brjósti. Eins er því farið með okkur og okkar stéttarsamtök. LÍM er stofnað vegna hagsmuna okkar og ein- göngu okkar, en ekki þjóðar- innar í heild, þó að tillit sé tek- ■ið til hennar vegna eðlilegs sambands milli námsmanna og þjóðfélagsins. Augljóst er, að svona lagað getur skaðað málstað okkar út á við og sundrað samtökun- um, En vafasamt þykir mér, hvort útgöngumenn þingsins hafi stuðlað frekar að sundr- ungu heldur en hinir, sen) báru tillöguna fram, vitandi það, að þingheimi slcaut mjög í tvö horn um þetta mál. En hitt er ekki víst, að samþykkj- endur tillögunnar hefðu feng- ið þingfararleyfi skóla sinna, ef vitað hefði verið um þetta mál fyrir og afstöðu þingfull- trúa til þess. Hefði þó verið eðlilegra að helga 1. des. mál- efpi, sem allir eru einhuga um, t. d. náttúruvernd, sand- græðslu, baráttu fyrir hreinu og; fögru landi eða einhverju slíku. Segir það og sína sögu, hvers konar menn stóðu að baki þessarar tillögu, þegar þeir, 25 talsins, taka ekkert tillit til minnihlutans, 21 manns! Því hljótum við, án-til- lits til pólitískra skoðana, að fordæma ólýðræðisleg vinnu- brögð þingmeirihlutans. En nóg um það, 5-menning- arnir hafa þegar samþykkt, að 1. des. verði dagur kapitalista- grýlunnar og allur skólinn skuli nauðugur, viljugur fagna óvissu og öryggisleysi með brottflutningi hersins. Hátíð okkar verði hátíð þeirra — troðið skuli á vilja borgara- legra nemenda — „allir gerðir jafnir.“ Árni Steinsson túlkar hug- arfar kommúnista í þessu máli með grein sinni í 4. tbl. Litla- MUNINS: „Stórkostlegur sig- ur!“ Og ekki er sjálfumgjeði hans undarleg, þegar hann seg ir í greininni: „Þess vegna eiga nemendur að fá tækifæri til að hafa áhrif alveg frá toppi og niður í neðsta hluta pýra- mýdans.“ — Sem sagt, fletja hann út. Afnema pýramída- formið og gera alla jafn rétt- háa.“ }a, mikil er göfgi kommún- ista og mannelska! Fáum við þeim seint fullþakkað fyrir þða, að rífa niður þennan pýramída til þess að reisa ann- an! En hve margir fengu „tæki- færi til að hafa áhrif“ á bað, hvort 1. des. yrði helgaður ein hverju sérstöku málefni og þá hverju? Víst var sigur komm- únista stórkostlegur! I grein minni um skoðana- könnun, er birtist í þessu blaði, minnist ég á varnarliðið og til- gang þess. Því vil ég ekki hafa mörg orð um það hér, en visa til þeirrar greinar. MR-ingur skrifaði grein í síðasta tbl. Litla-MUNINS. - Kemur greinilega fram, að greinarhöfundur telur frelsi okkar íslendinga njörvað bandarísku auðvaldi með til- veru varnarliðsins á Keflavík- urflugvelli! Þetta er slílc regin- firra og dæmalaus óhróður og rangtúlkun að engu tali tekur! Kommúnistar hlæja að var- kárni. hægri manna og gera skop að rökstuddn vantrausti þeirra á heiðarleik Rússa — en koma svo sjálfir með álíka hlægilegar og órökstuddar full yrðingar um hlutverk varnar- liðsins eða þankagang Banda- ríkjamanna yfirleitt og þær, sem fram koma í grein MR- ingsins. En leyfum þeim að hlæja greyjunum, þeim ferst, eða hitt þó heldur! Manni dettur í hug, hvort kommúnistar hafi ekki meiri trú á löndum sínum en það, að þeir saki þá, er sátu á Alþingi 1951, um pð, hafa fyrirgert frelsi og sjálfstæði íslands* — Öllu heiðarlegra væri að kynna sér samninginn áður en slík ásökun er framleidd fyrir þá, er ekki hafa fastmótaða af stöðu í þessu máli, eða kynnt sér það af einhverjum ástæð- um. Væri varnarsamningurinn lesinn, lcæmi í ljós, að það er hreinn þvættingur og tómur hugarburður, að frelsi og sjálf sætði íslendinga aukist með brottför varnarliðsins. — En af marggefnu tilefni vil ég taka það fram, að Bandaríkin hafa alls ekki meiri ítök í NATO heldur en fsland eða nokkur önnur aðildarríki þess. Og þó að varnarliðið sé bandarískt, er það hér á veg- um NATO og þar með okkar, en ekki Bandaríkjanne einvörð ungy. Sýnir bæði þetta og varn arsamningurinn, að enginn fót ur er fyrir þeim margútþvælda áróðri kommúnista, að Banda- ríkin noti herlið sitt hér í eig- * Eða erum við Islendingar svo vitlausir, að við semjum alltaf af okkur, þegar samið er við Bandaríkjamenn?! Það hefur verið hefð, að ritnefndarmenn og nánustu aðstandendur skólablaðsins hafa fengið að svara greinum í sama blaði og viðkomandi greinar hafa birzt í. í vetur hefur eldci verið brugðið út af þessari hefð. Ég hef orðið var við nokkra óánægju með þetta fyrirkomu- lag, enda hafa hinir óánægðu nokkuð til síns máls. Þetta mismunar mönnum ögn'. Þó er annað e. t. v. þýðingarmeira og það er, að umrætt fyrir- komulag, sem grundvallað er á hefð, er ástæðuminna með tilkomu Litla-Munins, þar sem hann kemur það ört út . Ég hef aldrei verið tals- maður þess að halda í úreltar hefðir. Afstaða mín nú er í samræmi við það. Er það því ráð, að framvegis verða elcki birt svör við greinum í sama inhagsmunaskyni á nokkurn hátt. Eða hvar kemur fram misbeiting varnarliðsins þann- ig, að þeir hafi skipt sér af stjórnmálum íslendinga og skert frelsi eða sjálfstæði okk- ar? Hvergi, að sjálfsögðu, fyrst og fremst lýtur varnarliðið skipunum NATO. Því eru all- ar aðgerðir þess háðar sam- þykki ókkar. Það er alrangl að taka varnarliðið sem full- trúa Bandaríkjanna hér á landi, þegar þeim er mótmælt. Varnarliðið er eitt, Bandarík- in annað. Minnumst þessa, lesum varn armálin, svo að við eyðileggj- um ekki hátíðina eða svertum minningu fullveldis okkar, 1. des., með stuðningi við póli- tískt deilumál, sér í lagi þegar vafi leikur á hversu mikið frelsi og sjálfstæði það muni færa okkur íslendingum í hend ur, nái það fram að ganga. En verði minnzt einu orði á þessi mál við hátíðarhöldin 30. nóv., þá skora ég á ykkur skóla félagar, að ganga út, eða syngja ættjarðarsöngva fullum hálsi. Akureyri, 21. nóvember 1971. Gunnlaugur Eiðsson. blaði og greinin sjálf er í, — nema brýn ástæða sé til. Þar á ég við fyrst og fremst eftir- farandi: Ef um persónulegt aðkast er að ræða, þá verður viðkomandi manni gefið tæki- færi til að svara í sama blaði. Það er núverandi stefna á- byrgðarmanns, að strika sem minnst út, heldur leyfa hömlu- litlar umræður um hvaðeina. í öðru lagi munum við svara öllum aðdróttunum að ritnefnd og blaðinu sjálfu. Er hér um fordæmi allra blaða að ræða, jafnt skólablaða sem dagblaða og tímarita. Tel ég rétt, að ég persónulega (eða einhver úr ritnefnd) svari öllu, sem ranglega er farið með í sambandi vi ðritnefnd og blað ið sjálft. Þessi er afstaða ritstjórnar, og vona ég að hún sé slík, að flestir megi vel við una. Ritstjóri. YFIR- LÝSIIMG Ritdómur um 3. tbl. BREYTINGAR Á 1. DES. - Þessi grein er uppistaðan í blaðinu. Mikil vinna lögð í hana og útkoman eftir því. — Mjög góð grein. SAGA LlM OG STARFSEMI ÞESS. — Gagnrýni á alltaf rétt á sér, þegar hennar er þörf, sem er og í bessari grein og er þó of lítið sagt. SÉRHVER ERU NÚ MYRKRAVERKIN. - Frekar hefði ég viljað lesa nokkur dróttkvæði, greinin er í senn um ekki neitt og furðuleg. ATHUGASEMD SPECTA- TORS. — Heiðarleg tilraun til að skrifa um ekki neitt. TIL Þ. M. — EinhverS Staðar heyrði$t mér Skrjáfa í $eð£i. (Stolið). FRÁ Þ. M. VEGNA „TIL Þ. M.“ - Satt. FRÁ UNDIRBÚNINGSHÓP- UM LANDSÞINGS OG STARFSHÓPUR UM RÉTT- ARSTÖÐU NEMENDA. - Þetta ættu allir að lesa aftur, og koma fram með gagnrýni. Greinin er skemmtileg viðleitni í þá átt. UM STARFSHÓPA: - Aldrei er góð vísa of oft kveðin. ENN UM ICAFFISÖLU OG AFSLÁTTARKIÖR. - Staf- stening 10. Framsetning 10. — Aðaleinkunn 10. LEIÐARI. — Fallega sagt og ég vona að hugur fylgi máli. Greinin er góð. 3.-BEKK1NGAR, ERUM VIÐ AUMINGJAR? — Þessi grein er gott framtak til að róta svo lítið í þeim fúla hugsunarhætti sem er ríkjandi, að það eiga að vera aðeins fáir útvaldið, og þá oftast úr efri bekkjum skólans, sem ejga að sjá um allt, sem lýtur að félagsmálum innan skólans. Þannig myndast allt- af ldíka utan um vissa menn í staðinn fyrir að leita út til fjöldans, sem er allt of lítið gert. Því hlýt ég að taka undir orð greinarhöfundar: 3 bekk- ingar, þið eruð fullgildir mennt slcælingar. Starfið samkvæmt því. L'AFFAIRE, SIGURGEIR. - Látið skrá ykkur í starfshóp nr .6, því hér er um mjög skemmtilegt rannsóknarefni að ræða. ÁSKORUN. — Sýnið fordæmi og labbið sjálfir. BLAÐIÐ. — Gott. Árni Steinsson. LITLI-MUNINN - 4

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.