Muninn - 20.11.1971, Blaðsíða 6
STOFN'ENDUR
E. K. P. G.
FRÉTT
19. þ. m. var stofnað í MA
félag. Fer hér á eftir stofnskrá
og lög félagsins:
1. gr. — Félagið heitir Van-
sæld og er félag óvinsælla
manna í MA.
2. gr. — Skilyrði fyrir inn-
göngu er, að menn hafi aflað
sér viðurkenndra óvinsælda á
opinberum vettvangi.
3. gr. — Markmið féiagsins
er að standa vörð um óvin-
sældir félagsmanna.
4. gr. — Félagsgjöld standa
í öfugu hlutfalli við óvinsæld-
ir.
5. gr. — Heimilt er að veita
utanskólamönnum aukaaðild
að félaginu, ef almennur fé-
lagsfundur samþykkir það, —
einnig er heimilt að velja heið-
ursfélaga. Þó eru óvinsældir á
kennarastofu ekki forsendur
fyrir inngöngu.
6. gr. — Almennir féiags-
fundir eru æðsta vald félagsins
í öllum málefnum.
7. gr. — Öll pólitísk mál
eru útilokuð frá félaginu, því
T. M.
þau gætu valdið djúpstæðum
klofningi í röðum félags-
manna.
Stofnstaður og stofnendur
félagsins:
a) Norðurhluti setustofu
MA (horn óskilgreint).
b) Pétur Guðmundsson
(vegna áberandi óvinsælda inn
an hemiavistar MA), Þórólfur
Matthíasson (vegna óvinsælda
meðal bekkjarsystkina), Einar
Kjartansson (vegna óvinsælda
í MT og víðar).
(Það slcal tekið tram, að
Gunnlaugi Stefánssyni verður
gefinn kostur á að sækja um
aukaaðild að félaginu).
UM DAGINN...
Um daginn, þegar ég las
dreifibréf, sem bar nafnið „Lyf
seðlil“, fór fyrir mér eins og
mörgum öðrum, ég rak upp
skellihlátur. Á eftir settist ég
niður og skrifaði smá greinar-
korn, sem ekki var hægt að
birta í síðasta blaði vegna pláss
leysis. Síðan hefur sneplum
frá —56— rignt yfir okkur,
og eru allir orðnir leiðir á
þeim fyrir löngu. Þrátt fyrir
það ætla ég að birta þessa sýni
mína á Lyfseðlinum að við-
bættum athugasemdum við
næsta plagg, sem á eftir fylgdi.
Lyfseðillinn er alls ekki eins
bráðdrepandi og aðstandendur
hans hafa auðsjáanlega vonað.
Hann er gott dæmi um þá and
legu glópsku, sem er ríkjandi
meðal ungra íhaldsmanna.
Umræðuhópur 56 hefur auð
sjáanlega ætlað að hafa vaðið
fyrir neðan sig, og ekki láta of
milda vizku frá eigin brjósti í
ljós. Enda eins gott fyrir þá,
ef öll þeirra speki er á sama
þróunarstigi og upphafs- og
lokaorðin á Lyfseðlinum.
Ég ætla ekki að fjalla um
meginefni ,,Seðilsins“, þ. e. a.
s. varnarsamninginn, heldur
áðunrefnda vizku þeirra spek-
inga í —56 — . Tilgangurinn
með þessu plaggi er auðsjáan-
legur, að sverta framkvæmd
1. des. í augum nemenda skól-
ans, auk þess, sem hægri menn
eru (ekki að ástæðulausu) að
minna okkur á, að þeir eru
enn á lífi (ef líf skyldi kalla).
Ég hélt, að meiningin hefði
verið að ala á sundrung meðal
vinstri stjórnarflokkanna og
stuðningsmanna þeirra, en
ekki á meðal nemenda MA.
Það kom skýrt fram á skóla-
fundi nr. 2, að tilgangur breyt-
inganna á 1. des. er sá, að hafa
hátíðina fjölbreyttari og meira
lifandi frá því sem áður hefur
verið, en ekki helga hana einu
sérstöku málefni, hvorki brott-
för hersins eða öðru.
Þetta virðast íhaldsmenn
ekki hafa hugmynd um, eða ef
til vill vilja þeir ekki vita það,
að frjálslyndar skoðanir ryðja
sér stöðugt til rúms innan skól
ans. Auðvitað er þetta tæki-
færi fyrir þá til þess að koma
í framkvæmd hugmynd þeirri,
sem fram kom á SUS-þinginu
í haust, þ. e. að auka áhrif
Sjálfstæðisflokksins í skólum
landsins. En einhvern veginn
grunar mig að þeir hafi ekki
erindi sem erfiði af þessu
brölti sínu.
Viku seinna kom dreifibréf
nr. 2 undir mjög svo athyglis-
verðri fyrirsögn: „Nato er
varnarbandalag — ekki árásar
bandalag.11 En þarna var fleira
athyglisvert, eins og t. d. „með
an árásarbandalag er í austri,
verður varnarbandalag að vera
í vestri!“
(Þetta hefði gjarnan mátt
vera rökstutt, en það hefur
víst gleymzt). Við lestur þessa
plaggs, vöknuðu margar spurn
ingar og ætla ég að varpa
nokkrum þeirra fram hérna, á
samt athugasemdum.
Ég vona svo, að „Umræðu-
hópur 56“ svari þessum spurn
ingum skýrt og skilmerkilega,
en ekki með útúrsnúningum.
„NATO er milliríkjastofnun
sem stuðlar að friðsamiegum
og vinsamlegum milliríkjavið-
skiptum og efnahagssamvinnu,
ýmist við einstök aðildarríki
eða öll.“
1. spurning: Telur umræðu-
hópur 56, að hernaðarbanda-
lag sé sérstaldega jákvæður að
ili í þá átt að stuðla að frið-
samlegum og vinsamlegum
milliríkjaviðskiptum og efna-
hagssamvinnu?
„Auk framangreinds eru
þrjú aðalstéfnumál NATO í
dag:
1. Afvopnun undir alþjóða-
eftirliti.
2. Bætt sambúð austurs og
vesturs.
3. Frjáls Evrópa.“
2. spurning: Telur umræðu-
hópur 56, að eftirfarandi stað-
reyndir um tvö NATO-ríki
sýni áhuga þeirra á afvopnun
eða sýna þær gróðasjónarmið
þeirra? Á síðastliðnum árum
hefur USA séð um 40% af
heimsverzlun með hergögn. —
Framhald á bls. 5.
Frá 1. des. nefnd
6. OG 7. FUNDUR
Báðir fundirnir fjölluðu um
dagskrána og ræðumenn, og
gerðar tillögur þar að lútandi.
Nefndin hyggst gefa út ein-
blöðung, þar sem sagt verður
frá hinum einstöku liðum dag-
skrárinnar. Þó skal tvennt tek
ið fram. í fyrsta lagi, að ráð-
gert var að félagar í LMA færu
með 20 mínútna þátt úr Sól-
eyjarkvæði. Hins vegar kom í
ljós, að elcki reyndist unnt að
skipta verkinu, svo vel færi.
I öðru lagi, að ræðutími hvers
ræðumanns verður takmarkað
ur við fimm mín. Nefndin álít-
ur stuttar og gagnorðar tölur
mun áhrifaríkari og skemmti-
legri áheyrnar en langlokur.
(Síðar var þó ákveðið að veita
aðalræðu hátíðarinnar, Minni
íslands, allt að 10 mín.) Ósk-
að var eftir tillögum og hug-
myndum, aðeins tveir sendu
okkur línu, en ekkert nýtt kom
þar fram. Nefndin ákvað að
lokum að halda opinn fund
um tillögur sínar.
8. FUNDUR (opinn)
Það ber ekki á öðru en nem
endur skólans treysti 10
manna nefndinni fullkomlega
fyrir dagskrárgerðinni. Fund-
urinn var mun fámennari en
sá fyrri og fundarmenn al-
mennt áhugalausári, örfáar til
lögur, engin gagnrýni, sem
heita rnátti. Þökkum trausts-
yfirlýsinguna.
Nú kom gleggst í ljós sú til-
hneiging nemenda að líta á 1.
des. hátíðina sem átveizlu ein-
göngu. Þeir létu sig ekki vanta
þegar rætt var um borðhaldið,
en dagskráin, aðalatriði kvölds
ins, skiptir þá litlu. Vonandi
tekst hátíðin nú það vel, að
augu manna opnast fyrir því,
hvers vegna dagur þessi er
haldinn hátíðlegur ár hvert.
9. FUNDUR
Dagskráin endanlega sam-
þylckt, óbreytt. Ennfremur náð
ist loks samkomulag um inn-
taksorð hæða Möðruvalla. —
Kjallarinn: verður; miðhæðin:
er; og efsta hæðin: var (sbr.
inntaksorð dagskrárinnar: að
vera eða ekki vera). Hæðirnar
verða svo skreyttar í samræmi
við þessi orð.
Að lokum vil ég leiðrétta
eftirfarandi málsgrein í grein-
arkorni mínu um starf 1. des.
nefndarinnar í síðasta tbl. Mun
ins: Þar segir: „Hins vegar
verður að erfiðara að fram-
fylgja þeirri ósk ef Leikfimis-
húsið verður jafnað við
hörðu.“ Ég efa að nokkur mað
ur hafi fengið botn í þetta,
enda var málsgreinin alls ekki
þannig frá minni hendi, held-
ur: Hins vegar .... að Leik-
fimishúsið verði jafnað við
jörðu, — en einhver óskaði
þess á fyrra opna fundinum.
Högni.
RÝNI
Umræðuhópur 56 sendi ný-
lega frá sér tvö dreifibréf um
USA - CCCP - ísland -
Nato — eins og flestum hér í
skóla mun vera kunnugt. Þessi
bréf voru að vísu það léleg, að
þau teljast varla svara verð,
en þó skal hér fjallað lítillega
um þau.
Þessir menn virðast telja sig
hluta úr hinni ,,ábyrgu“ stjórn
arandstöðu (reyndar skil ég
eklci að nokkrum stjórnmála-
flokki sé styrkur í að hafa þá
innan vébanda sinna), og reyna
þar af leiðandi að telja mönn-
um trú um að stjórnin sé
þjóðarplága. Allar röksemdir
þeirra eru þó svo heimsku-
legar og barnalegar, að ég sé
ekki ástæðu til þess að vera
að eyða tíma í að hrekja þær.
Helztu skrautfjaðrir plaggsins
er stríðsletrið, sem mjög er í
anda fyrirsagna Vísis og Al-
þýðublaðsins, og því vel fallið
til að bæta málstaðinn. Dreif-
ingin fór að sjálfsögðu fram
að nóttu til, enda hæfir myrkr
ið þessum mönnum bezt.
Þeir Tóti Matt og Spectatoi
eiga skammir skildar. Það er
leiður siður hjá þeim, að nota
aðstöðu sína hjá Muninum til
að svara greinum með viðkom
andi grein við hliðina, og ég
vona innilega að þeir láti af
þessum leiða sið nú þegar.
Árni Steinsson skrifar grein
í síðasta blað, um 1. des. Að
sjálfsögðu er stríðsfyrirsögn yf
ir greininni til að hlyja þá and
legu nekt sem á eftir kemur.
Mér þykir ætíð leiðinlegt, þeg-
ar menn, sem berjast fyrir
góðu málefni, taka upp á að
skrifa greinar, sem eru til þess
eins fallnar að rýra málstað-
inn.
Einnig gerir Árni sig sskan
um að fara vísvitandi með lyg-
ar í því, sem hann segir um
skólaráð, við eigum þar tvo
fulltrúa, jafnvel þrjá og hálf-
an.
Að lokurn:
Nemendur í MA! Hvenær
ætlið þið að sameinast í að
hætta að blóta Bakkus?
Rögnvaldur Ólafsson.